Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Page 16
HÚSNÆÐISMÁL
FÓLKS MEÐ GEÐRÆNAN VANDA
Markmiö þessarar greinar er að vekja
athygli á húsnæöismálum geöfatlaöra.
Búseta á vernduöum heirnilum er eitt
af úrræðum geödeildar Landspítalans
og gerum viö því sérstaklega skil. Fé-
lagsráögjafar meta félagslega stöðu
þeirra einstaklinga sem leita á geð-
deild. Geösjúkum er oft þröngur
stakkur skorinn og andlegur sjúkdóm-
SVEINBJÖRG J.
SVAVARSDÓTTIR
Alfheiður
Guðlaugsdóttir
Það er að mörgu
leyti lærdómsríkt að
koma inn á heimili
annarra. Þar sannast
hið fornkveðna að
glöggt er gestsaug-
að. Inni á heimilun-
um er hugað að sam-
skiptum, samkennd,
samspili og jafnræði.
ur getur haft ófyrirséðar afleiöingar
fyrir viðkomandi einstakling. Því oft
er um aö ræða atvinnumissi, fjárhags-
erfiðleika og húsnæöisvanda. Mikill
tími fer í að leysa úr slíkum málum
sem títt valda auknu álagi og geta
hindrað einstaklinginn í að lifa eðli-
lega. Þaö aö hafa ekki fasta búsetu
veldur öryggisleysi sem aftur leiöir til
aö viðkomandi einstaklingur á erfitt
meö aö einbeita sér aö úrlausn ann-
arra mála.
Úrræði
Markmiðið er að tryggja þeim sem eiga við and-
lega eða líkamlega fötlun að stríða sambærileg
lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna
og skapa þeim skilyrði til þess
að lifa eðlilegu lífi (1). En hvað
er eðlilegt líf?
Almennt er talið að það sé
fólgið í því að hafa þak yfir höf-
uðið, vinnu við hæfi og gott fé-
lagslegt tengslanet.
í lögum um málefni fatlaðra
er skýrt kveðið á um að sveitar-
stjórnir skulu, eftir því sem kost-
ur er og þörf er á tryggja fram-
boð af leiguhúsnæði, félagslegu
kaupleigu- húsnæði og/eða fé-
lagslegum eignaríbúðum handa
þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru
á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði
sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrði eða
annarra félagslegra aðstæðna (2).
Boðið er upp á mismunandi búsetuform eftir
því hve viðkomandi einstaklingur þarf mikla
aðstoð til þess að geta búið sem sjálfstæðast.
Geðfatlaðir geta t.d. sótt um félagslegar íbúðir,
verndaðar íbúðir, sambýli og áfangastaði. Þessir
möguleikar eru í boði á vegum Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur, Svæðisstjórnar og Ör-
yrkjabandalagsins.
Vernduð heimili
Það er öllum löngu ljóst sem til þekkja að bú-
setuform fatlaðra þurfa að miðast við getu
þeirra. Vernduð heimili henta vel þeim skjól-
stæðingum sem hvorki treysta sér til né vilja
búa einir, en geta þó að mörgu leyti bjargað sér
ágætlega. Þessi heimili mættu vera fleiri og
gætu þau náð til stærri hóps með auknum
stuðningi, miðað við þarfir viðkomandi.
I lögum um málefni fatlaðra frá 1984 er lögð
áhersla á samskipan sem felur í sér að fötluðum
sé gert kleift að lifa við sömu aðstæður og skil-
yrði og aðrir í samfélaginu. Það felur m.a. í sér að
fatlaðir búi dreift meðal annarra íbúa. Þeir verði
sjáanlegir í samfélaginu og að samskipti fatlaðra
og ófatlaðra verði sjálfsögð og eðlileg (3).
Samstarf félagsráðgjafa á Geðdeild Landspít-
alans og Félagsmálastofnunar Reykjavíkur hófst
árið 1972. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á
hugtakið heimili. Astæða þess er sú að minna á
mikilvægi þess að sjálft búsetuformið líkist sem
mest venjulegu heimili, en ekki stofnun með
þjónustu. Verkefni félagsráðgjafa er að viðhalda
þessari hugmyndafræði eftir föngum, vera í
góðu sambandi við íbúana og til taks ef einhver
veikist. A hverju heimili er húsfundur haldinn
einu sinni í viku að meðaltali. Félagsráðgjafi er
þá til staðar til að taka á innanhússmálum, að-
stoða við ákvarðanatöku og sinna öðrum þeim
málefnum sem íbúarnir óska.
Frá Reykjavíkurborg kemur félagsleg heima-
þjónusta (4) og nokkrir íbúanna hafa liðveislu
samkvæmt lögum (5). Þurfi að ræða mál sem
varða íbúana persónulega er þeim bent á að fá
viðtal á göngudeild.
1 könnun sem gerð var 1993 á innlagnardög-
um fyrir og eftir búsetu á vernduðu heimili árin
1989-1992, kom í ljós að innlagnardögum fækk-
16 IÐJUÞJÁLFINN 2/98