Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200930 Inngangur Til skamms tíma hefur ekki þótt eftir­ sóknarvert að eldast og er tíma bært að breyta þeirri útbreiddu skoðun. Í vestrænum þjóðfélögum hefur megin­ áherslan verið á framleiðni og einstakl­ ingurinn metinn eftir framlagi hans til samfélagsins. Síðastliðna þrjá áratugi hefur sænski öldrun ar fræðaprófessorinn Lars Tornstam unnið að kenningu sem hann nefnir öldrunar innsæi. Rannsóknarstarfið fólst ein göngu í viðtölum við aldraða en sú aðferð var þá ný af nálinni. Árið 2005 kom út bók hans Gerotranscendence: A developmental theory of positive aging og í framhaldi af því skrifaði Helga S. Ragnarsdóttir félagsráðgjafi grein þar sem hún kynnti kenninguna um öldrunarinnsæi í tímaritinu Öldrun, 2. tbl. 2006. Þegar ég kynnti áhuga minn á öldrunar­ innsæiskenningunni fyrir Tornstam og spurði hann hvaða efni hann mælti með ef ég myndi skrifa grein um kenninguna, benti hann mér á þrjár tímaritsgreinar sem birtust í ritinu International journal of Older People Nursing árið 2007 (sjá nánar í heimildaskrá). Efni þessara greina taka mest mið af öldruðum á stofnunum og hef ég því nýtt mér margt í bók Tornstams þar sem hann lýsir kenningunni meira út frá öldrunarferlinu almennt í daglegu lífi fólks. Tornstam heimsótti Ísland fyrir skemmstu og hélt fyrirlestur um öldrunarinnsæi í Háskóla Íslands fyrir fullum sal af áhugasömum áheyrendum. Með samtölum við aldraða komst Tornstam að því að það eru þrjár víddir í lífi einstaklingsins sem taka breytingum: alheimsvíddin þar sem tími og rúm taka á sig breytta mynd, vídd sjálfsins, en hún lýsir því hvernig einstaklingurinn leitar inn á við og skoðar jákvæðar og neikvæðar hliðar sjálfs sín, og vídd félags­ og persónulegra tengsla en í henni felast breyttir samskiptahættir, einstaklingurinn verður vandlátari og hann hefur meiri þörf fyrir einveru. Kenningin um öldrunarinnsæi fjallar um það að einstaklingurinn skilgreinir raunveruleikann upp á nýtt og öðlast með því nýja sýn á sjálfan sig og tilveruna. Hún er nýjung sem gæti lyft öldruðum skör hærra í virðingarstiganum. Öldrunarkenningar Unnt er að skipta öldrunarkenningum í tvo flokka: líkamlegar kenningar, sem lýsa þeim breytingum sem líkaminn verður fyrir við að eldast, og félagssálfræðilegar kenningar. Kjarninn í félagssálfræðilegum kenningum er að kanna mannlegan þroska og öldrun með tilliti til einstaklingsbundinna breytinga á vitsmunasviði, í hegðun og í félagslegum samskiptum. Þær spanna mismunandi þætti í öldrunarferlinu en fjalla aðeins óbeint um jafn mikilvæga þætti og þá sem varða viðhorf okkar til umönnunar. Mikilvægt er að átta sig á að slíkar kenningar hafa áhrif á tilfinningu starfsfólks á öldrunarstofnunum fyrir því að eldast. Allir sem komnir eru yfir miðjan aldur ættu að kynna sér kenninguna svo þeir átti sig á hvaða breytingum þeir hafa tekið og hverju má búast við. Aðstandendum aldraðra ætti þessi nýja kenning einnig að vera kærkomin þar sem hún víkkar sjóndeildarhring þeirra og gerir þeim betur kleift að skilja aldraða ættingja. Stutt lýsing á kenningunni um öldrunarinnsæi Árið 1989 kynnti Tornstam kenningu sína um öldrunarinnsæi en samkvæmt henni er lögð áhersla á breytingar og þroska einstaklingsins á öllu æviskeiðinu og hefur hann þar með kynnt til sögunnar nýjan skilning á öldrun. Að sögn Tornstams er ellin enn eitt þroskatímabil mannsins og þegar best lætur endar það með nýrri heildarsýn. Kenningin lýsir tilfinningunni sem fylgir því að eldast og einnig hvað það er sem einkennir eðlilega og farsæla öldrun. Einnig útskýrir hún hvernig unnt er að skekkja þetta þroskaferli eða misskilja það vegna ríkjandi verðmætamats í samfélagi hins aldraða. Tornstam lýsir ekki aðeins öldrunarferlinu og hvernig unnt er að öðlast lífsvisku heldur útskýrir hann einnig hvað það hefur í för með sér að öðlast umrædda visku og sýna merki um öldrunarinnsæi. Ingunn Stefánsdóttir, ingunn­s@mi.is ER ÓÞARFI AÐ KVÍÐA ELLINNI? Á seinni árum hefur komið fram ný og áhugaverð kenning um hvernig hugsun fólks breytist þegar það eldist. Hér er sagt frá þeirri kenningu og hvernig er hægt að nota hana við umönnun aldraða. Ingunn Stefánsdóttir er djáknakandídat og með BA­próf í ensku. Hún er sjálfstætt starfandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.