Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 8
8 | T Ö LV U M Á L Símenntun kennara Mjög mikilvægt er að huga að símenntun kennara þar sem þróun er ör í upplýsingatækni og ný tækifæri og möguleikar opnast stöðugt í kennslu, námi og starfsþróun. Finna má nýlega umfjöllun um síðastnefnda þáttinn í nýútkomnu riti þar sem m.a. er fjallað sérstaklega um áhrif fjarnáms og nýrra tæknimöguleika á starfsþróun kennara (Jakobsdóttir, McKeown og Hoven, 2010). Viðhorf hafa mjög breyst sem og fagvitund kennara með aukinni menntun. Þróunin hefur verið í átt frá því að líta á kennarastéttina sem vinnuafl/launþega (employees) sem þiggi endurmenntun á vegum vinnuveitenda, í þá átt að kennarar séu fagfólk (professionals) með forsendur til þess að bæði gefa og þiggja í sinni starfsþróun hvort sem er á stað, á neti, á sínum vinnustað, nærsamfélagi, á landsvísu eða út fyrir landsteinana. Vægi óformlegra leiða til starfsþróunar hefur einnig aukist. Eitt nýjasta dæmið hér á landi um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni í starfsþróun kennara er Tungumálatorgið (http://www.tungumalatorg. is) en markmið þess er að styðja við nám og kennslu tungumála og fjölmenningarlegt skólastarf. Verkefnið hefur m.a. verið stutt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands (MVS) og fleiri aðilum. Vettvangurinn samanstendur af upplýsinga-, ráðgjafar-, námsefnis- og samskiptavefjum og getur haft mikla þýðingu fyrir tungumálakennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Skráðir meðlimir eru þegar þetta er skrifað um 149 talsins. Verkefnið hefur vakið áhuga víða og stuðningur fékkst nýlega úr Sprotasjóði til að þróa sambærilegan vettvang fyrir náttúrufræðikennara. Þá er áhugi fyrir að þróa vettvang af sama toga fyrir sérkennara. Mikil þróun á sér nú stað í uppbyggingu óformlegra tengslaneta og formlegri samfélaga á neti. Mjög flókið er hins vegar að skapa hentugt stafrænt umhverfi sniðið að þörfum viðkomandi samfélaga þar sem nýir miðlar, verkfæri og tæknimöguleikar eru í stöðugri þróun. Vanda þarf til vals þeirra og þeirra aðferða sem nýttar eru til að fá góða þátttöku og virkni. Um er að ræða nýtt rannsóknarsvið þar sem mikil þörf er á að skapa meiri þekkingu en áhugasömum er bent á bókina Digital habitats: stewarding technology for communities (Wenger, White og Smith, 2009) og nýtt þemahefti Connectivism: Design and delivery of social networked learning í tímaritinu IRRODL (www.irrodl.org). Áætlun liggur fyrir um rannsóknar- og þróunarverkefni sem hefur fengið heitið NETTORG. Hún hefur verið unnin á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) sem undirrituð stýrir við MVS í samvinnu við fleiri rannsóknarstofur við sviðið og Tungumálatorgið. Ef styrkveitingar fást þá stefnum við annars vegar að því að skoða uppbyggingu tengsla- og félagsneta í menntun og hins vegar munum við skoða sérstaklega Tungumálatorgið. Um er að ræða bæði þróunarverkefni til að stuðla að uppbyggingu torgsins fyrir mismunandi notendahópa og rannsóknir þar sem nýtingin og áhrif hennar eru skoðuð. Verkefnið getur skapað fræðilegan og hagnýtan þekkingargrunn á nýju sviði sem getur gagnast vel til að nýta og þróa nýjar leiðir með nýjum miðlum og tæknimöguleikum í menntun og rannsóknum. Hugsanlega gæti orðið um samstarf að ræða við uppbyggingu nýrrar Menntagáttar. Fyrri útgáfa Menntagáttar var aðallega upplýsingaveita fyrir kennara, námsfólk og foreldra þar sem hægt var að finna námsefni tengt markmiðum í námskrá flokkað eftir bekk/aldri og námsgreinum. Þá var þar að finna upplýsingar um skóla og menntun (CERI/OECD, 2008). Erfitt var halda utan um endurnýjun á efni og hönnunin tók ekki mið af möguleikum tengslaneta. Frumútgáfa af nýrri menntagátt opnaði hins vegar 26. maí sl. (http://alpha.menntagatt. is). Líkist hún Facebook að ýmsu leyti en fyrirhugað er einnig að þróa þar wiki-svæði með menntatengdu efni. Vonast er til að samfélag myndist sem geti tekið virkan þátt í að móta umhverfið hafa samskipti, deila efni og byggja upp þekkingu. Vonir standa einnig til að nýja menntagáttin geti nýst til starfsþróunar kennara og skólafólks. Þó vægi tengslaneta og óformlegra leiða til símenntunar sé að aukast er ekki þar með sagt að formlegri leiðir eigi ekki einnig að standa til boða. Á árunum 2006-2009 var námskeiðið Tölvutök í boði fyrir kennara í Reykjavík og víðar. Námsefnið og námsfyrirkomulagið kom frá Danmörku (Skole- IT), þróað sem nokkurs konar UST-ökupróf m.t.t. kennslu og var þýtt og staðfært fyrir fleiri lönd þar á meðal Ísland. Farið var mjög bratt af stað með yfir 400 kennara skráða úr allmörgum Reykjavíkurskólum og um 80 frá Skagafirði fyrsta árið sem þetta var prófað hér á landi skólaárið 2006- 2007. Um 170-180 kennarar luku námskeiðinu og þó ýmsir væru ánægðir var töluvert um óánægjuraddir. Mörgum fannst þetta of umfangsmikið og voru óhressir í garð skólastjóra sem höfðu skráð alla kennara hjá sér í námskeiðið án mikils samráðs við þá. Hátt á annað hundrað kennara voru þó skráðir í námskeiðið árið á eftir, en árið þar á eftir voru aðeins um 16 sem luku námskeiðinu (vorið 2009). Því miður var ekki gerð formleg úttekt á verkefninu til að skoða betur hvað fór úrskeiðis en e.t.v. hefði verið betra að byrja með fámennari hópa til að sníða vankanta af, og þróa kennslu og námsefni svo áfram. Áhugavert símenntunarnámskeið ætlað kennurum hefur verið þróað í Evrópuverkefninu ICTeacher (sjá http://www.icteacher.eu) Í verkefninu var einnig rannsakað hvernig símenntun kennara væri háttað í upplýsingatækni í Austurríki, Danmörku, Englandi, Spáni og Ungverjalandi. Inntak námskeiðsins sem ætlað er til kennslu með blönduðum hætti (net og stað) snýr t.d. að samskiptum og tengslanetum í kennslu, leikjum, gagnrýni og íhugun, farnámi (mobile learning) og nýtingu stafræns námsefnis. Framtíðar þróun Kennarar jafnt sem nemendur þurfa að þróa með sér nýtt læsi í takt við þróun nýrra gagnvirkra samskiptamiðla. Eins og Guðný Guðbjörnsdóttir (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2010) bendir á felur þetta í sér mikla áskorun fyrir menntakerfið. Við sem störfum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og höfum verið í forsvari fyrir menntun kennara í upplýsingatækni lítum einnig svo á að mjög spennandi verði að vinna í skólaþróun, með nýjum miðlum í samstarfi við vettvang, stjórnvöld og skólasamfélagið allt. Mikilvægt er m.a. að stuðla að auknu framboði símenntunar og fræðslu fyrir kennara um nýtingu upplýsingatækni í kennslu, um fjar- og netnám, frjálsan hugbúnað og opið menntaefni. Við höfum staðið að fjölmörgum námskeiðum á undanförnum árum í grunn- og framhaldsnámi kennaranema, þau hafa verið að þróast í takt við nýja miðla en því miður hafa þau aðeins náð til lítils hluta þeirra þúsunda kennara sem starfa nú á vettvangi. Þróa mætti mörg þessara námskeiða þannig að þau hentuðu og nýttust starfandi kennurum á vettvangi með opnari aðgengi en verið hefur og meiri sveigjanleika varðandi þátttöku, verkefnaskil og/eða mat. Heimildir: sjá sky.is Mikil þróun á sér nú stað í uppbyggingu óformlegra tengslaneta og formlegri samfélaga á neti. Mjög flókið er hins vegar að skapa hentugt stafrænt umhverfi sniðið að þörfum viðkomandi samfélaga þar sem nýir miðlar, verkfæri og tæknimöguleikar eru í stöðugri þróun. Kennarar jafnt sem nemendur þurfa að þróa með sér nýja læsi í takt við þróun nýrra gagnvirkra samskiptamiðla.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.