Tölvumál - 01.01.2007, Side 4

Tölvumál - 01.01.2007, Side 4
Óformleg Mikil þátttaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Af þeim 91 sem tóku þátt í könnuninni voru átta starfsmenn sveitarfélaga sem höfðu 500 eða færri íbúa. 24 voru starfsmenn sveitarfélaga með íbúafjölda upp á 500-5000 manns. 31 voru frá sveitarfélögum með 5-15 þúsund íbúa og 28 þátttakendur komu frá sveitarfélögum sem eru með fleiri en 15 þúsund íbúa. Þessi könnun gefur í besta falli ákveðnar vísbendingar um skoðanir og viðhorf starfsmanna sveitarfélaga en til þess að fá áreiðanlegri niðurstöður er rétt að gera ítarlegri könnun. Sérstaklega þyrfti að skoða betur viðhorf starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni til rafrænnar stjórnsýslu og vefmála. Upplýsingamiðlun og virðisaukandi þjónusta er aðalmálið Samkvæmt könnuninni telja flestir starfsmenn sveitarfélaga vefsetur nýtast til að veita virðisaukandi þjónustu við íbúa og bæta upplýsingamiðlun til þeirra. Um helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni líta á vefsetur sem tæki til þess að lækka kostnað við þjónustu eða efla lýðræði og auka beina þátttöku íbúa í ákvörðunartöku. Mikill kostnaður við rekstur vefsetra Árlegur kostnaður við vefsetur sveitarfélaga virðist vera töluverður. Einn af hverjum fimm svarendum telja kostnaðinn vera á bilinu 0-1.000.0000 kr. Sama hlutfall svarenda segja hann vera á bilinu ein til fimm milljónir króna á ári. 16% segja kostnaðinn meiri. 40 af hverjum tíu sem voru spurðir neituðu að svara því hver kostnaðurinn er eða sögðust ekki vita hvað hann er hár. Það er ljóst að þessi kostnaðarliður í bókhaldi sveitarfélaga og þá sérstaklega þeirra smærri hlýtur að vega þungt. Það er því brýnt að fjárfestingin skili sér vel til baka. Þátttakendur í könnuninni virðast flestir telja að rekstur vefsetra skili sér í betri upplýsingamiðlun og betri þjónustu til íbúa. á rafrænni stjórnsýslu og vefmálum sveitarfélaga: Bætt aðgengi og upplýsingamiðlun forgangsmál á vefjum sveitarfélaga á árinu 2007 - fjárskortur, áhugaleysi íbúa og stjórnenda meðal helstu hindrana í þróun rafrænnar stjórnsýslu og vefmála Í nóvember og desember 2006 stóðu Skýrslutæknifélagið og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir óformlegri netkönnun á meðal starfsmanna og stjórnenda sveitarfélaga á viðhorfum þeirra til rafrænnar þjónustu og vefmála sveitarfélaga. Könnunin var send til 79 sveitarfélaga um allt land og innihélt hún spurningar um vefmál sveitarfélaga og rafræna stjórnsýslu á vegum þeirra. Jón Heiðar Þorsteinsson Landshluti Fjöldi þátttakenda Norðurland 4 Austurland 23 Suðurland 20 Höfuðborgarsvæðið 30 Reykjanes 6 Vesturland 3 Vestfirðir 5 Tafla 1: Þátttakendur í könnuninni eftir landshlutum Fjöldi íbúa í sveitarfélagi Fjöldi þátttakenda 0 – 500 8 500 – 5.000 24 5.001 – 15.000 31 Fleiri en 15.000 28 Tafla 2: Þátttakendur í könnuninni eftir fjölda íbúa sveitarfélags Tafla 3. Starfsheiti þátttakenda í könnuninni Vefstjóri 2% Sveitastjórnarmaður 19% Starfsmaður sveitarfélags 77% Annað 2% 4 | T Ö LV U M Á L 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:304

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.