Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Qupperneq 13
Þannig fram að í 60 mínútur er unnið
að myndgerð án þess að hópmeðlimir
iaii saman og síðan er 60 mínútna
samtalstími þar sem myndverkin eru
skoðuð og rædd. Markmiðið með
þögninni er að ýta undir að hver og
einn hafi næði til að hverfa á innri
mi& °g afla þess sem mikilvægt getur
verið hverju sinni. Markmiðið með því
að deila síðan myndverkum með hópn-
um er að auka innsæi og finna eða varpa
Ijósi á sameiginlega reynslu hópsins.
Til þess að þetta geti átt sér stað er
v|ðvera þerapistans nauðsynleg. Hann er
sa sem vakir yfir, sér og heyrir. Sé örygg-
ls þannig gætt er hópnum óhætt að
hverfa inn á við þar sem tilfinningar,
minningar og upplifanir búa. Á mörkun-
Um þar sem innri raunveruleiki og ytra
hf mætist er eins konar áningastaður fyr-
lr manninn, sem stöðugt fæst við að
mda innri og ytri raunveruleika aðskild-
Um en jafnframt samtengdum. í þessu
rými leikur barnið sér og hinn fullorðni
talar. í listmeðferð verður myndverkið til
1 þessu rými, þar á sköpunin sér stað og
vakandi athygli þerapistans gerir hópn-
um kleift að gleyma sér við sköpunina.
I hstmeðferðarherberginu á Hvíta-
handi er stórt borð fyrir miðju þar sem
j'umast átta manns. í skápnum er fjöl-
reýtt efnisval, allt frá blýöntum, reglu-
stikum og strokleðrum að pastellitum,
vatnslitum, þekjulitum og leir. Pappírinn
er 1 öllum stærðum og litum og stafli af
myndskreyttum tímaritum til að klippa
uiður og líma saman. Allt sem verður til í
istmeðferðarherberginu tilheyrir með-
eröinni og er geymt í þar til gerðum
möppum meðan á meðferð stendur.
í listmeðferð er leitast við að stuðla
að betri sjálfsstjórn, byggja upp innra
öryggi og sterkari sjálfsvitund. Meðferð-
in getur varpað Ijósi á tengsl tilfinninga
og hugsana og aukið þannig skilning og
innsæi.
Samþætting
í listmeðferð með langtíma hópunum er
lögð áhersla á sjálfsprottið mynd-og efnis-
val (non-directive approach) sem fellur að
analytiskri hugmyndafræði deildarinnar.
Tæknilegri færni eða listrænni kunnáttu
hópmeðlima er ekki gefið sérstakt vægi.
Þerapistinn leggur áherslu á tengsl höf-
undar við verkið, tilfinningar og hugsanir
því tengdu eða jafnvel líðan þess sem sit-
ur aðgerðarlaus heflan hóptíma og áhrifin
sem það hefur á hópinn. Þessi nálgun
stuðlar að því að sjúklingurinn tengist
smám saman ýmsum þáttum, sem búa
innra með honum á dýpri hátt en áður.
Innsæi og viðfangsefni flytjast einnig frá
listmeðferð yfir í samtalshóp og þaðan í
líkamsvitundarhóp og áfram í listmeð-
ferð, þannig fléttast meðferðin á deildinni
saman. Þessi nána samvinna ýmissa fag-
aðila sem leiða hópana gerir miklar kröfur
um stöðug samskipti þeirra, reglulegt
„feed-back" og eru klíniskir fundir undir-
staða samstarfs af slíku tagi.
Höfundar starfa allir við geðdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, hópmeðferðar-
deild Hvítabandi.
Heimildaskrá
1) Psychotherapy through the Group
Process Dorothy Stock Whitaker &
Morton A Lieberman Aldine Publ-
ishing Company / New York 1977
2) The Theory and Practice of
Group Psychotherapy Irving D.
Yaloom Basic Books Inc. / New
York 1970
3) Psychodynamic Psychiatry in Clinical
Practice The DSM-IV Edition Glen O.
Gabbard M.D. American Psychiatric
Press, Inc. 1994
ítarefni
Group Analytic Psychotherapy Methods and
Prindples S.H.FouIkes Gordon and Breach
Sdence Publishers Ltd. / London 1975
Experiences in Groups W.R.Bion Basic
Books. 1959
Ring of Fire: Primitive Affects and Object
Relations in Group Psychotherapy
Ritstj. Victor L. Schermer og Malcom
Pines Routledge, London 1994
The Anti Group Destructive forces in the
group and their creative potential Morris
Nitsun Routledge 1996
Playing and Reality Winnicott Tavistock
1971
Body Awareness Therapy and the Body
Awareness Scale Treatment and Evalu-
ation in Psychiatric Physiotherapy Rox-
endal Göteborg 1985
Images of Art Therapy Tessa Dalley,
Caroline Case, Joy Schaverien, Felicity
Weir, Diana Halliday, Patricia Nowell
Hall, Diane Waller. Tavistock /
Routledge 1987
IÐJUÞJÁLFINN 2/98 13