Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200926 Dagana 20. til 22. ágúst 2009 sóttu níu hjúkrunarfræðingar af hjarta­ og lungnaskurðdeild og tveir skurð hjúkrunar­ fræðingar í hjartateymi Landspítala ráð­ stefnu í Stokkhólmi. Um nokkuð sögu­ legan viðburð var að ræða þar sem ráð­ stefnan var sú fyrsta sem haldin var undir sameiginlegu merki félags skurðlækna (SATS), sérfræðinga á hjarta­ og lungna­ vél (SCANSECT) og nýstofnaðs félags hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SATNU, Scandinavian association of thoracic nurses) sem sinna sjúklingum sem þurfa á brjóstholsskurðaðgerðum að halda. Forsaga stofnunar SATNU er sú að fram til ársins 2006 höfðu úr hópi hjúkrunarfræðinga nær eingöngu skurð­ hjúkrunarfræðingar sótt árlegar ráð­ stefnur SATS og SCANSECT. Þegar ráðstefnan var haldin á Íslandi það ár var lögð fram tillaga um að stofna formlega samtök allra hjúkrunarfræðinga sem taka þátt í umönnun þessa sjúklingahóps. Vel var tekið í þá hugmynd og ári seinna höfðu nokkrir hjúkrunarfræðingar myndað vinnuhóp sem hittist í Helsinki og var ákveðið að þróa hugmyndina áfram og hafa félög skurðlækna og sérfræðinga á hjarta­ og lungnavél sem fyrirmynd. Árið 2008 var síðan SATNU stofnað á ráðstefnu SATS og SCANSECT í Kaupmannahöfn og er það félag ætlað skurðhjúkrunarfræðingum, gjör­ gæsluhjúkrunarfræðingum og hjúkrunar­ fræðingum á legudeild sem sinna sjúklingum sem fara í brjóst hols aðgerðir. Við stofnun félagsins í Kaupmannahöfn voru kjörnir fulltrúar í stjórn, einn hjúkrunarfræðingur frá hverju Norður­ landanna, og fengu þeir það verkefni að semja lög og reglur félagsins svo og að undirbúa og velja fyrirlestra fyrir næstu ráðstefnu. Stjórnin hafði lítil fjárráð og því var ákveðið að stjórnarmenn myndu hittast á fundum í samskiptaforritinu Skype á fyrirframákveðnum tíma. Voru haldnir um átta fundir þar sem lagðar voru línurnar fyrir reglur og starfsemi SATNU sem bera skyldi undir aðalfund sem haldinn yrði eftir ráðstefnuna í Stokkhólmi 2009. Að auki var nýtt merki félagsins hannað og vefsíða þess smíðuð. Á árinu var einnig stofnuð vísindanefnd innan SATNU sem hefur það hlutverk að velja fyrirlestra og kynningar á ráðstefnur og situr einn aðili frá hverju landi í henni. Við stofnun félagsins nutum við mikils stuðnings frá félögum lækna og sérfræðinga á hjarta­ og lungnavél og gátum við nýtt okkur reynslu þeirra af myndun slíks félags. Díana Dröfn Heiðarsdóttir, dianadh@landspitali.is RÁÐSTEFNA UM BRJÓSTHOLSSKURÐAÐGERÐIR Vinna stjórnarmanna SATNU næsta árið mun felast í að afla félagsmanna í félagið og leggja enn frekari línur um hvað slíkt félag getur gert fyrir félagsmenn sína. Slíkt félag er mikilvægt þar sem tengsl milli hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum skapast og eflast og þeir fá vettvang á ráðstefnum sem og á heimasíðu félagsins til að kynna verkefni sín og vinnu hver fyrir öðrum. Fyrir Íslands hönd sitja nú í félaginu þær Díana Dröfn Heiðarsdóttir sem stjórnarmaður og Brynja Ingadóttir í vísindanefnd SATNU. Gerast má meðlimur í félaginu á heimasíðu þess, www.satnu.org. Ráðstefnan í Stokkhólmi var vel sótt og komu um 300 hjúkrunarfræðingar á hana. Fyrirlestraskráin og veggspjaldasýningin voru mjög góðar og metnaðarfullar og komu inn á margt sem snýr að hjúkrun sjúklinga sem fara í brjóstholsaðgerð. Meðal annarra kynnti Heiða Steinunn Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjarta­ og lungnaskurðdeild LSH, niðurstöður rannsóknar sem unnin var undir stjórn dr. Herdísar Sveinsdóttur um reynslu hjartaskurðsjúklinga af veittri fræðslu og mat þeirra á fræðsluþörf fyrir og eftir aðgerð og nefndist fyrirlestur hennar Patient education in a representative sample of patients having elective Steinunn Arna Þorsteinsdóttir við veggspjaldið sitt á ráðstefnunni í Stokkhólmi. Stofnað hefur verið félag hjúkrunar­ fræðinga á Norðurlöndum sem sinna sjúklingum sem þurfa að fara í brjóst hols skurðaðgerð. Hér er sagt frá stofnuninni og sam­ eiginlegri ráðstefnu lækna, sér­ fræðinga á hjarta­ og lungna vél og hjúkrunarfræðinga í Stokkhólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.