Tölvumál - 01.01.2007, Blaðsíða 37
T Ö LV U M Á L | 3 7
Rafrænar umsóknir
Meðan undirbúningur að leyfi sveitingakerfi nu stóð sem hæst voru miklar
umræður um að hafa kerfi ð úti á “Netinu” og gera almenningi kleift að sækja
um með rafrænum hætti og umsagnaraðilum á sama hátt kost á að veita
sína umsögn rafrænt. Frá því var horfi ð og ástæður þess voru tvíþættar.
Annars vegar þótti ekki tryggt með öllu að gögnin væru fyllilega örugg úti á
“Netinu” og þrátt fyrir að gögnin væru ekki viðkvæmar persónuupplýsingar
í skilningi laga um persónuvernd, vildi lögreglan ekki eiga það á hættu að
utanaðkomandi aðilar gætu komist í gögnin, hvað þá átt við þau með einum
eða öðrum hætti. Hins vegar var ástæðan sú að lögreglan vildi vera viss
um að sá sem sækir um leyfi sé sannanlega sá sem hann segist vera og vó
það þyngst á metunum við ákvörðunina um að reka leyfi sveitingakerfi ð inni á
lokuðu neti dómsmálaráðuneytisins.
Á síðasta ári ákvað dómsmálaráðuneytið, í anda stefnu ríkisstjórnarinnar
undir forystu forsætisráðuneytisins, um “rafrænt Ísland”, að hefja undirbúning
að því að gera almenningi kleift að sækja um hin ýmsu leyfi hjá lögreglunni
um Internetið. Talsverð greiningarvinna fór fram af hálfu starfsmanna VKS
og TMD, með aðkomu starfsmanna Ríkislögreglustjórans. Markmiðin með
því að koma leyfi sveitingakerfi nu þannig út á “Netið” eru meðal annars að:
• Almenningur geti sótt um leyfi á vefnum og sent inn meðfylgjandi gögn
• Leyfi shafar geti fengið yfi rlit um öll sín leyfi og stöðu þeirra
• Umsagnaraðilar geti afgreitt umsóknir á vefnum eða rafrænt í gegnum eign
tölvukerfi
• Umsagnarferlið og tilkynningar þar af leiðandi einfaldað eins og hægt er og
gert sjálfvirkt þar sem það er hægt.
Grundvöllur þess að markmiðin náist eru þau að lausnin taki tillit til öryggis,
sé opin öllum borgurum, sé algjörlega gagnsæ, með mikilli samþáttun og
aukinni sjálfvirkni.
Þessi vinna er nú langt á veg komin og vonir standa til að hægt verði að
hefja tilraunir með umsóknir um tækisfæris skemmtanaleyfi hjá nokkrum
útvöldum embættum, með þátttöku sérvalinna viðskiptavina. Ferlið mun
verða þannig að umsækjandi skráir sig inn á vef leyfi sveitinga hjá lögreglu,
annað hvort í gegnum vefsíðu ríkisskattstjóra og auðkennir sig þannig með
aðgangi þaðan, eða með rafrænum skilríkjum. Umsækjandinn skráir síðan
umsókn sína, sem berst rafrænt til lögreglu hjá því embætti sem valið er sem
viðtökuembætti. Sé umsóknin fullgild og engar hömlur á útgáfu leyfi s, er
umsóknin samþykkt. Við það er álagning leyfi sgjaldsins send til Fjársýslu
ríkisins, TBR, og þaðan til reiknistofu bankanna, sem þýðir að umsækjandinn
getur þá greitt leyfi sgjaldið gegnum netbanka. Þegar staðfesting á greiðslu
leyfi sgjaldsins hefur borist inn í leyfi sveitingakerfi ð fær umsækjandinn
rafrænt boð um að leyfi sbréfi ð sé tilbúið á netinu og getur þá sótt það á pdf
sniði með rafrænni undirritun.
Þegar umsóknum og afgreiðslu tækifæris skemmtanaleyfa hefur verið komið
í fastan farveg er ætlunin að halda áfram og koma öllum öðrum leyfum
inn í þetta rafræna umsóknarferli. Vonir standa til þess að með þessum
hætti verði komið til móts við kröfur viðskiptavina og ekki hvað síst kröfur
nútímans um einföldun og tímasparnað. Þetta mun líka hafa í för með sér
vinnusparnað fyrir starfsfólk lögregluembættanna, en þó nokkur hluti vinnu
vegna umsókna um leyfi hefur farið í að færa inn í kerfi ð þær upplýsingar sem
tilgreindar eru á umsóknareyðublöðum. Með rafrænum umsóknum verða
þær upplýsingar komnar inn í kerfi ð þegar umsóknin berst rafrænt.
2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3437