Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 25

Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 25
T Ö LV U M Á L | 2 5 áreiðanleika í þjónustu hins opinbera. 3. Rafræn innkaup Innkaup opinberra stofnana eru talin nema allt að 15% af landsframleiðslu eða um 1.500 milljörðum evra á ári. Því er eftir miklu að sækjast að ná niður kostnaði við innkaup. Ef markmið um rafræn innkaup nást má reikna með að um 40 milljarðar evra sparist7. Margar þjóðir eru reyndar komnar vel á veg í þessum efnum og nefna má sem dæmi Dani sem þegar eru komnir með öll opinber innkaup rafræn. Markmið: • Árið 2010 munu allar opinberar stofnanir í Evrópu geta verið með öll sín innkaup rafræn ef það er á annað borð heimilt samkvæmt lögum. • Árið 2010 munu 50% af innkaupum innan Evrópusambandsins yfir ákveðnu lágmarki vera orðin rafræn. 4. Rafræn skilríki Borgarar nútímans ferðast mikið og flytja milli landa Evrópusambandsins. Þeir þurfa því að hafa greiðan aðgang að þjónustu opinberra aðila hvenær sem er og hvar sem er. Þessu markmiði má ná með því að rafræn skilríki verði viðurkennd innan allra aðildarríkja ESB. Framkvæmdastjórnin mun vinna að því að setja sameiginlega skilmála fyrir rafræn skilríki árið 2007 og endurskoða reglur um rafrænar undirskriftir árið 2009. Markmið: • Árið 2010 munu einstaklingar og fyrirtæki í Evrópu geta notað rafræn skilríki sér til hagræðingar og í samræmi við lög um gagnavernd. Skilríkin verða á ábyrgð hvers lands, en gjaldgeng innan alls Evrópusambandsins. • Árið 2010 mun Evrópusambandið hafa komið sér saman um ramma varðandi notkun rafrænna skjala og rafrænt undirritaðra skjala innan alls sambandsins í samræmi við lög og reglugerðir. 5. Þátttaka í lýðræðislegum ákvörðunum Stór hluti eða 65% þeirra sem haft var samráð við varðandi gerð stefnunnar um i2010 töldu notkun upplýsingatækni geta skipt sköpum varðandi aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku stjórnvalda og aukið áhuga fólks á að nýta sér lýðræðislegan þátttökurétt sinn. Því var ákveðið að bæta þessu atriði við stefnuna. Markmið: • Kanna á með tilraunum hvernig upplýsingatækni getur nýst til að efla samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila. Ísland og i2010 Flest markmið i2010 áætlunarinnar eru í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir 2004-2007, „Auðlindir í allra þágu“8. Íslendingar eru virkir þátttakendur í i2010-áætluninni og aðilar að ráðherrayfirlýsingunni frá nóvember 2005. Hér á eftir verður fjallað um ýmis atriði sem verið er að vinna að á Íslandi til að mæta markmiðum i2010. 1. Aðgengi fyrir alla Í íslensku stefnunni er sérstaklega fjallað um aðgengi fyrir alla. Á síðastliðnu ári gerði Sjá ehf í samvinnu við forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga úttekt á vefjum allra opinberra stofnana9 og fjallaði einn liður könnunarinnar sérstaklega um það hve vel vefirnir uppfylltu reglur um aðgengi fatlaðra. Nýlega var svo gefin út aðgengisstefna fyrir stjórnarráðsvefinn ásamt viðmiðunarreglum um aðgengismál fyrir opinbera vefi10. Þar er einnig að finna leiðbeiningar til stofnana varðandi endurbætur11. Með aðgengi er ekki eingöngu átt við aðgengi fatlaðra, heldur einnig aðgengi að rafrænni þjónustu fyrir þá sem búa afskekkt. Mótuð hefur verið fjarskiptaáætlun og stofnaður fjarskiptasjóður sem hefur það meðal annars að markmiði að koma til móts við þarfir þeirra er lengst búa frá þéttbýlissvæðum. 2. Hagræðing og skilvirkni Í áætlun upplýsingasamfélagsins fyrir 2007 var forgangsraðað verkefnum sem auka skilvirkni og lækka kostnað fyrir einstaklinga og fyrirtæki í landinu. Við fjárlagagerðina var notað sérstakt kostnaðarlíkan til að auðvelda mat á verkefnum. Var þá áætlaður tími og kostnaður þess sem notar viðkomandi þjónustu og hann borinn saman við samsvarandi atriði þegar búið er að gera þjónustuna sjálfvirka. Líkanið sýndi fram á að miklar upphæðir gætu sparast í samfélaginu við að auka sjálfvirkni í þjónustu opinberra aðila. 3. Rafræn innkaup Þetta verkefni er eitt af stærstu verkefnum upplýsingasamfélagsins fyrir árið 2007. Verkefnið mun taka mið af viðurkenndum viðskiptastöðlum og samræmdu verklagi í samráði við atvinnulífið. Verið er að vinna að stefnu um rafræn opinber innkaup þar sem markmiðin um i2010 eru höfð að leiðarljósi. 4. Rafræn skilríki Í íslensku stefnunni er fjallað um rafrænar undirskriftir. Annars vegar er fjallað um almenna notkun og hins vegar að stefnt skuli að opnum en stöðluðum markaði með rafræn skilríki. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að bjóða almenningi og fyrirtækjum upp á rafræn skilríki þegar árið 2007. Fjármálaráðuneytið og Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja hafa í því skyni unnið að því að móta sameiginlegar reglur um rafræn skilríki og væntingar eru um að hægt verði að bjóða almenningi í landinu rafræn skilríki Halla Björg Baldursdóttir Verkefnisstjóri í rafrænni stjórnsýslu, forsætisráðuneyti „Lögð verður áhersla á að gera mikilvægustu tegundir þjónustu er snúa að einstaklingum og fyrirtækjum rafrænar.“ 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3325

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.