Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200950 við ótta tengdan dauðanum, 12) taka virkan þátt í meðferð, 13) bæta samskipti við aðra í fjölskyldunni, 13) hafa stjórn á verkjum og öðrum einkennum, 14) eiga auðvelt með að ná sambandi við aðra, 15) fá tækifæri til að skrifa um reynslu sína (Fernsler og Manchester, 1997; Han og Belcher, 2001). Ástæður þess að fólk tekur ekki þátt í stuðningshópum Rannsóknir á þátttöku einstaklinga í stuðningshópum beinast mun oftar að því af hverju fólk tekur þátt en af hverju fólk tekur ekki þátt. Þess vegna eru mun færri rannsóknir til sem benda á ástæður þess að fólk kýs að taka ekki þátt í stuðningshópum. Niðurstöður rannsókna hafa meðal annars sýnt að aðstandendur taka ekki þátt í stuðningshópum vegna þess að: 1) þeir vita ekki af þjónustunni, 2) þeim finnst þeir ekki fá stuðning af þátttöku í hópnum, 3) þeim finnst þeir ekki falla inn í hópinn, 4) þeir eru með nægan stuðning fyrir, 5) þátttakan er aukabyrði þar sem ástandið er nógu erfitt fyrir, 6) erfitt er fyrir þá að fara að heiman og skilja hinn veika eftir, 7) þeir hafa áhyggjur af því að þátttaka muni koma þeim í uppnám, 8) fundir eru á óheppilegum tímum, 9) þeim finnst erfitt að ræða um einkalíf sitt við ókunnuga, 10) þeir hafa samviskubit þar sem þeir fá tækifæri til þess að ræða málin en ekki sá sem er veikur og 11) þeir halda að þjónustan muni ekki gagnast þeim (Milberg o.fl., 2005; Rankin o.fl., 2004; Ussher o.fl., 2008). Chesler og Chesney (1995) skoðuðu meðal annars ástæður þess að foreldrar barna, sem greinst höfðu með krabbamein, ákváðu að taka ekki þátt í stuðningshópi. Samkvæmt þeirra niðurstöðum voru ástæður þess: 1) fjarlægð milli heimilis og fundarstaðar, 2) skortur á upplýsingum um hópinn, fundi hans og starfsemi, 3) afneitun foreldra á þeirri staðreynd að ástandið var lífshættulegt eða óþægindi í tengslum við að takast á við tilfinningalega þætti og deila tilfinningum sínum með öðrum, 4) andleg og tilfinningaleg spenna í tengslum við veikindin, einkum þegar mikið álag var til staðar og stuttu eftir greiningu og 5) hópar sem tóku ekki á móti breiðum hópi af foreldrum, störfuðu ekki á áhrifaríkan hátt eða leituðu ekki eftir því að fá nýliða inn. Í tengslum við fjarlægð frá fundarstað var það ekki beinlínis vegalengd í kílómetrum sem hafði úrslitaáhrif á þátttöku heldur hversu langt fólki fannst það þurfa að fara til þess að hitta hópinn. Það kom þó fram að þeir sem bjuggu í dreifbýli áttu erfiðara með að sækja fundi. Foreldrar, sem vissu ekki af stuðningshópnum, höfðu ekki hugmynd um hvað hann gerði eða ekki var haft samband við og reynt að laða að hópnum, voru ólíklegri til þátttöku. Hvað varðaði andlega og tilfinningalega spennu var álag stundum það mikið að foreldrar treystu sér hreinlega ekki til þess að taka þátt í stuðningshópi. Þeir sem kusu að taka ekki þátt í stuðningshópum voru líklegri til þess að álíta að stuðningshópar drægju alls ekki úr streitu, til dæmis að hópnum mistækist að draga úr tilfinningaálagi, einmanaleika og reiði foreldra. Þeir sem kusu að taka ekki þátt voru einnig líklegri til þess að telja að stuðningshópar veittu villandi upplýsingar og mistækist að veita fólki aðstoð við að leysa úr vandamálum. Þessir einstaklingar voru einnig líklegri til þess að telja að stuðningshópar hvettu til óhefðbundinnar meðferðar og óviðeigandi leiða til þess að takast á við vandamál. Ástæður þess að foreldrar, sem voru þátttakendur, mættu stundum ekki á fundi voru til dæmis tímaskortur, orkuleysi, að fundarefni höfðaði ekki til þeirra auk ýmislegs sem varðaði skipulagningu. Einstaklingar, sem vildu ekki taka þátt í hópum, töldu til ofangreinda þætti en bættu auk þess við að þeir vildu ekki taka þátt þar sem þeir vildu næði og að of mikil tilfinningasemi væri í hópnum. Tölvutengdir stuðningshópar Tölvutengdur stuðningshópur er stuðningsúrræði þar sem einstaklingar eiga samskipti sín á milli í gegnum tölvu í stað þess að hittast augliti til auglits eins og í hefðbundnum stuðningshópum. Megintilgangur slíkra hópa er að veita tilfinningalegan stuðning og upplýsingar (Ljungman o.fl., 2003; Meier o.fl., 2007). Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að tölvu, viðeigandi hugbúnaði og tengingu við veraldarvefinn. Samskipti geta farið fram með því að nota tölvupóst, skilaboðatöflur eða spjallsvæði á veraldarvefnum. Eins og í hefðbundnum stuðningshópum geta þátttakendur komið með fyrirspurnir, deilt upplýsingum og reynslu sinni, hjálpað öðrum, látið í ljós áhyggjur, boðið ráð og stuðning og haft gaman af (Hill og Weinert, 2004; van Uden­Kraan o.fl., 2008b). Talið er að tölvutengdir stuðningshópar geti veitt stuðning og upplýsingar á við hefðbundna stuðningshópa. Aftur á móti hittast þátttakendur ekki augliti til auglitis í tölvutengdum stuðningshópum, að minnsta kosti ekki reglulega eða oft, og í sumum þeirra er hægt að njóta nafnleyndar. Rannsóknir benda til þess að almennt sé umræðan málefnaleg í tölvutengdum stuðningshópum og því ekki ástæða til að hræðast að umræður fari úr böndunum, upplýsingar séu ekki áreiðanlegar eða að þátttakendur sýni ekki fyllstu kurteisi og háttvísi (Meier o.fl., 2007; van Uden­Kraan o.fl., 2008a). Í nýlegri rannsókn var metið hvort foreldrar barna á Íslandi, sem greinst hafa með krabbamein, vildu nýta sér tölvutengdan stuðningshóp, hvort hann hugsanlega hefði áhrif á heilsu og líðan foreldranna, hvort foreldrar skynjuðu gagnkvæman stuðning af hópnum og hvernig foreldrar nýttu sér hópinn. Í úrtakinu voru foreldrar barna sem greinst höfðu með krabbamein og innan við fimm ár voru liðin frá lokum meðferðar. Alls var 58 einstaklingum boðin þátttaka og tók 21 þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þessi hópur foreldra vilji nýta sér tölvutengda stuðningshópa með góðum árangri og að styrkja megi meðferðargildi stuðningshópa innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi (Bragadottir, 2008). Tölvutengdir stuðningshópar geta að miklu leyti veitt þann stuðning sem hefðbundnir stuðningshópar bjóða þótt slíkur stuðningur geti ef til vill ekki komið alveg í staðinn fyrir þann stuðning sem fólk getur veitt hvert öðru þegar það hittist augliti til auglitis. Líkamleg fjarlægð þátttakenda og það að þeir eru háðir tæknilegum tengingum er það sem aðallega greinir á milli tæknivæddra stuðningshópa og stuðningshópa þar sem fólk hittist augliti til auglits (Galinsky o.fl., 1997). Rannsóknir hafa sýnt að tölvutengdum stuðningshópum fylgja bæði kostir og ókostir sem geta haft áhrif á það hvort einstaklingar ákveða að taka þátt í þeim eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.