Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 53 Ritrýnd fræðigrein Ástæður, sem langflestir foreldrar lifandi barna sögðu fyrir því að þeir myndu ekki taka þátt, eru að þeir fá nægan stuðning frá fjölskyldu og vinum, fagaðilum og heilbrigðisstarfsfólki og að þeir myndu frekar taka þátt í stuðningshópi þar sem fólk hittist augliti til auglitis. Ekkert foreldri lifandi barns sagðist ekki myndu taka þátt vegna þess að það ætti við lesröskun að stríða eða væri með skerta sjón og gæti þess vegna illa lesið á tölvuskjá. Flestir foreldrar látinna barna myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi af því að þeim finnst þeir ekki þurfa stuðning frá öðrum foreldrum og að þeir fá nægan stuðning frá fjölskyldu og vinum. Tíu af 22 mögulegum ástæðum fyrir því að foreldrar látinna barna myndu ekki taka þátt áttu ekki við neinn þátttakanda. Lutu þessar ástæður flestar að aðgangi og kunnáttu á tölvu og tölvupóst, tíma og getu til þátttöku og erfiðleikum við að lesa af tölvuskjá. Svör foreldra við opnum spurningum 19 þátttakendur svöruðu opinni spurningu um aðrar ástæður þátttöku og ekki þátttöku og 17 foreldrar komu með athugasemdir. Svör þessara foreldra innihéldu þó engar aðrar ástæður en gefnar voru upp í spurningalistunum heldur nýttu foreldra sér það að undirstrika og útskýra svör sín við stöðluðu spurningunum. Foreldrar, sem myndu taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi, ítrekuðu að þeir myndu nota slíkan hóp til að greina frá reynslu sinni, deila henni með öðrum og hjálpa öðrum og að slíkt gæti verið sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra barna sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Foreldrar, sem myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi, lögðu áherslu á að þeir hefðu ekki þörf fyrir slíkan stuðning, iðulega vegna þess að langt væru um liðið frá greiningu og meðferð barnsins. Þeir sem ekki myndu taka þátt greindu gjarnan frá því í svörum sínum við opnu spurningunum að þeir myndu frekar kjósa hefðbundinn stuðningshóp þar sem hist væri augliti til auglitis eða sambland af hvoru tveggja. UMRÆÐUR Alls tóku 53 foreldrar þátt í rannsókninni. Tæplega helmingur þeirra myndi taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi byðist þeim það. Meirihluti þeirra sem myndu taka þátt eru mæður en Tafla 2. Ástæður þess að foreldrar myndu taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Ástæða Foreldrar lifandi barna N=17 Foreldrar látinna barna N=8 N n Ég vil miðla af reynslu minni af að eiga barn með krabbamein 17 7 Ég vil veita öðrum hagnýtar upplýsingar eða ráð 17 7 Mér finnst ég geta fengið stuðning af því að vera í sambandi við aðra foreldra með sambærilega reynslu 16 8 Ég vil kynnast reynslu annarra af að eiga barn með krabbamein 16 7 Mér finnst ég geta veitt öðrum stuðning 15 8 Ég vil fá hagnýtar upplýsingar eða ráð hjá öðrum 15 7 Ég vil hafa áhrif á heilbrigðisþjónustuna sem veitt er fjölskyldum barna með krabbamein 15 6 Ég er forvitin(n) að vita hvernig tölvutengdur stuðningshópur virkar 14 7 Ég tel að það muni hjálpa mér að aðlagast því/lifa með því að eiga barn sem hefur greinst með krabbamein 13 8 Það hentar mér að taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi þar sem ég á ekki auðvelt með að komast að heiman 12 3 Ég vil geta tjáð tilfinningar mínar við fólk með sambærilega reynslu 11 8 Ég vil rjúfa einangrunina sem ég hef fundið fyrir 10 7 Það hentar mér að geta sótt eða veitt stuðning hvenær sem er sólarhringsins 9 6 Í tölvutengdum stuðningshópi fyndist mér gott að geta notið nafnleyndar þegar ég tjái mig eða hlutsta á aðra 9 3 Það hentar mér að þurfa ekki að horfa framan í neinn en samt að geta tekið þátt í stuðningshópi 7 4 Ég vil miðla af reynslu minni af að hafa misst barnið mitt úr krabbameini* 8 Ég vil kynnast reynslu annarra af að hafa misst barnið sitt úr krabbameini* 8 Ég tel að það muni hjálpa mér að aðlagast því/lifa með því að hafa misst barnið mitt* 8 *Á eingöngu við foreldra látinna barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.