Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200924 að við hjá AstraZeneca fórum að hugleiða hvað fyrirtækið gæti gert til að aðstoða heilbrigðisfagfólk við að koma fræðslunni til sjúklinga og aðstandenda þeirra. Þegar heim kom ákváðum við að bera málið undir Davíð Ingason, markaðstjóra AstraZeneca, og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóra Hjartaheilla, en við vissum að Hjartaheill höfðu áhuga á að taka þátt í gerð fræðslumyndar. Ákveðið var að slá til samstarfs við gerð myndarinnar Grettis. Við gerð faglega hlutans fengum við til liðs við okkur heimilislæknana Emil Sigurðsson og Guðrúnu Gunnarsdóttur ásamt Karli Andersen hjartasérfræðingi. Í Gretti fer hjartalæknirinn, Þorbjörn Guðjónsson, með hlutverk læknisins og Jóhann Sigurðarson leikari er Grettir. Auk þess er Ásgeir Þór frá Hjartaheillum með innlegg í myndinni.“ Mikið kynningar og fræðslustarf Báðar hafa þær Andrea og Ransý unnið ötullega að því að koma fræðsluefninu á framfæri. Þær hafa haldið kynningarfundi með sérfræðingum og ýmsum aðilum úr heilbrigðisstéttum, sjúklingum og aðstand­ endum þeirra. Þá hefur t.d. stuttmyndin Grettir verið sýnd tvisvar á dag á hjartadeild Landspítalans þar sem fjölmargir hafa átt þess kost að sjá hana. „Rebbi og græni frakkinn og Grettir eru forvarnaverkefni. Forvarnir eru mjög mikil­ vægar fyrir okkur sem hjúkrunar fræðinga,“ segja þær, „og það var ótrúlega gaman að fá að vinna að þessum verkefnum. Segja má að við höfum báðar alist upp á Landspítalanum þar sem unnið er mikið fræðslu­ og forvarnastarf. Það var mjög gaman að við skyldum fá þetta tækifæri sjálfar og vinna svo að því að kynna verkefnin hjá viðeigandi markhópum. Svona fræðslu­ efni má hvorki vera of langt, of þungt eða of fræðilegt svo fólk nenni að kynna sér það og Grettir er ekki nema 12 mínútur og er því stutt og hnitmiðuð fræðsla á mannlegum og um leið gamansömum nótum. Hvorki er minnst á einstök lyf í bókinni né myndinni heldur er áhersla lögð á skilning á sjúkdómunum og viðbrögð við þeim.“ Rebbabókin er fagurlega myndskreytt og stutt aflestrar. Þróar og vinnur að eigin verkefnum – Hvað finnst ykkur um að starfa sem sölufulltrúar eins og þið hafið gert hjá AstraZeneca? „Fyrir mig var mikil breyting að fara úr ríkisgeiranum og í allt öðru vísi vinnuumhverfi,“ segir Ransý. „Þar á maður sín verkefni, þróar þau og vinnur – og enginn gengur í verkin manns. Á spítalanum kemur alltaf einhver og tekur við af manni eftir vaktina. Það er gaman að prófa nýjan vettvang og aðrar vinnuaðferðir.“ Andrea tekur við og segir: „Það er svo gaman að vinna hjá fyrirtæki þar sem maður fær að sjá hugmynd sína verða að veruleika og dafna.“ Og Ransý heldur áfram: „Það er ekki nóg að hafa góð lyf til að kynna – það veltur ekki síður á manni sjálfum hvernig til tekst.“ Ransý og Andrea eru sammála um að þær séu ekki bara í sölumennsku sem sölufulltrúar. „Það er ekki hægt að segja að við seljum lyf. Við sjáum eingöngu um kynningu á niðurstöðum vísindarannsókna og öllu því sem viðkemur okkar lyfjum en svo er það auðvitað læknanna að ákveða hvaða lyf henta best þeirra sjúklingum. Starf okkar er svo margþætt, við sjáum um öflun upplýsinga og alla grunnvinnu á kynningarefni og komum því í framkvæmd, hvort sem það lýtur að sölukynningu, fundum, ráðstefnum eða öðru. Við erum mjög sjálfstæðar í starfi og árangur okkar veltur á okkur sjálfum.“ Framtíðin bíður þeirra Andreu og Ransýjar. Andrea er að takast á við nýtt og vandasamt verk þar sem hún er nýtekin við nýjum lyfjaflokki og þar með nýjum skjólstæðingahópi. Hún tekur við geðlyfinu sem Ransý hefur unnið með og tekur þar við góðum grunni frá henni. Að auki mun Andrea fylgja Gretti áfram og annast kynningar á myndinni. Ransý horfir björtum augum á starf sitt í útskriftarteymi LHS en leggur áherslu á að hún hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu sem hún fékk hjá AstraZeneca. Þetta hafi ekki verið auðvelt starf en þroskandi, segir hún með áherslu. Andrea Ingimundardóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1998 frá Háskóla Íslands. Þær Ransý, ásamt vinkonum sínum, Sólborgu Ingjaldsdóttur og K. Stellu Ingvarsdóttur, unnu saman að lokaritgerðinni, um hlutverk og störf skólahjúkrunarfræðinga á Stór­Reykjavíkursvæðinu. Eftir útskriftina fór Andrea á kjörár og fékk tækifæri til að vinna á þremur mismunandi deildum Landspítalans. Á barnadeildinni fann hún sig vel og vann þar í þrjú ár. Eftir það vann hún eitt ár við ungbarnaeftirlit á Seltjarnarnesi. Andrea var flugfreyja hjá Icelandair næstu fimm árin og vann jafnframt í hlutastarfi við hjúkrun alzheimer­sjúklinga á Sóltúni. Hún hefur unnið hjá AstraZeneca í þrjú ár og séð um hjartalyfin en tekur nú við geðlyfinu sem Ransý vann með áður en hún hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.