Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 32
30 Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi Meistarinn og nemarnir sjö Við erum sjö iðjuþjálfar í masters- náminu, undirrituð sem vinnur á Geðdeild Landspítalans, Kristjana Fenger, Margrét Sigurðardóttir og Gunnhildur Gísladóttir starfandi á Reykjalundi, Sigrún Garðarsdóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Vallerie Harris hjá Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra. Ráðagerðir varðandi mastersnámið byrjuðu samhliða væntanlegri stofnsetningu náms- brautar í iðjuþjálfun við Háskóla íslands. Þar sem koma ætti á fót námsbraut þyrfti að hafa á að skipa menntuðu hæfileikafólki til stuðnings. í júní 1991 barst bréf frá prófessor Gail Maguire til formanns okkar, Hope Knúts- son, þar sem hún lýsir sig reiðubúna til að hleypa þessari nýju námsbraut af stokkun- um. Síðan hafa mörg símbréf „runnið til sjávar" og í fyrstu fannst mér umræðan eitt- hvað svo fjarlæg að hún hafði í raun engin áhrif á mig fyrr en komið var að því að væntanlegir mastersnáms-nemar gæfu sig fram. Ég var á báðum áttum og vissi lítið annað en að þetta hafði áhrif á magann, ég varð hálflystarlaus og flökurt. Nú væri ég langt gengin í fertugt og vissi nú svo sem ekki hvort þriðja bamið passaði á nokkurn hátt við þetta nám þar sem tveir ungir herramenn voru fyrir. Þegarég hafði imprað á þessu við minn ektamann og tjáð honum áhuga minn, sagði hann mér af sinni al- kunnu snilld að hafa ekki áhyggjur af því sem ekki væri til og hvatti mig til að taka þátt úr því að ég hefði áhuga. Á fund skólanefndar mætti ég síðan ásamt öðrum forvitnum og áhugasömum iðjuþjálfum. Á þeim fundi var allt fremur óljóst, og átti eiginlega ekkert eftir að skýr- ast, þar sem alltaf tóku við einhverjir nýir óljósir punktar. Það fyrsta sem þurfti þó að gera var að sækja um skólann og fara í enskupróf. Ætla mætti að skólaumsókn væri ekki til- tökumál, en það fór nú á annan veg. Ég fór meira að segja í eigin persónu í minn gamla iðjuþjálfaskóla í Noregi til að fá yfirlit yfir nám mitt svo Florida International Uni- versity (FIU) gæti metið það, en það gekk ekki. Fyrir svona nám þarf að skrá "curricul- um vitae" og aldrei hefði mér dottið í hug að ég þyrfti að skrá niður - í réttri röð -, allt sem ég hafði tekið mér fyrir hendur (sem betur fór, bara í tengslum við fagið (hjúkk)), en þar sem regla er nú á óreglunni hjá mér, fann ég það markverðasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.