Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 2

Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 2
2 | T Ö LV U M Á L // Ritstjórnarpistill Skýrslutæknifélag Íslands, Ský, er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Markmið félagsins eru m.a. að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar og að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Starfsemin er aðallega fólgin í, auk útgáfu tímarits, að halda fundi og ráðstefnur með fyrirlestrum og umræðum um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Félagsaðild er þrenns konar; aðild gegnum fyrirtæki, einstaklingsaðild og aðild aðila utan vinnumarkaðar. Greitt er fullt félagsgjald fyrir fyrsta mann frá fyrirtæki, hálft fyrir annan og fjórðungsgjald fyrir hvern félaga umfram tvo frá sama fyrirtæki. Einstaklingar greiða fjórðungsgjald. Félagsgjöld 2011: Fullt gjald: kr. 21.500, hálft gjald: kr. 10.700 og fjórðungsgjald: kr. 5.400. Aðild er öllum heimil. Stjórn Ský: Formaður: Sigrún Gunnarsdóttir Varaformaður: Ragnheiður Magnúsdóttir Gjaldkeri: Guðjón Karl Arnarson Ritari: Sigurður Friðrik Pétursson Meðstjórnendur: Hjörtur Grétarsson og Þórhildur Hansdóttir Jetzek Varamenn: Bjarni Sigurðsson Magnús Hafliðason Nefndir og faghópar Ský eru: Orðanefnd Siðanefnd Ritnefnd Öldungadeild Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Vefstjórnendur, faghópur um árangursríka vefstjórnun UT-konur, félag kvenna í upplýsingatækni Fjarskiptahópur, faghópur um fjarskiptamál Öryggishópur, faghópur um öryggismál Faghópur um rafræna opinbera þjónustu Faghópur um hugbúnaðargerð Persónuvernd, fulltrúi Ský: Magnús Hafliðason Sigrún Gunnarsdóttir Fulltrúi í fjarskiptaráði: Aðalmaður: Jón Ingi Einarsson Varamaður: Guðmundur Daníelsson Fulltrúi Ský í nefnd forsætisráðuneytis um þróun upplýsingasamfélagsins: Ebba Þóra Hvannberg forsætisráðuneytis um þróun upplýsingasamfélagsins: Ebba Þóra Hvannberg Ásrún MatthíasdóttirÁgæti lesandi Ný ritnefnd Tölvumála hóf störf síðatliðið vor og langar mig til að byrja á fyrir hönd ritstjórnar að þakka fráfarandi ritstjóra, Þorvarði Kára Ólafssyni, fyrir öflugt starf undanfarin ár og einnig fyrir stuðning og aðstoð við útgáfu þessa blaðs. Mig langar einnig að þakka þeim Brynjari Smára Bjarnasyni og Helgu Jóhönnu Oddsdóttur fyrir þeirra störf, en þau gengu úr ritstjórn nú í vor. Ný ritstjórn ákvað í upphafi að feta nýjar slóðir og færa Tölvumál nær lesandanum með vefútgáfu á síðu félagsins www.sky.is. Hugmyndin er að birta vikulega nýjar greinar um mál er varða upplýsingatækni í víðum skilningi. Við hófum útgáfu á netinu nú í vor með því að setja blaðið frá 2010 á netið og síðan reið Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Sjá ehf., á vaðið þann 24. maí með greininni „Hvað vill notandinn geta gert á vefnum?“ Þegar þetta er skrifað hafa 19 nýjar greinar birst í vefútgáfu Tölvumála og er það von okkar að félagsmenn og aðrir sem láta sig þessi mál varða í framtíðinni verði virkir í að senda okkur áhugaverðar greinar til að stuðla að fjölbreytni í efnisvali og umfjöllun. Menntun í öllu sem snýr að tækni skiptir okkur máli. Við þurfum að huga að því að börn, unglingar og ungt fólk nýti sér alla þá möguleika sem tækninýjungar bjóða upp á í námi, leik og síðar í starfi. Það er mikilvægt að þau öðlist færni til að nýta sér upplýsingatæknina á sem fjölbreyttastan hátt sér til gagns og gaman. Líklega þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að þau kunni ekki á nýjustu viðbæturnar í símann sinn en kannski þurfum við að leggja áherslu á hvernig þau geta nýtt sér þessa færni til að þroskast sem námsmenn. Það þarf að aðstoða þau við að þroskað sig í öflun, úrvinnslu og framsetningu á þekkingu með aðstoð tækninnar um leið og við hvetjum þau til að afla sér menntunar í upplýsingatækni. Í þessu blaði er lögð áhersla á greinar sem tengjast menntun frá ýmsum sjónarhornum, hvernig leikskólabörn nýta tölvuna, hvernig myndavél nýtist í námi og kennslu í náttúrufræði og getu sex og níu ára gamalla barna til að læra forritun. Einnig má lesa um nýtingu upplýsingatækni í kennslu og um tungumál í rafrænum heimi svo fátt eitt sé nefnt. Það er líka gaman að geta sagt frá því að í þessu blaði eru fjórar greinar sem byggðar eru á verkefnum háskólanema þar sem þau hafa tekið fyrir ýmsar hliðar þessa að nota tæknina. Með því að fá nemendur til að skrifa greinar upp úr verkefnum sínum fáum við að kynnast því sem þeim finnst áhugavert og njótum góðs af fjölbreyttu áhugasviði þeirra. Vonandi tekst okkur að fá fleiri greinar í framtíðinni frá þessum hóp. Í blaðinu er einnig að finna ýmsar aðrar greinar um áhugaverð efni að vanda. Ásrún Matthíasdóttir Ritstjóri Viltu ganga í Ský? Skýrslutæknifélag Íslands, í daglegu tali nefnt Ský, er félag allra þeirra sem vinna við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráð stefna um upplýsingatækni og hlúa að því öfluga þekkingar- og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og veita þannig félags- mönnum sínum virðisauka og vegsemd. Markmið Ský eru: • að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna • að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni • að stuðla að góðu siðferði við notkun upp­ lýsinga tækni • að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýs­ inga tækni Innan Ský starfar ritnefnd, orðanefnd og siða- nefnd. Einnig eru fjölmargir faghópar innan félagsins: • faghópur um árangursríka vefstjórnun • Fókus, faghópur um upplýsingatækni í heil­ brigðis þjónustu • Öldungadeild, ætlaður þeim sem hafa starfað lengur en 25 ár við UT • UT­konur, tengslanet kvenna í upplýsinga­ tækni geiranum • faghópur um rafræna opinbera þjónustu • faghópur um öryggismál • faghópur um fjarskiptamál • faghópur um hugbúnaðargerð Og af hverju ættir þú að verða félagi? • Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn • Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun og upplýsingatækni • Leið að faghópastarfi innan félagsins. Aðstoð við stofnun faghóps innan félagsins. Hafi félags menn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet myndi félagið aðstoða við það. • Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/ með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins • Tengslanet, tengslanet, tengslanet ... Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Ský, www.sky.is og einnig er velkomið að setja sig í samband við skrifstofuna ef eitthvað er óljóst.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.