Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Page 11
Gerð heilablóðfalls og staðsetning þess í
heilanum geta valdið mismunandi einkennum.
Skaði í hægra heilahveli getur til dæmis orsak-
að gaumstol á nánasta umhverfi (unilateral
spatial neglect). Einstaklingar með slíka röskun
veita ekki hlutum athygli eða nota ekki hluti
sem eru í skertu sjónsviði. Skaði í vinstra heila-
hveli getur valdið bæði málstoli (afasia) og
hreyfiverkstoli (motor apraxia), sem veldur því
að einstaklingur á í erfiðleikum með að hand-
fjatla áhöld (Guðrún Árnadóttir, 1990, 1998).
Margar rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl á milli
færniröskunar við athafnir daglegs lífs og
gaumstols (unilateral neglect) (Denes, Sem-
enza, Stoppa og Lis, 1982; Kotila, Niemi og
Laaksonen, 1986; Carter, Oliveria, Duponte og
Lynch, 1988; Chen-Sea, Henderson og Cer-
mark, 1993). í ýmsum rannsóknum sýna niður-
stöður einnig tengsl á milli fæmi við ADL og
röskunar á taugaatferli öðru en gaumstoli
(Jesshope, Clark og Smith, 1991; Titus, Call,
Yerxa, Roberson og Mack, 1991; Walker og
Lincoln, 1991). Rannsóknir hafa ekki sýnt fram
á afgerandi mun á milli staðsetningar röskunar
í hægra eða vinstra heilahveli og fæmi (Denes
o.fl., 1982; Edmans og Lincoln, 1990; Johann-
son, Jadbáck, Norrving og Widner, 1992).
Bandarískur iðjuþjálfi (Rubio, 1994) rann-
sakaði tengsl á milli færni við daglegar athafnir
og taugaatferlis hjá 51 einstaklingi sem fengið
höfðu heilablóðfall. Hún notaði tvo kvarða frá
,,The Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral
Evaluation" (A-ONE) mælitækinu, þ.e. Funct-
ional Independence Scale (FIS) og Neuro-
behavioral Specific Impairment Subscale
(NSIS). Hún reiknaði fylgni á milli heildamið-
urstaðna úr athöfnunum að klæðast/afklæð-
ast, snyrta sig, flytja sig/komast um á dvalar-
stað og borða og þeirra einkenna sem draga úr
færni. Tjáskipti voru ekki metin þar sem stiga-
gjöfin er frábrugðin. Niðurstöðurnar bentu
ekki til margra marktækra tengsla á milli at-
hafna daglegs lífs og taugaatferlis. í öllum
hópnum fundust einungis marktæk tengsl á
milli þess að snyrta sig og skertrar hreyfigetu
(abnormal tone) í vinstri líkamshelmingi. Þegar
hópnum var skipt upp í tvo hópa eftir því
hvort skaðinn væri í hægra eða vinstra heila-
hveli komu fram fleiri marktæk tengsl. Mark-
tæk tengsl fundust í hægri heilahvelshópnum
á milli gaumstols á nánasta umhverfi, skertrar
hreyfigetu í vinstri líkamshelmingi og athafn-
arinnar snyrting. í vinstri heilahvelshópnum
fundust marktæk tengsl annars vegar á milli
athafnarinnar snyrting, verkstols og skertrar
hreyfigetu í hægri líkamshelmingi og hins veg-
ar þess að klæðast og skertrar hreyfigetu í
hægra líkamshelmingi (Rubio, 1994). Eitt af því
sem gæti skýrt niðurstöðurnar, þ.e. hversu fá
marktæk tengsl komu fram er að upplýsingar
tapast þegar fylgni er reiknuð á milli taugaat-
ferlis og heildarniðurstaðna úr fjórum ADL
verkum (klæðast/afklæðast, snyrta sig, flytja
sig/fara um á dvalarstað og borða). Rannsókn-
in leiddi ekki í ljós mismun á milli færni ein-
staklinga í hægri og vinstri heilahvelshópnum.
Þau tengsl sem fundust styðja kenningar um
sérhæfingu heilahvelanna (Rubio, 1994).
Einstaklingar sem fengið hafa heilablóðfall
er fjölmennur hópur hjá iðjuþjálfum sem starfa
við endurhæfingu fullorðinna. Markmið iðju-
þjálfunar er að efla
færni einstakling-
anna við athafnir
daglegs lífs
þannig að hver og
einn öðlist aukið
sjálfstæði og lífs-
fyllingu (Guðrún
Árnadóttir, 1990,
1998; Lillý H.
Sverrisdóttir,
1994; Trombly,
1995a). Markmið
rannsóknar minn-
ar líkt og rann-
sóknar Rubio
(1994) var annars
vegar að kanna eðli tengsla á milli fæmi við at-
hafnir daglegs lífs og einkenna vegna skerts
taugaatferlis og hins vegar að kanna hvort
munur væri á færni einstaklinga sem ýmist
höfðu fengið heilablóðfall í vinstra eða hægra
heilahveli. Skilningur á þessum tengslum auð-
veldar iðjuþjálfum að setja fram markvissa
þjálfunaráætlun.
Af þeim sem eru á lífi ári eftir heilablóð-
fall, má reikna með að um 80% séu heima
en 20% á hjúkrunarheimilum. Um fjórð-
ungur þeirra sem heima eru þurfa ein-
hverja aðstoð við daglegar athafnir. Fram-
kvæmd daglegra athafna krefst óskertrar
heilastarfsemi. Heilablóðfall getur haft í
för með sér röskun á taugaatferli og getur
slíkt valdið skertri færni við athafnir dag-
legs lífs (ADL). Skerðing á heilastarfsemi
vegna heilablóðfalls getur orsakað röskun
á sérstökum hæfniþáttum sem eru nauð-
synlegir við framkvæmd ADL.
Eftirfarandi tilgátur voru settar fram:
1 Flest tengsl eru á milli einkennisins gaumstol
(unilateral body neglect) og fæmi við athafn-
ir daglegs lífs.
2 Röskun á taugaatferli mun oftast hafa áhrif á
fæmi við að klæðast/afklæðast.
3 Einstaklingar með skaða í hægra heilahveli
munu hafa skertari færni við athafnir dag-
legs lífs en einstaklingar með skaða í vinstra
heilahveli.
Rannsókn mín er frábrugðin ofangreindum
rannsóknum að rannsókn Rubio (1994) undan-
skilinni, að því leyti að sjálfsbjargargeta og
taugaatferli er metið samtímis með sama mæli-
tæki. I öðrum rannsóknum þar sem könnuð
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 11