Tölvumál - 01.01.2007, Side 38

Tölvumál - 01.01.2007, Side 38
3 8 | T Ö LV U M Á L Í upphafi er RÞ byggt upp á þjónustum frá Ríkisskattstjóra (RSK), Tekjubókhaldi Fjársýslu Ríkisins (TBR) og Leyfi sveitingakerfi Ríkislögreglustjóra (LVK). Þar að auki eru ýmsar aðrar endurnýtanlegar þjónustur sem snúa að notendaauðkenningu og rafrænum skírteinum útfærðar og byggðar inn í þjónustulagið. Leitast er við að nota alþjóðlega og opna staðla eins og SOAP, SAML og WSS [1,2,3] til þess að gera tengingar kerfa við RÞ eins auðveldar og mögulegt er. RÞ er hannað og smíðað af Kögun hf. fyrir DKM í samstarfi við verkfræðiþjónustuna Ásverk sem sinnt hefur ráðgjafa störfum fyrir ráðuneytið. Kögun hefur á undanförnum árum verið samstarfsaðili ýmissa stærstu fyrirtækja landsins við innleiðingu á þjónustumiðaðri högun hugbúnaðarkerfa. Á haustmánuðum 2006 verður fyrsta útgáfa af Rafrænu Þjónustulagi (RÞ) Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins (DKM) tekin í notkun. Rafræna Þjónustulagið er tilraunaverkefni DKM á þjónustumiðaðri högun upplýsingatæknimála hjá Tölvumiðstöð DKM (TMD). Gegnum þjónustulagið eru tölvukerfi TMD tengd við ytri notendur ásamt tölvukerfum annarra stofnanna ríkisins. Markmiðið er að safna saman á einn stað forritseiningum og samræma greiðslumiðlun, aðgangsstýringu og notendaauðkenningu. Þannig má auka endurnýtanleika forrita sem lækkar kostnað við ný kerfi og fl ýtir því fyrir bættri þjónustu við borgara. Rafrænt Þjónustumiðuð högun Með sífelldri aukningu á rafrænni þjónustu sem fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum, eykst jafnframt krafa þeirra um rafræna þjónustu. Í hröðu samkeppnisumhverfi skiptir miklu máli að svara kröfunni hratt og vel. Þróunin á viðskiptahugbúnaði er einnig sú að þjónustur eru farnar að byggjast á ferlum sem tengjast mörgum undirliggjandi hugbúnaðarkerfum, en eru ekki lengur byggðar á aðeins einu kerfi . Þessir tveir þættir eru driffjaðrir á þeirri högun upplýsingatæknikerfa sem nefnd er Þjónustumiðuð högun. Þjónustumiðuð högun (e. Service Oriented Architecture, SOA) er hugtak sem mikið hefur verið í umræðunni síðustu 5 árin [4]. Grunnhugsunin í SOA högun er að byggja ferli þvert á grunnkerfi á endurnýtanlegan máta úr safni af skilgreindum þjónustum. Hægt er að hugsa sér sölu fl ugfélags á farmiðum. Upplýsingar um sölu farmiðans þurfa að fara í fl ugbókunarkerfi ð, tekjur þurfa að bókast í fjárhagskerfi ð, upplýsingar um kaup viðskiptavinar þurfa að berast í viðskiptamannakerfi ð (CRM), osfrv. Það að selja fl ugmiða hefur því áhrif á mörg undirliggjandi grunnkerfi fyrirtækisins. Markmið SOA högunar er að auka endurnýtanleika í forritum, með því að byggja kerfi upp á sjálfstæðum, vel skilgreindum forritseiningum (þjónustum) sem geta verið hýstar á aðskildum þjónum. Þessar þjónustur byggja yfi rleitt á SOAP staðlinum og eru nefndar vefþjónustur. Með því að búa til vefþjónustu sem framkvæmir ákveðna viðskiptaaðgerð með tengingum í undirliggjandi grunnkerfi , gefst möguleiki á að nýta þjónustuna í margar og misjafnar lausnir. Þannig geta viðskiptaaðilar tengt tölvukerfi sín beint saman og aukið þannig sjálfvirkt gagnafl æði innan sem utan fyrirtækja. Ef aftur er tekið dæmið um sölu fl ugfélags á farmiða, þá er hægt að hugsa sér að fl ugfélagið myndi búa til vefþjónustu sem myndi hafa það hlutverk að bóka sölu á farmiða. Vefþjónustan myndi koma upplýsingunum til grunnkerfa. Þessa vefþjónustu mætti svo margnýta. Tengja mætti hana beint við ytri vef fl ugfélagsins til þess að gera væntanlegum farþegum fært að bóka sig beint gegnum netið. Einnig gæti fl ugfélagið veitt stærri viðskiptavinum aðgengi beint að vefþjónustunni ef þeir vilja byggja upp kerfi sem bjóða upp á að bóka fl ug. Uppbygging RÞ Í meginatriðum er rafræna þjónustulagið byggt upp á þriggja laga SOA Þorvarður Sveinsson Verkfræðingur hjá Kögun hf. 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3438

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.