Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Qupperneq 49

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Qupperneq 49
47 Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi Af erlendu samstarfi Ég ætla lítil- lega að kynna það erlenda sam- starf sem ég hef tekið þátt í vegna starfs míns sem iðjuþjálfi hjá Trygginga' stofnun rík- isins (TR) s.l. 10 ár. Ég var ráðin í hlutastarf hjá TR 1. aprfl 1986 til að hyggja upp hjálpartækjaþjónustu stofnunarinnar, með það í huga að hæta þjónustuna og að endurnýta hjálpartæki svo að draga mætti úr kostnaði. í ársbyrjun 1988 var ég fastráðin í fullt starf hjá TR. Strax í upphafi starfs míns hjá TR þurfti ég að kynna mér hvernig staðið er að hjálpar- t*kjamálum í hinum norrænu löndunum. klér var alls staðar tekið mjög vel, en löng °g góð hefð er fyrir norræna samvinnu á sviði hjálpartækja. Allir voru ánægðir að fá fulltrúa frá íslandi í þennan geira og mörg tengsl mynduðust strax í upphafi. Fljótlega varð þetta meira og meira og ekki vanþörf á fyrir okkur hér heima í uppbyggingunni varðandi hjálpartækjasviðið, að læra af ná- grannaþjóðum okkar. Miklum fjármunum er veitt í þennan málaflokk á vegum TR (um 550 milljónir á ári) og því mikilvægt að læra af nágrannaþjóðum hvernig best er að hafa þessa starfsemi hér heima. Aðallega voru tengslin í byrjun við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, en uppbyggingin í Finnlandi er þó nokkuð öðru vísi en í hinum löndunum. Fjölmargir fundir/ráðstefnur stærri sem minni, almennir og sérhæfðir hafa gefið ómælda aðstoð við uppbygginguna hér heima og er stöðug enn, því alltaf erum við að fara inn á ný svið sem nágrannaþjóðirnar hafa árareynslu af. Má þar nefnda síðast upplýsingafundir varðandi útboð á hjálpar- tækjum, en við erum nýlega byrjuð með út- boð á hjálpartækjum hér á landi. Ávinningur af þessu erlenda samstarfi gerir okkur kleift að fylgjast með hvað er að gerast í kringum okkur, hvaða kröfur eru gerðar og sparar okkur vinnu við að finna upp hjólið á ný. Við sækjum styrk og þekk- ingu sem kemur til góða í hagræðingu og tryggingu að sem besta kerfi, m.t.t. þjónustu og gæða. Tengslin tryggja og auðvelda okk- ur að leita til nágrannaþjóða eftir hvers kon- ar upplýsingum. Uppbygging hjálpartækjamiðstöðvar TR hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.