Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 13 sat námskeiðið í Endurmenntunarstofnun 2003. „Það sem ég lærði þar hefur gagnast mér vel í samstarfinu við fjölskyldur barnanna og ég hef svo áttað mig á að Calgary­hugmyndafræðin hentar ekki síður vel á öllum klínískum deildum,“ segir Elísabet. Elísabet lauk meistaranámi 2007 og tengdist lokaverkefni hennar Calgary­ hugmyndunum. Á sama tíma var Anna Stefánsdóttir búin að ákveða að taka upp fjölskylduhjúkrun á Landspítala og var að leita að verkefnisstjóra. Staðan er hlutastarf sem hentar Elísabetu vel. „Ég hafði mjög mikinn áhuga á því að breiða út boðskapinn og tók að mér að stýra verkefninu en ég vildi alls ekki hætta í klíníkinni. Þaðan fæ ég tenginguna við fræðin og það er afskaplega hjálplegt þegar kemur að því að fá aðra hjúkrunarfræðinga til fylgis við þessar hugmyndir. Ég finn mig fyrst og fremst í klíníkinni.“ En hvað kom til að ráðist var í þetta verkefni? Eins og fyrr segir hafði verið byrjað að nota Calgary­líkanið nokkrum árum áður á krabbameinsdeildum. Önnu Stefánsdóttur leist mjög vel á þann árangur sem náðist þar. „Árangurinn af þessu verkefni á krabbameinsdeildum var þess eðlis að ég ákvað í samvinnu við sviðsstjóra hjúkrunar að innleiða þetta á öllum sviðum Landspítala,“ segir Anna. „Eitt atriði, sem hafði mikil áhrif á að ég tók þessa ákvörðun, var að ég átti samtal við hjúkrunarfræðing á 11E sem sagði mér að í hennar huga væri fjölskylduhjúkrun kjarni hjúkrunar. Að hennar sögn hefði það að innleiða fjölskylduhjúkrun á deildina verið það besta sem hafði gerst í hjúkrun á deildinni. Svo hitti ég Lorraine Wright og ræddi við hana. Þegar ég sagði að ég væri að hugsa um að innleiða fjölskylduhjúkrun á öllum spítalanum varð hún alveg uppnumin.“ „Hjúkrunarfræðingurinn á 11E sagði mér líka að það bætti mikið samskipti við fjölskyldur og sparaði tíma að nota þessa hugmyndafræði. Fjölskyldan fengi betri þjónustu og samt sparaðist tími í samskiptum. Hún hefur sagt mér þetta oftar en einu sinni og nú síðast á ráðstefnunni í júní. Það er svo mikil hjúkrun í þessu líkani. Það fjallar um nærveru, samskipti og umhyggju þannig að mér fannst það svo satt að þetta sé kjarni hjúkrunar. Svo fannst mér að við þyrftum á því að halda að koma með eitthvað sem hjúkrunarfræðingum fyndist vera fyrir okkur og við gætum byggt á,“ segir Anna. Allir hjúkrunarfræðingar noti aðferðir fjölskylduhjúkrunar Elísabet var ráðin til fjögurra ára og gengur verkefnið vel. Fyrir hana hefur verkefnið verið mikil og góð reynsla. „Það hefur verið afar ánægjulegt fyrir Elísabet Konráðsdóttir er verkefnisstjóri fyrir innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. mig að fá að taka þátt í þessu verkefni. Ég, sem nær eingöngu hef starfað á barnasviði, hef nú fengið tækifæri til að kynnast hjúkrunarfræðingum á öðrum deildum og sviðum og því fjölbreytta og frábæra starfi sem þar fer víða fram,“ segir Elísabet. Verkefnið fékk gæðastyrk frá Landspítala og heilbrigðisráðuneytinu 2008 og hafa þessir styrkir meðal annars staðið undir kostnaði við gerð kynningarefnis. Markmiðið með verkefninu er að allir hjúkrunarfræðingar spítalans þekki og noti fjölskyldumats­ og meðferðarlíkanið. Í því felst að geta búið til svokallað fjölskyldutré og framkvæmt stutt meðferðarsamtal. Að sögn Önnu Stefánsdóttur styður fjölskylduhjúkrun vel við það markmið spítalans að bæta gæði þjónustunnar og um leið stytta legutíma. „Vegna þess að samskipti við fjölskyldur batna þá byrjar fjölskyldan fyrr að undirbúa sig fyrir útskrift og þetta hjálpar spítalanum að ná sínum markmiðum við að útskrifa sem fyrst,“ segir Anna. Önnur markmið eru að bæta skráningu og auka rannsóknir innan fjölskylduhjúkrunar. Stefnt er að því að í lok verkefnisins liggi fyrir niðurstöður 20 rannsóknarverkefna og í leiðinni hafi nokkrir hjúkrunarfræðingar lokið meistara­ og doktorsnámi þar sem fjölskylduhjúkrun er í brennidepli. Síðastliðið ár hafa um 800 hjúkrunar­ fræðingar farið á samtals 21 námskeið. Um 5­600 hjúkrunarfræðingar eiga eftir „Þetta er það besta sem hefur gerst í hjúkrun á minni deild,“ sagði hjúkrunarfræðingur við Önnu Stefánsdóttur og hafði það mikil áhrif á ákvörðun hennar að taka upp Calgary­fjölskyldumats­ og meðferðarlíkanið á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.