Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 49 Ritrýnd fræðigrein 2004; Limburg o.fl., 2008; Norberg og Boman, 2008; Poder o.fl., 2008; Rabineau o.fl., 2008; Wong og Chan, 2006). Um langvinn áhrif getur verið að ræða. Til þess að geta annast barn með langvinnan sjúkdóm og tekist á við það álag, sem veikindunum fylgir, þurfa foreldrar mikinn stuðning. Þess vegna er mikilvægt að búa til stuðningsúrræði fyrir foreldra og koma til móts við þarfir þeirra (Baum, 2004; Han og Belcher, 2001; Norberg og Boman, 2007; Wong og Chan, 2006). Tölvutengdur stuðningshópur er stuðningsúrræði þar sem einstaklingar með sambærilega reynslu veita hver öðrum upplýsingar og gagnkvæman stuðning í gegnum tölvusamskipti. Hefðbundnir stuðningshópar, þar sem þátttakendur hittast augliti til auglitis, hafa reynst foreldrum barna með krabbamein vel (Chesler og Chesney, 1995) en ekki geta eða vilja allir foreldrar nýta sér þá. Tölvutengda stuðningshópa er hægt að nota sem viðbót eða í staðinn fyrir hefðbundna stuðningshópa. Hafa þeir reynst fullorðnum sjúklingum og aðstandendum þeirra vel en minna er vitað um gagnsemi þeirra fyrir foreldra. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með tölvutengda stuðningshópa fyrir foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein, styrkja frekari notkun slíkra hópa (Bragadottir, 2008; Han og Belcher, 2001). En til þess að styrkja megi frekar tölvutengda stuðningshópa fyrir foreldra barna, sem greinst hafa með krabbamein, er nauðsynlegt að kanna nánar í hvaða tilgangi foreldrar myndu taka þátt í slíku stuðningsúrræði. Tilgangur þeirrar rannsóknar, sem gerð er grein fyrir hér, var að kanna ástæður þess að foreldrar barna, sem greinst hafa með krabbamein, myndu eða myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Af hvaða ástæðum myndu foreldra barna, sem greinst hafa með krabbamein, taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi? 2. Af hvaða ástæðum myndu foreldrar barna, sem greinst hafa með krabbamein, ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi? 3. Er munur á þátttöku og þátttökuleysi foreldra í tölvutengdum stuðningshópi eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og atvinnuþátttöku? Kenningarlegur grunnur rannsóknarinnar Kenningarlegur grunnur rannsóknarinnar byggist á verkum Yalom (1985), Caplan (1979), Riessman (1965) og Vugia (1991). Líkan Yalom (1985) á meðferðarþáttum hópa vísar til áhrifa gagnkvæms stuðnings í hópum, svo sem vonar, upplýsinga, samheldni og félagsskapar. Einstaklingar í sama hópi geta notið góðs af mismunandi þáttum. Caplan (1979) talar um tvær víddir félagslegs stuðnings sem eru 1) hlutbundinn stuðningur sem vísar í framkvæmd stuðnings eða það að veita beint hjálp og 2) óhlutbundinn stuðningur sem vísar í skynjun af stuðningi eða hjálp. Meðferðargildi hjálpar (e. helper therapy principle), sem Riessman (1965) setti fram og felur í sér að það að hjálpa öðrum veiti sjálfum manni hjálp, og skilgreining Vugia (1991) á gagnkvæmni vísar til þess að stuðningur er veittur og þeginn í stuðningshópum. Gagnkvæmur stuðningur byggist á reynsluþekkingu sem er lykilatriði í stuðningshópum (Borkman, 1976; Riessman og Banks, 2001; Schubert og Borkman, 1994). Þegar gagnkvæmur stuðningur á sér stað breytast fórnarlömb í hjálparaðila (Borkman, 1999). Ástæður þess að fólk tekur þátt í stuðningshópum Til þess að geta annast barn með langvinnan sjúkdóm og tekist á við það álag, sem veikindunum fylgir, þurfa foreldrar mikinn stuðning. Þess vegna er mikilvægt að stuðningsúrræði fyrir foreldra komi til móts við þarfir þeirra (Baum, 2004; Han og Belcher, 2001; Norberg og Boman, 2007; Wong og Chan, 2006). Mikilvægt er fyrir meðferðaraðila að vita hvers vegna fólk kýs að taka þátt í stuðningshópum svo hægt sé að bjóða upp á úrræði sem hjálpa og ná til þeirra einstaklinga sem gætu notið góðs af þátttöku. Aðalástæður þess, að fólk tekur þátt í stuðningshópum, eru að fá upplýsingar og stuðning (Foreman o.fl., 2006; Grande o.fl., 2006; Hill og Weinert, 2004; Klemm o.fl., 2003; Ljungman o.fl., 2003; Milberg o.fl., 2005; Rankin o.fl., 2004; Seale o.fl., 2006). Einnig skiptir máli að umræðuefni innan hópsins höfði til þátttakenda. Í ljós hefur komið munur á milli kynja þegar ástæður þátttöku í stuðningshópum eru skoðaðar. Karlar leita meira eftir upplýsingum og fræðslu en konur eftir tilfinningalegum stuðningi (Klemm o.fl., 2003; Seale o.fl., 2006). Nokkrar ástæður getið verið fyrir því að foreldrar taka þátt í stuðningshópum. Foreldrar barna með krabbamein taka þátt í stuðningshópum til þess að: 1) læra af reynslu annarra, 2) deila eigin reynslu, 3) fá stuðning, 4) fá upplýsingar, 5) læra nýjar aðlögunarleiðir, 6) hitta aðra foreldra, 7) hjálpa öðrum foreldrum, 8) fá hvíld, 9) hlusta á fyrirlestra sem tengjast stuðningshópi og 10) taka þátt í aðgerðum aðgerðasinna (Chesler og Chesney, 1995; Foreman, o.fl., 2006). Chesler og Chesney (1995) skoðuðu stuðningshópa fyrir foreldra barna með krabbamein og komust meðal annars að því að virkar aðlögunarleiðir tengdust þátttöku í stuðningshópum. Þeir foreldrar, sem deildu tilfinningum sínum með öðrum, leituðu hjálpar og upplýsinga hjá vinum og beindu athyglinni að því að leysa vandamál, voru líklegri til þess að hafa hag af þátttöku í stuðningshópum. Þeir foreldrar, sem á hinn bóginn forðuðust að hugsa um vandamál sín, drógu sig í hlé og héldu tilfinningum út af fyrir sig, virtust ekki fá jafnmikið út úr því að vera í stuðningshópi. Margar ástæður geta verið fyrir því að fólk leitar sér stuðnings á veraldarvefnum og eru þær sambærilegar ástæðum þess að foreldrar taka þátt í hefðbundnum stuðningshópum, auk þess sem þeir nefna auðvelt aðgengi. Foreldrar barna, sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, telja ávinning af þátttöku í tölvutengdum stuðningshópi meðal annars vera að: 1) fá stuðning, 2) átta sig á krabbameininu, 3) fá þær upplýsingar sem þörf er á, 3) fá tækifæri til að deilda reynslu sinni með öðrum, 4) fá útrás fyrir tilfinningar, 5) auðvelda fólki að hjálpa öðrum, 6) vera í sambandi við aðra, 7) finna til minni einangrunar, 8) bæta geðræna ímynd sína, 9) bæta samskipti við lækna, 10) læra að lifa lífinu til fullnustu, 11) horfast í augu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.