Tölvumál - 01.11.2011, Page 38

Tölvumál - 01.11.2011, Page 38
3 8 | T Ö LV U M Á L Tölfræðileg afurð ferilvöktunar Ferilvöktunarskeyti eru ekki nýtt eingöngu í rauntíma heldur eru þau geymd í gagnagrunni og nýtt í rannsóknir, endurspilun á útköllum, greiningu á álagspunktum og mælingu á gæðum þjónustunnar sem snýr að viðbragstíma. Nú þegar hafa verið nýttar upplýsingar úr ferilvöktun til þess að finna bestu staðsetningar slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu út frá mælingum á viðbragstíma. Þannig að viðbragstími sé innan settra marka og sem jafnastur fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sending gagna og samskipti við slökkvi- og sjúkrabíla Viti bílar, sem er hugbúnaður sem er staðsettur í öllum ökutækjum SHS, sér ekki eingöngu um að senda frá sér ferilvöktunarskeyti, forritið tekur einnig á móti skilaboðum um útkall frá neyðarverði og birtir áhafnarmeðlimum, einnig geta áhafnameðlimir sent upplýsingar til baka til neyðarvarðar og þannig átt samskipti þar sem ekki er í öllum tilvikum nauðsynlegt að nýtast við beint talstöðvarsamband við neyðarvörð. Viðmót forritsins miðast við að notaðir séu snertiskjáir og því einfalt fyrir áhafnarmeðlimi að nota það í störfum sínum. Innleiðing Í lok sumars 2011 verður hugbúnaðurinn tekin í fulla notkun en reynsluprófanir lofa góðu og er þetta verða töluvert stökk fram á við í nýtingu á upplýsingatækni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. Það er ljóst að möguleikarnir eru margir og spennandi hlutir framundan í tæknivæðingu SHS og uppbyggingu á Tetra kerfinu. Ferilvöktun í rauntíma Ferilvöktun byggir á því að ökutæki senda ferilvöktunarskeyti sem nýtt eru til þess að staðsetja og birta ökutæki á korti. Ferilvöktunarskeyti eru upplýsingastrengur sem sendur er af hugbúnaði í ökutækjum og inniheldur margvíslegar upplýsingar um staðsetningu, stefnu, hraða og stöðu ökutækis. Hugbúnaðurinn Viti bílar gerir sér grein fyrir því hvort kveikt sé á forgangsljósum eða ekki, staðsetning breytist og hvort ökutæki sé lagt, kyrrstætt eða í akstri. Ákvörðun á fjölda skeyta og hvenær þau eru send er t.d. metin út frá hvort ökutæki sé í akstri (sent á 100m fresti) eða forgangsakstri (sent á 50m fresti). Við útfærslu á forritinu Viti ferilvöktun var byggt ofan á opinn kortahugbúnað (Gmap.net). Þessi kortahugbúnaður getur birt kort og reiknað feril eftir vegum milli tveggja hnita á kortinu. Ferilvöktunarskeyti sem berast reglulega frá ökutækjum og innihalda GPS staðsetningarhnit þeirra voru nýtt til að birta táknmyndir af ökutækjum á kortinu og þannig hægt að sjá staðsetningu þeirra, akstursstefnu og hvort kveikt sé á forgangsljósum í rauntíma. Samhliða var útfærð bestun útkallstækja þar sem hægt er að skilgreina útkallsvettvang eftir annaðhvort heimilisfangi eða GPS hnitum og láta forritið reikna út og birta upplýsingar um hvaða ökutæki eru næst vettvangi í tíma. Bestunin tekur einnig mið af forgangi verkefnis sem skilgreint er af notanda og verkefnastöðu ökutækja hverju sinni. Þannig er tryggt að aðeins þeir bílar sem sinnt geta verkefninu miðað við forgang og verkefnastöðu séu með í bestuninni. Þetta gefur varðstjórum og öðrum sem eru að fylgjast með stöðu mála hverju sinni góða yfirsýn og aðstoðar við ákvarðanatöku. Mynd af forritinu Viti ferilvöktun Mynd sem sýnir viðmót í Viti bílar Ferilvöktun byggir á því að ökutæki senda ferilvöktunarskeyti sem nýtt eru til þess að staðsetja og birta ökutæki á korti. Þegar einhver hefur samband við neyðarlínuna og óskar eftir aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS ) getur þurft að koma miklu magni af upplýsingum til þeirra sem eiga að sinna útkallinu.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.