Tölvumál - 01.01.2007, Page 7

Tölvumál - 01.01.2007, Page 7
T Ö LV U M Á L | 7 Markhópar okkar eru aðallega tveir, viðskiptavinir stofnunarinnar og heilbrigðisstarfsfólk. Einnig er mikið um að opinberir starfsmenn sæki fróðleik á vefinn. Ætla má að gestir heimsæki síðuna aðallega í tvennum tilgangi; annars vegar til að leita sér upplýsinga og hins vegar til að leita eftir ákveðinni þjónustu, nema hvort tveggja sé. Dæmi um það eru eyðublöðin sem viðskiptavinir geta sótt á vefinn og þar með sparað sér ferð í þjónustumiðstöð eða umboð. Sum þjónustuferlin eru alveg rafræn, eins og til dæmis umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið. Viðskiptavinir geta reiknað út hvað þeir muni fá í fæðingarorlof og lífeyri og pantað bæklinga sem gefnir hafa verið út um ýmis réttindi til almannatrygginga, auk þess sem hægt er að hlaða bæklingunum niður. Við sem vinnum við vefinn hugsum ávallt um hag viðskiptavina okkar og reynum að hafa hann sem gagnlegastan fyrir þá. Við hjá TR leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar upplýsingar sem eru reglulega endurskoðaðar og endurnýjaðar. Það þarf að hafa vakandi auga með breytingum því gjaldskrám og reglugerðum er oft breytt. Vefurinn er efnismikill, því auk mikilla upplýsinga um almannatryggingar eru margir hlekkir á vefnum sem vísa í aðra opinbera vefi og gefa þar með kost á að lesa frekar um lögin og reglurnar á bak við þessa þjónustu og forsendur hennar. Nýr vefur var opnaður nýlega. Hann byggir á öðru vefumsjónarkerfi, Eplica kerfinu og er frábrugðinn þeim gamla í uppsetningu og útliti. Þó upplýsingarnar séu að sjálfsögðu þær sömu eru þær aðgengilegri. Nýi vefurinn er unnin af starfsmönnum TR í samstarfi við Hugsmiðjuna ehf. og auglýsingastofuna Vatikanið. Stofnunin vildi fá fram skoðanir sem flestra og ábendingar væntanlegra notenda til hliðsjónar við þróun nýrrar heimasíðu. Viðtal við Guðbjörgu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra kynningarmála hjá Tryggingastofnun ríkisins. Samskiptatæki og þjónustuveita Efnt var til vinnu með rýnihópum til að fá viðbrögð þeirra við nýja vefnum. Rýnihóparnir voru myndaðir af fólki sem vinnur í heilbrigðiskerfinu eða í hagsmunasamtökum þeirra sem nota þjónustu TR mikið. Starfsmenn TR fengu einnig aðgang að nýja vefnum mánuði fyrir opnun og voru duglegir að benda á hvað þeim fannst mega auka við eða bæta. Til að hægt sé að þróa vefinn áfram er að sjálfsögðu mikilvægt að fá álit þeirra sem nota vefinn reglulega. Viðskiptavinir TR eru fjölbreytilegur hópur og ekki allir af tölvukynslóðinni sem vaxið hefur úr grasi undanfarin ár. Þess vegna höfum við lagt okkur fram við að bæta aðgengi með nýja vefnum sem var opnaður í byrjun desember. Þar er leitast við að hafa auðlesnar upplýsingar sem auðvelt er að finna og höfða til notendahópa með ólíkar þarfir. Með góðri samvinnu við notendur vefsins stefnir TR að vottun aðgengis á næstunni. Meðal þess sem við gerum nú til að hafa aðgengið sem best er að bjóða upp á stækkanlegt letur, öfluga leitarvél og skilmerkilega framsetningu á texta. Eplica kerfið hentar vel ef aðgengi er forgangsmál, sem það ætti að sjálfsögðu að vera í hverju og einasta tilfelli. Við teljum einnig hafa tekist að hafa vefinn allan eins einfaldan í framsetningu og kostur gafst, því vefurinn er mjög umfangsmikill. Við sjáum ótal tækifæri til aukinnar þjónustu, bæði með opnun nýja vefsins og með aukinni áherslu á rafræna stjórnsýslu. Stefnt er að því að auka þjónustuna nú strax og möguleika vefsins, til dæmis með fleiri rafrænum þjónustuferlum og netspjalli þar sem hægt er að tala við þjónustufulltrúa í þjónustumiðstöð. Þessar breytingar munu eflaust létta álagið á símaverið og vera til þægindaauka fyrir viðskiptavini og heilbrigðisstarfsfólk sem notar www.tr.is. Hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) er litið á vefinn www.tr.is sem mjög mikilvægt samskiptatæki og þjónustuveitu. Við uppbyggingu hans er leitast við að mæta þörfum notendanna fyrir upplýsingar og þjónustu. Vefur TR Viðtal: Guðmundur Pálsson 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:317

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.