Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 13
--------------- II -------------- Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi á Landakoti Að koma heim! Ég útskrifaðist vorið 1993 frá Várdhögskol- an í Lundi í Svíþjóð; Þá var mikið atvinnu- leysi meðal iðjuþjálfa í Svíþjóð; meðal ann- ars vegna versnandi efnahagsstöðu lands- ins. Það var því freistandi að drífa sig beint heim til fslands. Aðstæður voru samt þannig að maðurinn minn hafði ekki lokið sínu námi og því ákvað ég að reyna að nýta tímann og afla mér starfs- reynslu. Ég fékk sumarafleys- ingastarf við Sankt Lars geð- sjúkrahúsið í Lundi. Þar vann ég á deild þar sem fólk kom inn til greiningar og meðferðar. Unnið var í teymisvinnu og hafði ég aðstöðu inn á deild- inni. Það áhugaverða við þetta starf var að ég hafði verið í starfsþjálfun í náminu við vinnuendurhæf- ingardeildina á þessu sama sjúkrahúsi. Nú voru aðstæður þannig að nokkrir sjúklingar á deildinni höfðu þörf fyrir vinnuendurhæf- ingu og kom mér því til góða sú innsýn sem ég hafði áður fengið við geðsjúkrahúsið. í lok sumars stóð ég svo frammi fyrir því að ekki var auðvelt að fá vinnu, sérstaklega fyrir nýútskrifaðan iðjuþjálfa. Ég fór þó af stað og reyndi að freista gæfunnar og upp- lifði að það varekki létt að vera útlendingur í leit að starfi þegar mikið atvinnuleysi er. Hringinn þurfti ég því að víkka og fara lengra frá heimilinu. Leið mín lá að lokum til Trelleborg sem þýddi 50 km leið til vinnu, en það hefði getað verið verra. í Trelleborg var mér tekið opnum örmum. Starfið var tímabundið afleysingastarf sem síðan var framlengt. Sjúkrahúsið er bráða- sjúkrahús með nokkrum deildum, þar með talin endurhæfingadeild og dagdeild. Á endurhæfinga- deildinni, þar sem ég vann, störfuðu sjö iðjuþjálfar. Einn af þeim sá einungis um þjónustu við einstaklinga, sem komu utan úr bæ með beiðnir fyrir handaþjálfun og/eða spelku- gerð. Endurhæfingadeildin var almenn og því líkar sjúk- dómsorsakir sem leiddu til endurhæfingar, svo sem heila- blóðfall, mjaðmabrot, krabba- mein, gigt og svo framvegis. Unnið var í teymisvinnu á deildinni. Miðað við að mitt starf var 100%, var eðlilegt að ég hefði um tíu sjúklinga í meðhöndlun. Við vorum jafn- margir iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar sem störfuðum á deildinni og var því góður grundvöllur fyrir samvinnu um endurhæf- ingu sjúklinga. ADL þjálfun skipaði stóran sess í starfinu, en þarfir fyrir endurhæfingu voru misjafnar. Margir komu niður í iðju- þjálfunina á hverjum degi í þjálfun. Virknin var vel skipulögð þar sem fólk hafði fasta tíma. Þar var boðið upp á vefnað, þurr- skreytingar, silkimálun, saumaskap og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.