Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 6

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 6
Svipmynd af formanni IÞI Kristín Sóley Sigursveinsdóttir var á síðasta ári kjörin formaöur löjuþjálfa- félags íslands. Hún lauk prófi í iðju- þjálfun frá Kaupmannahöfn 1988. Ritnefnd þótti viö hæfi aö bregöa upp svipmynd af nýjum formanni. Kristín tók við formannsstarfinu af Hope Knútsson en hún hafði gegnt for- mennsku allt frá stofnun IÞÍ árið 1976. Kristín hefur ekki áður setið í nefndum félags- ins, en ákvað að slá til eftir að stjóm þess leit- aði til hennar um að gefa kost á sér. -Mér hafði sjálfri ekki komið til hugar að bjóða mig fram, nema í einhverju spaugi fyrir norðan. Okkur iðjuþjálfum hér á Norðurlandi hefur oft þótt við vera fjarlæg félaginu. Við höfum talað um að taka að okkur ein- hver nefndarstörf en aldrei látið verða af því. Það er ekkert sem mælir gegn því að einhverjar af nefndum félagsins eða fulltrúar þeirra gætu verið fyrir norðan. Þegar þess var farið á leit við mig að taka að mér formannsembættið tók ég mér dálítinn tíma til umhugsunar. Astæðan fyrir því að ég sló til var sú að mig langaði til þess. Ég hafði ýmsar efa- semdir og sá fullt af hindrunum sem mæltu á móti því að ég tæki þetta að mér. Mig langaði samt til að leggja mitt af mörkum og taka þátt í að þróa félagið. Þar að auki þótti mér spennandi að takast á við það að vera hér fyrir norðan en aðrir í stjórn- inni búa í Reykjavík. Tæknin hjálpar okkur, við höldum símafimdi og nýtum tölvupóstinn mikið. Ég held jafnvel að stjórnin myndi ekk- ert hittast oftar þótt við værum allar á sama stað. Það skelfdi mig dálítið að taka við af Hope. Það er erfitt að fara í eitthvað sem annar hefur borið á herðum sér frá upphafi og Hope hefur skipað mikinn virðingarsess í hugum fé- lagsmanna. Þar sem ég hafði ekki reynslu af nefndarstarfi innan félagsins var margt sem ég þurfti að kynna mér. í stjórninni eru ýmis verkefni sem gaman er að takast á við t.d. það að skýra betur störf þeirra sem vinna í nefnd- um. Við þurfum að skilgreina hvað fulltrúar nefnda gera, hvaða starfsemi er í gangi og hvernig ber fólkið sig að. Ennfremur er það brýnt verkefni að koma á fót fleiri stöðugild- um fyrir iðjuþjálfa. Við verðum að koma sjón- armiðum okkar á framfæri og hafa áhrif á þróun þjón- ustu innan heilbrigð- iskerfisins og víðar. Mér finnst þetta allt mjög spennandi. Það er bæði mikil þróun í faginu og síðan er fé- lagið á tímamótum þar sem við sjáum að það mun stækka verulega í nánustu framtíð, segir Kristín. Iðjuþjálfun heillaði Kristín er fædd 1962 á Akureyri þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi. Að loknum grunnskóla fór hún í Mennta- skólann þar í bæ og lauk stúdentsprófi frá félagsfræðibraut. Hún sat í hagsmuna- ráði nemenda og Kristín ásamt Sveini og Huidi við Hraunsvatn í Öxnadal. 6 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.