Tölvumál - 01.01.2007, Page 36
3 6 | T Ö LV U M Á L
Leyfi sveitingar
Lögreglan hefur með höndum útgáfu ýmissa leyfa, sem henni hefur verið falið
að annast samkvæmt lögum og reglugerðum sem sett hafa verið gegnum tíðina.
Til skamms tíma hélt hvert lögregluembætti utan um leyfaútgáfuna með eigin
hætti. Minni embættin héldu sum hver gamaldags spjaldskrár, önnur notuðu
ritvinnslu eða töfl ureikna til að skrá útgefi n leyfi , en stærri embættin höfðu sum
hver ýmist útbúið sjálf eða höfðu fengið aðkeypta þjónustu til að útbúa einfalda
gagnagrunna til að hafa nauðsynlega yfi rsýn yfi r útgáfu leyfanna.
Rafrænt afgreiðslukerfi
Við undirbúning að gerð kröfulýsingar fyrir nýjan hugbúnað til að skrá og
halda utan um verkefni lögreglunnar, rannsóknarskyld verkefni, sakamál
og annað sem lögreglunni ber að halda skrá um samkvæmt reglugerð um
meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, kom til tals að auka við verkið og láta
þennan nýja hugbúnað halda utan um leyfaútgáfuna. Fljótlega var þó horfi ð
frá því, þar sem mönnum þótti ekki samræmast að blanda saman gögnum
varðandi umsóknir og afgreiðslu leyfa hinna almennu borgara við gögn sem
varða sakamál og sakamenn. Ekki vildu menn hverfa frá því að taka upp
miðlægt kerfi til leyfaútgáfu að svo komnu og möguleikar á aðkeyptum lausnum
skoðaðir, en enginn þótti henta að óbreyttu.
Dómsmálaráðuneytið hafði samið við VKS hf um kaup á leyfum á “Starfanda”
fyrir allar undirstofnanir sínar nokkru áður. Segja má að Starfandi byggist á
lögmálum gamla spjaldskrárkerfanna og einn megin kostur Starfanda er að
tiltölulega auðvelt er að bæta við hann og aðlaga að hinum mismunandi þörfum
notenda. Var því farið að huga að möguleikanum á því að nýta Starfanda
sem grunn að leyfi sveitingakerfi fyrir lögregluna og við frekari skoðun var
sýnt að kerfi ð mundi nýtast sem slíkt. Snemma árs árið 2002 var ákveðið
að ráðast í þessa aðlögun á Starfanda og í hönd fór talsverð greiningar- og
á vefnum
undirbúningsvinna, sem að komu starfsmenn VKS, starfsmenn tölvumiðstöðvar
dómsmálaráðuneytisins (TMD), starfsmenn Ríkislögreglustjórans og síðast
en ekki síst fulltrúar frá stærstu lögregluembættunum á SV-horni landsins.
Ákveðið var að fara af stað með útgáfu 10 algengustu leyfa sem lögreglan
gefur út. Þessir starfsmenn skilgreindu þau atriði sem þurfti að skrá í kerfi ð
í samræmi við lög og reglur, sem og útlit skjala, svo sem leyfi sbréfa o.s.frv.
Starfræksla leyfi sveitingakerfi sins hófst í lok ársins 2002 með útgáfu leyfa fyrir
innfl utning og sölu á skoteldum og strax í ársbyrjun 2003 var farið að gefa öll 10
leyfi n í nýja kerfi nu. Frá því hefur smám saman verið aukið við fjölda leyfanna
og um áramótin 2005 – 2006 voru 28 mismunandi leyfi gefi n út úr kerfi nu.
Megin kostirnir við að starfrækja miðlægt leyfi sveitingakerfi er samræming
í vinnubrögðum og útgáfu leyfa hjá öllum lögregluembættum, sem og að
gjaldtaka fyrir leyfi n er samræmd við lög um aukatekjur ríkissjóðs. Þá ber
að nefna að árlega þarf að birta í opinberum skýrslum fjölda leyfa af hverri
tegund sem lögreglan gefur út. Fram að því að leyfi sveitingakerfi ð var tekið
í notkun, varð að skrifa bréf til hvers og eins lögregluembættis og óska eftir
þessum tölum. Gat því oft liðið nokkur tími þar til búið var að afl a talna frá öllum
embættum. Póstdreifi ng tekur sinn tíma og mörg embættin þurftu að handtelja
afrit af útgefnum leyfum, sem hafði í för með sér að oft tók talsverðan tíma að
fá heildaryfi rsýn yfi r útgáfu leyfa á landsvísu ár hvert. Í dag eru tölfræðilegar
samantektir því leikur einn frá því sem var og nokkrir tugir dagsverka hefur
sparast bara á þessu litla atriði. Þá er ótalið að samkvæmt reglugerð um
veitinga- og gististaði ber að gefa út skrá um leyfi shafa fyrir slíka staði árlega.
Með leyfi sveitingakerfi nu gafst kostur á að taka þessa skrá út rafrænt og er hún
nú birt á lögregluvefnum (www.logreglan.is) og uppfærð einu sinni í mánuði,
en til stendur að gera þessa birtingu sjálfvirka með öllu og uppfæra einu sinni
á sólarhring.
Árni E. Albertsson
Aðstoðaryfi rlögregluþjónn
2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3436