Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 2009 21
tengd lungum algengir fylgikvillar aðgerða.
Hjúkrunarfræðingar meta stöðugt
mikilvæga þætti eins og öndunartíðni
með því að horfa og hlusta á sjúklinga
en mæla þegar þeir sjá ástæðu til. Það
kemur mér ekki á óvart að öndunartíðni
er ekki oftar skráð í rannsókninni. Eftir að
súrefnismettunarmælar urðu algengari eru
mælingar á öndunartíðni sjúklinga ekki
gerðar reglulega. Þó að það sé einfalt
að telja öndun er það tímafrekara en
mettunarmæling. Mæling á súrefnismettun
er oft gerð á minni deild og súrefni gefið
eftir þörfum enda er er það í samræmi við
niðurstöðu rannsóknarinnar. Ég er samt
sammála því að hjúkrunarfræðingar geta
að einhverju leyti vaktað og skráð betur
öndunartíðni alvarlega veikra sjúklinga.
Hins vegar tel ég óraunhæft að ætlast til
þess að fylgst sé svo nákvæmlega með
lífsmörkum allra sjúklinga sem sýna engin
klínísk einkenni um versnandi ástand.
Stór þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga á
skurðlækningadeild er að fylgjast með
vökvajafnvægi sjúklinga, til dæmis vegna
hættu á vökvasöfnun eftir aðgerðir,
sérstaklega í lungum. Nákvæmt mat á
útskilnaði er venjulega framkvæmt fyrst
eftir aðgerð eða meðan sjúklingur er með
þvaglegg. Mæling á útskilnaði er reyndar
stundum gerð þó enginn þvagleggur sé til
staðar ef ástæða þykir til. Í rannsókninni
kom líka fram að þvagútskilnaður var
mældur í 42% tilvika en þvagleggur var
aðeins til staðar hjá 29% sjúklinga. Ekki
kemur fram hvort þvagleggur hafi verið til
staðar í einhvern tíma, eins og mér finnst
líklegt í mörgum tilfellum, eða settur upp
stuttu fyrir innlögn. Þvagleggsuppsetning
tekur nokkurn tíma og oft liggur meira á
annarri meðferð við bráðaaðstæður. Ég
leyfi mér að efast um að það sé raunhæft
að ætlast til þess að skráning útskilnaðar
sé betri en raun ber vitni.
Minnkuð eða skert meðvitund sjúklinga
er merki um alvarlegt ástand, eins og
öndunarbilun. Mat á meðvitund fór aðeins
fram hjá 48% sjúklinga. Það kemur ekki
á óvart þar sem slíkt mat er að öllu jöfnu
ekki skráð nema meðvitund sé skert eða
breyting sé á henni. Mér finnst að skráning
meðvitundar mætti vera markvissari þar
sem ég hef unnið og tel að skortur á
notkun matskvarða hafi staðið í vegi fyrir
henni. Hjúkrunarfræðingar veigra sér oft
við því að skrá þetta mat því það er mjög
huglægt og gæta þarf ýtrustu virðingar
fyrir þeim sem um er fjallað. Til eru
einfaldir matskvarðar sem þarf að hvetja
hjúkrunarfræðinga til að nota í meira mæli.
GÁT-teymið
Í kjölfar rannsóknar Þorsteins og félaga
eða árið 2007 var sett á laggirnar
gjörgæsluteymi (GÁT) og samfara því
innleitt matsblaðið SBS á legudeildum.
Ég fagna mjög starfsemi GÁTteymisins
og tel það mikið framfaraspor í meðferð
bráðveikra sjúklinga. Mat samkvæmt
SBS hjálpar hjúkrunarfræðingum
við hlutlægt mat á ástandi sjúklinga
og auðveldar samskipti milli starfsfólks
gjörgæslu og legudeilda. Það má samt
ekki gleymast að stigun samkvæmt
mælingum á lífsmörkum er einungis
mikilvægt hjálpartæki en klínískt mat
hvers hjúkrunarfræðings það sem
skiptir mestu. Það kemur því ekki á
óvart að langflest útköll teymisins
fyrstu starfsmánuði þess voru vegna
„óskilgreindra áhyggna starfsmanna“
(Landspítaliháskólasjúkrahús, 2008).
Það er styrkur fyrir hjúkrunarfræðinga að
geta kallað á faglegt teymi til aðstoðar
milliliðalaust þegar þeir telja ástæðu til,
sérstaklega á kvöld og næturvöktum
þegar þeir bera ábyrgð á fleiri sjúklingum
og aðgengi að læknum er minna. Ég
trúi því að með tilkomu GÁTteymisins
verði dreifing innlagna frá legudeildum
á gjörgæslu jafnari yfir sólahringinn, en
skv. rannsókn Þorsteins og félaga voru
slíkar innlagnir langsamlega flestar á
dagvöktum. Á fyrstu 8 starfsmánuðum
teymisins voru innlagnir á gjörgæslu í
kjölfar útkalla teymisins 55% (Landspítali
háskólasjúkrahús, 2008). Tilfinning mín
er sú að eftir tilkomu GÁTteymisins
hafi bráðveikir sjúklingar oft og tíðum
komist fyrr á gjörgæslu en ella hefði
orðið og hin sérhæfða meðferð náð að
nýtast þeim betur. Það hlýtur að teljast
gott að 45% útkalla teymisins hafi leitt
til þess að meðferð var haldið áfram á
legudeild. Reynslan erlendis sýnir þó
að búast megi við að 70% útkalla til
sjúklinga leiði til afgreiðslu á deild. Ef
slík verður raunin hér þýðir það ekki
endilega að mínu mati að færri sjúklingar
fari á gjörgæslu heldur frekar hitt að
útköllin verði fleiri. Útköllum teymisins
hefur efalaust fjölgað mjög síðan á fyrstu
starfsmánuðum þess þar sem starfsfólk
á deildum var enn að venjast notkun
þess. Höfundar greinarinnar benda á að
breytingar á starfsemi heilbrigðisstofnana
á Vesturlöndum á undanförnum árum hafi
leitt til þess að sjúklingar eru sífellt eldri
og veikari. Skurðlækningadeildir LSH
hafa ekki farið varhluta af þessari þróun
með tilheyrandi fjölgun alvarlega veikra
sjúklinga sem áður fyrr hefðu jafnvel
notið aðhlynningar á gjörgæsludeild.
Stundum er líka einfaldlega ekki hægt
að veita æskilega hjúkrun á gjörgæslu
vegna plássleysis þar. Þá kemur
í hlut hjúkrunarfræðinga á almennum
legudeildum að sinna nákvæmara eftirliti
og veita sérhæfðari hjúkrun þrátt fyrir að
þær deildir séu oft og tíðum vanbúnar til
þess hvað varðar mönnun, tækjabúnað
og vinnuaðstæður.
Lokaorð
Hjúkrunarfræðingar á legudeildum
gegna lykilhlutverki í að greina einkenni
bráðveikra og geta með árvekni og
þekkingu komið í veg fyrir innlagnir á
gjörgæslu. Svo virðist sem þeir fylgist
almennt vel með ástandi sjúklinga sinna
en skráningu mætti bæta að einhverju
leyti. Ég held þó að ef sinna á sífellt
veikari sjúklingum á almennum deildum
þurfi að bæta vinnuaðstæður til muna.
Jafnframt er nauðsynlegt að veita
hjúkrunarfræðingum tækifæri til að sækja
sér fræðslu og endurmenntun og styrkja
þá þannig í sínu mikilvæga hlutverki. Þær
umbætur í eftirliti og meðferð, sem fylgt
hafa í kjölfar rannsóknar Þorsteins og
félaga, eru mikilsverðar og munu eflaust
um ókomna tíð bæta horfur bráðveikra
sjúklinga sem dvelja á legudeildum.
Sesselja Jóhannesdóttir er hjúkrunar
fræðingur á skurðlækningadeild 13G á
Landspítala og er með diplóma í hjúkrun
aðgerðasjúklinga.
Heimildir
Cretikos, M., Chen, J., Hillman, K., Bellomo,
R., Finfer, S., og Flabouris, A.. (2007). The
objective medical emergency team activation
criteria: A casecontrol study. Resuscitation,
73, 6272.
McBride, J., Knight, D., Piper, J., og Smith, G.B.
(2005). Longterm effect of introducing an
early warning score on respiratory rate chart
ing on general ward. Resuscitation, 65, 4144.
Landspítaliháskólasjúkrahús (2008).
Starfsemisupplýsingar LSH janúarmars 2008.
Í brennidepli: Gjörgæsluálit (GÁT). Landspítali,
skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga.