Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 32

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 32
30 Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi Meistarinn og nemarnir sjö Við erum sjö iðjuþjálfar í masters- náminu, undirrituð sem vinnur á Geðdeild Landspítalans, Kristjana Fenger, Margrét Sigurðardóttir og Gunnhildur Gísladóttir starfandi á Reykjalundi, Sigrún Garðarsdóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Vallerie Harris hjá Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra. Ráðagerðir varðandi mastersnámið byrjuðu samhliða væntanlegri stofnsetningu náms- brautar í iðjuþjálfun við Háskóla íslands. Þar sem koma ætti á fót námsbraut þyrfti að hafa á að skipa menntuðu hæfileikafólki til stuðnings. í júní 1991 barst bréf frá prófessor Gail Maguire til formanns okkar, Hope Knúts- son, þar sem hún lýsir sig reiðubúna til að hleypa þessari nýju námsbraut af stokkun- um. Síðan hafa mörg símbréf „runnið til sjávar" og í fyrstu fannst mér umræðan eitt- hvað svo fjarlæg að hún hafði í raun engin áhrif á mig fyrr en komið var að því að væntanlegir mastersnáms-nemar gæfu sig fram. Ég var á báðum áttum og vissi lítið annað en að þetta hafði áhrif á magann, ég varð hálflystarlaus og flökurt. Nú væri ég langt gengin í fertugt og vissi nú svo sem ekki hvort þriðja bamið passaði á nokkurn hátt við þetta nám þar sem tveir ungir herramenn voru fyrir. Þegarég hafði imprað á þessu við minn ektamann og tjáð honum áhuga minn, sagði hann mér af sinni al- kunnu snilld að hafa ekki áhyggjur af því sem ekki væri til og hvatti mig til að taka þátt úr því að ég hefði áhuga. Á fund skólanefndar mætti ég síðan ásamt öðrum forvitnum og áhugasömum iðjuþjálfum. Á þeim fundi var allt fremur óljóst, og átti eiginlega ekkert eftir að skýr- ast, þar sem alltaf tóku við einhverjir nýir óljósir punktar. Það fyrsta sem þurfti þó að gera var að sækja um skólann og fara í enskupróf. Ætla mætti að skólaumsókn væri ekki til- tökumál, en það fór nú á annan veg. Ég fór meira að segja í eigin persónu í minn gamla iðjuþjálfaskóla í Noregi til að fá yfirlit yfir nám mitt svo Florida International Uni- versity (FIU) gæti metið það, en það gekk ekki. Fyrir svona nám þarf að skrá "curricul- um vitae" og aldrei hefði mér dottið í hug að ég þyrfti að skrá niður - í réttri röð -, allt sem ég hafði tekið mér fyrir hendur (sem betur fór, bara í tengslum við fagið (hjúkk)), en þar sem regla er nú á óreglunni hjá mér, fann ég það markverðasta.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.