Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Page 15
antekt á undangengnu viðtali. Síðan er
kannað í upphafi hvers viðtals, hvaða
áhrif síðasta viðtal hafði á skjólstæðing-
inn.
Ef meðferðin gengur sem skyldi og
skjólstæðingurinn hefur náð góðum
tökum á þeim aðferðum sem kenndar
hafa verið, leiðir það til þess að hann
lætur ekki svo auðveldlega stjórnast
af þessum sjálfvirku hugsunum.
Hann hefur þar með tileinkað sér
„heilbrigðari" hugsunarhátt. í lok
meðferðar er lögð áhersla á að skjól-
stæðingurinn haldi áfram að vinna á
sama hátt og meðan á meðferðinni
stóð. Viðtalsmeðferðin sem slík sé í
raun námsferli sem heldur áfram það
sem eftir er ævinnar.
Útskrift
Héðan af Reykjalundi hafa um 15 ein-
staklingar útskrifast úr hugrænni at-
ferlismeðferð og árangurinn lofar
góðu. Áhuginn er mikill hjá teyminu
og þess má geta að þrír aðilar úr
geðteyminu fóru á ráðstefnu um hug-
ræna meðferð í lok sumars. Njótum við
hin þess nú að sitja vikulega fræðslu-
fundi, þar sem þau miðla því sem þau
urðu vísari á þessari ráðstefnu. Nú
Fyrir utan viðtölin sjálf er mikið lagt
upp úr heimavinnu skjólstæðingsins og
er hann á þann máta gerður ábyrgur fyr-
ir framvindu meðferðarinnar.
hafa iðjuþjálfar úr verkjateymi Reykja-
lundar bæst í þennan hóp, þar sem
þær telja fullvíst að þetta geti nýst
þeirra skjólstæðingum. Við sem störf-
um með þessa hugrænu meðferð á
Reykjalundi hittumst enn einu sinni í
viku undir handleiðslu Péturs Hauks-
sonar. Þá ræðum bæði vandamál og
annað sem viðkemur vinnu okkar með
skjólstæðingum í hugrænni meðferð.
Núna stendur fyrir dyrum að gera
könnun á árangri þessarar meðferðar
hér á Reykjalundi. Markmiðið er að
kanna hvernig þeim einstaklingum
sem lokið hafa þessari meðferð hjá
okkur vegnar, eftir að hafa verið í
sínu raunverulega umhverfi í um
tvo mánuði. Forvinna að þessari
könnun er nú í fullum gangi. Að
lokum vil ég segja að sú vinna sem
teymið hefur innt af hendi við
undirbúning þessarar meðferðar,
hefur klárlega styrkt teymið í sinni fag-
legu vinnu. Einnig hefur þessi vinna
aukið samstöðu okkar og ýtt undir fag-
legan áhuga teymisins í heild sinni.
Höfundur er iðjuþjálfi
og starfar í geðteymi Reykjalundar.
REYKiALUNDUR
Laus er staða iðjuþjálfa á gigtarsviði.
Um er að ræða 100% afleysingastöðu sem fyrst
vegna veikinda og fæðingarorlofs.
Hæfniskröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af
Alheimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og meö íslenskt
starfsleyfi og löggildingu frá Heilbrigðisráðuneyti.
Meginstarfssvið og skyldur eru:
• Að skipuleggja og hrinda í framkvæmd sérhæföum
meðferðaráætlunum fyrir skjólstæðinga gigtarsviðs í
samræmi við siðareglur, grundvallarsjónarmið og starf-
shætti iðjuþjálfunar.
Reykjalundur er 170 rúma endurhæfingarmiðstöð. Þar starfa 11 iðjuþjálfar á 7 sviðum. Unnið erí teymum sem samanstanda af
iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, læknum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum, heilsuþjálfurum og talmeinafræðingum.
Nánari upplýsingar gefur Lilja Ingvarsson, yfiriðjuþjálfi í síma 566-6200
• Umsjón með starfsskipulagi iðjuþjálfunar á gigtarsviði.
• Að vinna náið með öðru starfsfólki deildarinnar,
gigtarteymis og öðru starfsfólki stofnunarinnar.
• Fagleg mótun iðjuþjálfunar á gigtarsviði í samráði og
samvinnu við yfiriðjuþjálfa. Fylgjast með nýjungum í íhlu-
tun og tækjabúnaði á gigtarsviði.
• Ráðgjöf um íhlutun iðjuþjálfa á gigtarsviði.
IÐJUÞJÁLFINN 2/98 15