Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 2

Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 2
2 | T Ö LV U M Á L // Ritstjórapistill Skýrslutæknifélag Íslands Skýrslutæknifélag Íslands er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Markmið félagsins eru m.a. að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar og að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Starfsemin er aðallega fólgin í, auk útgáfu tímarits, að halda fundi og ráðstefnur með fyrirlestrum og umræðum um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Félagsaðild er tvenns konar; aðild gegnum fyrirtæki og einstaklingsaðild. Greitt er fullt félagsgjald fyrir fyrsta mann frá fyrirtæki, hálft fyrir annan og fjórðungsgjald fyrir hvern félaga umfram tvo frá sama fyrirtæki. Einstaklingar greiða hálft gjald. Félagsgjöld 2006 voru: Fullt gjald: kr. 19.600, hálft gjald: kr. 9.800 og fjórðungsgjald: kr. 4.900. Aðild er öllum heimil. Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands: Formaður: Svana Helen Björnsdóttir Varaformaður: Þorvaldur Jacobsen Gjaldkeri: Jóhann Kristjánsson Meðstjórnendur: Einar H. Reynis, Ebba Þóra Hvannberg, Eggert Ólafsson Varamenn: Halldór Jón Garðarsson Ólafur Aðalsteinsson Siðanefnd: Erla S. Árnadóttir, formaður Gunnar Linnet Snorri Agnarsson Orðanefnd: Sigrún Helgadóttir, formaður Baldur Jónsson Þorsteinn Sæmundsson Örn Kaldalóns Persónuvernd, fulltrúi Ský: Svana Helen Björnsdóttir Arnaldur Axfjörð Fagráð í upplýsingatækni (FUT), fulltrúi Ský: Eggert Ólafsson Einar H. Reynis, til vara Halldór Jón Garðarsson ,,Netbanki, þvílíkur munur” hefur líklega meirihluti lesenda Tölvumála einhvern tíma látið út úr sér. Ekki má gleyma rafrænum skattskilum og fjölda annarra rafrænna þjónustuþátta sem spara pening og tíma, og í raun auka þægindi í öllu sínu veldi. Þema fyrsta tölublaðs Tölvumála þessa árs er rafræn þjónusta og virðast kostirnir við hana vera ótvíræðir. Þeir eru það án efa en komum við til með að sakna einhvers? Hvað með fólkið sem hefur veitt okkur mismunandi góða þjónustu í gegnum árin? Fólkið sem sumir viðskiptavinir viðkomandi stofnunar nánast dýrka og aðrir hata? Frekar djúpt í árina tekið en þannig var það nú og er kannski enn, þ.e. sumir voru eða eru í náðinni hjá ákveðnum starfsmanni tiltekinnar stofnunar og fá því úrvals þjónustu sem aðrir fá ekki. Í hinu íslenska kunningjasamfélagi hafa nefnilega einstaklingar notið ákveðinnar fyrirgreiðslu en aðrir ekki og líklega má því segja að rafræn stjórnsýsla sé það besta sem við getum gert svo allir sitji ,,nánast” við sama borð hvað varðar afgreiðslu hjá hinu opinbera. Það ætti nefnilega að vera erfiðara að mismuna fólki með góðri rafrænni þjónustu. Ísland.is er því málið þó svo að við missum af fjörugum umræðum í jólaboðum þar sem einhverjum starfsmönnum í ákveðnum stofnunum er hrósað í hástert eða bölvað af jafn miklum eldmóð. Ísland.is er einmitt á meðal efnis í blaðinu en sá vefur opnar á fyrri hluta ársins og hefur m.a. þau markmið að lækka kostnað notenda, bæði einstaklinga og fyrirtækja, á að tryggja hraðari og öruggari afgreiðslu mála svo ekki sé minnst á þann tímasparnað sem slíkur vefur á eftir að auka. Þá bendir óformleg könnun, sem Ský og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir í nóvember og desember 2006, til að aukin áhersla verði á lokaða þjónustuvefi þar sem boðið er upp á persónulegri þjónustu. Jafnframt segir í grein Hauks Arnþórnssonar að rannsóknir hans og annarra bendi til þess að Netið styrki lýðræðisleg gildi í samfélaginu og þar spili vefir stjórnsýslunnar stórt hlutverk. Það hlýtur einmitt að vera tímaspursmál hvenær það verður orðin almenn regla að við fáum að kjósa á Netinu, hvort heldur sem er í þing-, forseta- eða sveitarstjórnarkosningum eða um mikilvæg mál hverju sinni. Síðastnefndi liðurinn er sérstaklega spennandi til að auka beint lýðræði þar sem notkun Netsins er afar mikil hér á landi sem og almenn kosningaþátttaka (84-87% í þremur síðustu Alþingiskosningum). Íslendingar hafa því mikil tækifæri til að auka lýðræði í samfélaginu enn frekar og vera fyrirmynd annarra þjóða í þeim efnum, þ.e. ef það væri ávallt í boði að kjósa annars vegar á Netinu og hins vegar á ákveðnum kjörstöðum sem væri svo hægt að fækka til muna. Rafræn þjónusta er stórkostleg bylting ef vel er að málum staðið og ég vonast til að lesendur blaðsins verði sammála um svo verði raunin hér á landi eftir lesturinn. Njótið ársins 2007. 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:302

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.