Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Page 30
sögðu að við myndum nú ekki gleyma
tilganginum. Eftir á að hyggja, hefði mér
fundist vanta einn hlekkinn ef þessi
áfangi hefði ekki komið til. Hún Gail
sýndi það og sannaði í gegnum súrt og
sætt að hún er ákaflega snjöll og um-
gengnin við hana var ekki síst hluti af
náminu.
Við nemarnir höfðum samráð við
Guðrúnu Pálmadóttur og Snæfríði Þóru
Egilson kennara við námsbrautina í Há-
skólanum á Akureyri, hvað varðaði val
á efni fyrir þennan kennsluáfanga.
Kennsluskrá iðjuþjálfunarbrautarinnar á
Akureyri var notuð sem viðmið þegar
valið var kennsluefni til að kljást við.
Þessir tveir áfangar, klíníska rökfærslan
og kennslunámskeiðið sannfærðu mig
um að allt það sem á undan var gengið
hefði haft tilgang, því nú þurfti að nýta
þekkingu frá fyrri námskeiðum til að
geta lokið þessum tveimur.
Rannsóknarverkefnið
Rannsóknarverkefnið sem fór í full-
an gang veturinn 1997-1998 byggð-
ist líka á fyrri námskeiðum og
fylgdi okkur sem skuggi allan tím-
ann. Fyrsta hindrunin var að
ákveða efni til rannsóknar. Gail hóf
þegar að hamra á því þegar hún
kom hingað snemma vors 1995. En
þá vorum við nú bara uppteknar af
því hvort við skildum hana yfir höfuð
og hvort við gætum komið einhverju af
viti frá okkur á enskri tungu. Stærsta
freistingin var að gefast upp. Hugtakið
rannsókn var því ekki í orðaforða okkar
það vorið. En í fyrri Miamiferðl996 urð-
um við að taka ákvörðun um rannsókn-
arefni, því þá var einn námsáfanginn að
skrifa fyrstu þrjá kafla rannsóknarinnar.
Til glöggvunar, þá eru fimm kaflar í
rannsóknarverkefninu. Fyrsti kaflinn er
kynning á rannsókn: Hvers vegna velur
þú að rannsaka einmitt þetta viðfangs-
efni, hverju þú ert að reyna að svara,
hver er drifkrafturinn að baki rannsókn-
inni og færa svo sönnur á að þessi rann-
sókn hafi nú eitthvert gildi. Annar kafli
fjallar m.a. um hugmyndafræðina að
baki rannsókninni, auk þess að benda á
verk annarra um sama efni, hvað aðrir
hafi gert og sagt. Þú þarft að rekja þig í
gegnum heimildir sem tengjast rann-
sókninni og þær umsagnir sem finna má
um þá rannsóknaraðferð sem þú velur
til upplýsingaöflunar. Þriðji kafli fjallar
svo nánar um það með hvaða hætti þú
ætlir að svara rannsóknarspurningu
þinni eða -spurningum. Um hverja þú
ætlir að fjalla, hvort þú ætlir að að rann-
saka skoðanir fólks, getu eða eitthvað
allt annað. Ef um mannskepnuna er að
ræða, hvernig velur þú þá fólkið og
hvaða aðferðir notar þú við val á úrtaki?
Hvað og hvernig ætlar þú síðan að
mæla? Þessir þrír kaflar eru síðan lagðir
fyrir þriggja manna fagnefnd sem
ákveður hvort þú færð grænt ljós á að
framkvæma rannsóknina.
Vorið 1996 lögðum við allar fram
fyrstu þrjá kaflana og fengum samþykki
fagnefndarinnar. Eftir fyrstu Miamiferð-
ina, var alltaf verið að bæta við, m.a. í
annan kaflann. Tilvitnunum úr nýjum
greinum eða bókum var bætt við, sem
oft leiddi til þess að eitthvað nýtt kom
fram sem krafðist nánari athugunar.
Þannig var endalaust hægt að flétta inn í
rannsóknarverkefnið. Að nu'nu mati
voru spurningalistarnir tímafrekasta
vinnan og virtist aldrei ætla að taka
enda, þ.e.a.s. ef valin er sú aðferð til að
svara rannsóknarspurningum.
Þær voru ófáar sendingarnar milli
landa og pappírsstaflarnir með svörum
frá ýmsum aðilum hérlendis og frá Mi-
ami. Og ykkur, elsku iðjuþjálfar sem
urðuð svo fórnarlömb nokkurra spurn-
ingalista, fannst nú ýmsu ábótavant og
langt frá því að þetta væri nógu gott,
þrátt fyrir alla þessa vinnu. Ég get því
fullyrt að þetta er endalaus vinna og
þyrfti í raun hóp sérfræðinga í mismun-
andi greinum ef vel ætti að fara. Ég veit
að mörgum ykkar fannst sumar spurn-
ingarnar kannski marklausar og aðrar
úti á túni. En við, rannsóknarmennirnir í
þessu tilviki, vorum að læra og hluti af
lærdómnum eru mistökin, því af þeim
lærist oft mest. Nú hef ég mikla samúð
með þeim sem senda út spurningalista
og reyni að svara þeim eftir bestu getu,
því nú veit ég hve mikil vinna liggur að
baki og ekki síst mikilvægi þess að sem
flestir svari.
Ég ætla að nota tækifærið og þakka
öllum iðjuþjálfum hér á landi kærlega
fyrir góða þátttöku í könnunum okkar
Margrétar í febrúar 1998. Þátttakan ein
og sér sýnir einstaka faghollustu og
metnað í okkar röðum. Áhugi minn fyrir
stéttinni og öllum þeim fjölbreytileika
sem í henni býr hefur aukist til muna.
Þær ykkar sem hafa áhyggjur af því að
nú eigi að gera þetta fag alltof
akademískt þurfa ekkert að óttast. Iðju-
þjálfastéttin þarf engu síður að hafa há-
fleyga einstaklinga á sínum snærum sem
geta gleymt sér í heimspekilegum
vangaveltum og einstaklinga sem hafa
þor, sköpunargáfu og þolinmæði til að
rannsaka einstaka hluti ofan í kjölinn.
Það táknar á engan hátt að hin
klíníska vinna verði minna metin,
því rannsóknir beinast að því að
gera vinnu okkar markvissari og
skilvirkari.
1 röðum iðjuþjálfa þarf því flóru
mismunandi manna með ólíka
hæfileika til að fagið þróist. Það
þarf að efla þekkingu sem nýtist
mannskepnunni á sem flestum
sviðum og til þess þarf nálgun frá
sem flestum sjónarhornum. Það er
engin önnur stétt betur til þess fallin
en iðjuþjálfastéttin að rannsaka iðju og
tengsl hennar við heilbrigði og krank-
leika. Það er í hennar verkahring að
uppgötva nýjar leiðir sem hafa áhrif á
virkni, hlutverk og að efla ánægju við
daglega iðju. Ef það kemur annars stað-
ar frá, er hætta á að það samrýmist ekki
þeim hugmyndafræðilega grunni sem
fagið byggir á. Iðjuþjálfastéttin þarf að
geta laðað að sér einstaklinga sem hafa
áhuga og þor til að rannsaka fyrirbæri
sem ekki tengjast hinu hefðbundna og
því verður iðjuþjálfanámið að höfða til
breiðari hóps en það hefur gert hingað
til.
Gleymun sorg og sút
Nemarnir sex litu ekki sérlega vel út
þegar ég kom til Miami í byrjun maí
1998. En ég kom mánuði seinna eins og
fyrr er nefnt. Það var því engin tilhlökk-
un að takast á við þau verkefni sem þær
voru þegar búnar að ljúka. Þær höfðu
lokið fjórða og fimmta kafla og voru að
undirbúa vörn rannsókna sinna fyrir
nefndina. I fimmta kafla fær rannsak-
Það þarf að efla þekkingu sem nýtist
mannskepnunni á sem flestum sviðum og
til þess þarf nálgun frá sem flestum
sjónarhornum. Það er engin önnur stétt
betur til þess fallin en iðjuþjálfastéttin
að rannsaka iðju og tengsl hennar við
heilbrigði og krankleika. Það er í hennar
verkahring að uppgötva nýjar leiðir sem
hafa áhrif á virkni, hlutverk og að efla
ánægju við daglega iðju.
30 IÐJUÞJÁLFINN 2/98