Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Síða 27
RETTINDAGÆSLA
OG REKSTUR ÞJÓNUSTU
Geðhjálp á leið inn í nýja tíma
Geðhjálp hefur síðustu misserin unnið
að því að fá iðjuþjálfa til liðs við fé-
lagið. Tilgangurinn er að þróa áfram
þá starfsemi sem fer fram í félagsmið-
stöðinni, efla og auka fjölbreytni í frí-
stundatilboðum og gera þau að raun-
hæfu vali fyrir geðfatlaða. Reynslan af
félagsmiöstööinni hefur sýnt að skipu-
lögð starfsemi skilar sér best og þess
vegna er Geöhjálp að leita leiða til að
fjármagna starf iöjuþjálfa. Það hljóm-
ar metnaðarfullt af félaginu og áhuga-
vert fyrir fagaðila, aö Geðhjálp skuli
vilja laða iðjuþjálfa til samstarfs og
standa í rekstri þjónustu við geðfatl-
aða utan sjúkrastofnana.
Hér á eftir ætla ég að fara nokkrum
orðum um þá mótsögn sem felst í
starfi frjálsra félagasamtaka sem
réttindagæslu- og rekstraraðilar.
Hvað er það sem réttlætir að hags-
munasamtök eins og Geðhjálp reki
sjálft lögboðna þjónustu fyrir skjól-
stæöinga sína? Það gæti einnig verið
áhugavert fyrir iöjuþjálfa sem starfa
eða hyggjast starfa í sínu fagi fyrir
félagasamtök að deila meö mér þess-
um hugleiöingum og íhuga hvort þaö
eitt að starfa hjá frjálsum félagasam-
tökum kalli á aðra nálgun við við-
fangsefn sitt en starf hjá hinu opin-
bera eða hjá fyrirtæki.
Þriðja aflið
Geðhjálp eru fyrst og fremst hagsmunasamtök
og réttindagæsluaðili geðsjúkra og aðstand-
enda þeirra. Félagið var stofnað af áhugafólki
haustið 1979 og í fyrstu eingöngu rekið af sjálf-
boðaliðum. Fljótlega var þó ráðinn fram-
kvæmdastjóri til félagsins sem sá um opið hús í
félagsmiðstöðinni og sinnti öðru því sem ekki
var hægt að sinna í sjálfboðnu starfi. Geðhjálp
er stofnað sem andsvar sjúklinga og aðstand-
enda þeirra við valdi fagstétta innan Geðvernd-
arfélags Islands. En það félag var stofnað árið
1949 af læknum og öðru fagfólki. Geðhjálp
starfaði í 15 ár sem áhugamanna- og sjálfboða-
liðasamtök.
Arið 1994 var vendipunktur í starfsemi Geð-
hjálpar. Félagið gerði þjónustusamning við fé-
lagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra í Reykjavík um rekstur áfanga-
heimilis. Einnig jókst liðveisla við 30 geðfatlaða
sem flestir komu af langlegudeildum Landspít-
alans. Með þessum samningi hefst nýtt tímabil í
sögu Geðhjálpar. Félagið er orðið rekstraraðili
lögboðinnar opinberrar þjónustu og atvinnu-
mennska heldur innreið sína, við hlið sjálfboð-
inna starfa og áhugamennsku. Þessi breyting
kallaði á gagnrýni og fannst sumum félagið
hafa fjarlægst uppruna sinn með því að sitja nú
beggja vegna borðs sem hagsmunagæsluaðili
og rekstraraðili. Þessi gagnrýni er réttmæt og í
henni felst sannleikskorn sem ætíð ber að vera
vakandi yfir.
Almennt séð má líta á frjáls félagasamtök
sem þriðja aflið í þjóðfélaginu við hlið hins op-
inbera og markaðarins. Frjáls félagsamtök eru
ólík innbyrðis, en eiga það sameig-
inlegt að vera hvorki opinberar
stofnanir né fyrirtæki. Þau eru
jafnframt óháð hinu opinbera og
lúta ekki lögmáli markaðarins
um ágóða af starfsemi sinni.
Þegar litið er til sögu frjálsra
félagasamtaka á íslandi sjáum
við að í árdaga þeirra voru það
líknarfélög á borð við SÍBS,
Hringinn, Styrktarfélag vangef-
inna o.fl. sem gerðu stórvirki á
sviði heilbrigðis- og félagsmála með
rekstri sjúkrastofnana og þjónustumiðstöðva
fyrir sína skjólstæðinga. Þessi félög hafa öll lif-
að sitt blómaskeið og krepputíma. Þau hafa
brugðist við breyttum aðstæðum með mismun-
andi hætti og breytt um stefnu eða fundið sér
nýtt hlutverk. Geðhjálp hefur einnig kynnst
þessu blóma- og hnignunarskeiði og kemur til
með að gera það áfram. Sú leið sem Geðhjálp
kaus að fara árið 1994, hjálpaði félaginu út úr
Ingólfur H.
Ingólfsson
Félagasamtök líta á sig sem
frumkvöðla og byggja á eld-
móði félagsmanna og vilja til
sjálfshjálpar. Þetta leiðir hug-
ann að því sem nefna má lýð-
ræðisleg rök fyrir þátttöku
frjálsra félagasamtaka í
rekstri lögboðinnar þjónustu.
IÐJUÞJÁLFINN 2/98 27