Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200946 eru vöruð við þeim afleiðingum sem stórfelldur niðurskurður á Landspítala getur haft í för með sér. Fram kemur meðal annars í ályktuninni að mikilvægt sé að tímabundnir erfiðleikar í íslensku efnahagslífi verði ekki til þess að stoð­ unum sé kippt undan heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. „Rannsóknir hafa sýnt að sérþekking hjúkrunarfræðinga stuðlar ekki aðeins að betri þjónustu heldur getur fyrirbyggt innlagnir, stytt legutíma og komið í veg fyrir fylgikvilla og er þannig þjóðhagslega hagkvæm,“ segir enn fremur í ályktuninni. Skorað er á stjórnvöld að standa vörð um íslenska heilbrigðiskerfið. Hvernig fór með St. Jósefsspítala? Gripið var til fyrstu niðurskurðaraðgerðar stjórnvalda þegar í vor. Þáverandi heil­ brigðisráðherra hugðist breyta starf­ semi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en mætti mikilli mótstöðu. Sagt var frá því í Tímariti hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 2009. Eftir fall ríkisstjórnarinnar sagðist nýi heilbrigðisráðherrann vera algjörlega mótfallinn þessari aðgerð. Í sumar var hins vegar verktakasamningum við 14 skurðlækna spítalans sagt upp. Á sama tíma hafði lítið heyrst af áætlun heilbrigðisyfir­ valda. Nýi heilbrigðisráðherrann, sem nú er fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var sakaður um að leggja spítalann niður hægt og hljótt þvert á áður gefin loforð. Margt bendir til að í heilbrigðisráðuneytinu hafi í raun verið tekin ákvörðun um að loka skurðdeild St.Jósefsspítala um næstu áramót. Einnig virðist liggja fyrir að starfsemin á meltingarsjúkdómadeild verði skert. Áætlað er að framlag ríkisins lækki um 54 milljónir milli ára. Í október sl. skrifuðu skurð­ og svæfinga­ hjúkrunarfræðingar á St. Jósefsspítala opið bréf til heil brigðis ráðherra þar sem ítrekuð var fyrri beiðni um fund til þess að ræða framtíð spítalans. Í bréfinu er lögð sérstök áhersla á að ef af þessari lokun verði sé það aðför að heilbrigði kvenna. Á sjúkrahúsinu sé mikil starfsemi í kvenlækningum ásamt öðrum sérgreinum. Sjúklingar séu meðal annars konur með ýmis vandamál í grindarbotni, til dæmis vegna þvagleka, legsigs og endaþarmssigs. Mikil fagleg þekking og áratuga reynsla fari forgörðum ef þessari starfsemi verði hætt. Svanhildur Jónasdóttir, skurðhjúkrunar­ fræðingur á St. Jósefsspítala, segir að starfsfólkið viti lítið þó að stöðugt komi ný skilaboð sem hafa svo ekki verið staðfest. „Við erum í algjörri biðstöðu, vitum ekki hvort við fáum öll uppsagnarbréf um mánaðamótin eða hvort handlækninga­ deildin og skurðstofan munu starfa eitthvað áfram,“ segir Svanhildur. Tveim skurðstofuhjúkrunarfræðingum hefur nú þegar verið sagt upp og hætta þeir um áramót. Ekki hefur fengist svar við bréfinu sem sent var til heilbrigðisráðherra né viðtal við hann. Sameining á Vesturlandi og niðurskurður á Norðurlandi Til stóð að sameina heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi í ár en það hefur dregist. Í fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að ljúka þeirri sameiningu. Það er vel vitað að sameining hefur kostnað í för með sér en samt er 130 milljóna hagræðingarkrafa á heilbrigðisstofnun Vesturlands og það samsvarar um 5% niðurskurði. Stofnunin hefur litlar leiðbeiningar fengið um hvernig eigi að forgangsraða til þess að þetta gangi upp. Á samráðsfundi með hjúkrunarfræðingum á Akranesi 19. október sl. var greinilegt að fólk er áhyggjufullt. Að sögn hjúkrunarframkvæmdastjóra verði reynt í lengstu lög að segja ekki upp fólki. Á fundinum kom þó upp umræða um hvort sé betra – að allir minnki við sig eða að einhverjum verði sagt upp. Hjúkrunarfræðingur, sem nálgast eftirlaun, greindi frá áhyggjum sínum af því að eftirlaun myndu skerðast ef launin lækkuðu síðustu árin. Sjúkrahúsinu á Akureyri er gert að spara 149 milljónir en það eru um 3,5% af fjárframlögum ríkisins til sjúkrahússins. Sjúkrahúsið hefur ekki verið beðið um að skila tillögum heldur virðist heil­ brigðisráðuneytið gera ráð fyrir að þetta verði leyst innanhúss. Á Akureyri segja menn að búið sé að hagræða stíft í mörg ár og að nú verði að hætta einhverri starfsemi. Það sama á við um heilbrigðisstofnunina á Blönduósi en hún tekur á sig óvenjumikinn niðurskurð. Nemur hann um 44 milljónum eða um 10%. Reynsluleysi við nýjar aðstæður Um leið og harðnar á dalnum virðast stjórnendur reyna ýmislegt til þess að halda niðri kostnaði. Kemur þá í ljós þekkingarskortur á ákvæðum kjara­ samninga. Starfsfólk er hrætt við að missa vinnuna og sættir sig gjarnan við óeðlileg skilyrði. Það er til dæmis beðið um að vinna fram eftir án þess að skrá yfirvinnu. Fólk er svo sent heim í frí þegar það hentar vinnuveitandanum og sagt að það sé greiðsla fyrir yfirvinnu. Á Landspítala hafa menn verið hvattir til þess að taka út útistandandi frí – hugsanlega til þess að minnka lokagreiðslur ef kemur til uppsagnar. Sums staðar hefur kaffitíma verið sagt upp án þess að vinnuveitandinn átti sig á að hann er hluti af kjarasamningi. Einnig hefur komið fyrir að starfsmönnum í fæðingarorlofi hafi verið sagt upp. „Síminn stoppar ekki,“ segir Cecilie Björgvinsdóttir, sviðsstjóri kjara­ og réttindasviðs hjá FÍH. „Fjöldi slíkra kvartana hefur stóraukist. Ég held að stjórnendur séu stundum komnir fram úr sjálfum sér. Fólk hefur enga reynslu af því að takast á við aðstæður þar sem eru gerðar svona miklar hagræðingarkröfur og hefur ekki gefið sér tíma til að kynna sér hvað má og hvað má ekki,“ segir Cecilie. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að hafa samband við trúnaðarmann ef upp koma ágreiningsmál. Atvinnulausir hjúkrunarfræðingar Algjör umsnúningur hefur átt sér stað í atvinnumálum hjúkrunarfræðinga. Í fyrsta Verður St. Jósefsspítali hægt og rólega togaður í burtu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.