Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 23
T Ö LV U M Á L | 2 3
Dynamics NAV
Borgartún 26 » 105 Reykjavík
Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri
Sími: 545 3200 » Fax: 545 3201
sala@maritech.is » www.maritech.is Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
Hagkvæmar og traustar lausnir
sem tryggja forskot í samkeppni
www.maritech.is
Microsoft Dynamics NAV
viðskiptalausnir
- tryggir þér samkeppnisforskot
Hvernig fáum við fleiri
konur í upplýsingatækni?
Upplýsingatækni og hagvöxtur
Fjöldinn allur er til af rannsóknum sem hafa sýnt fram á þátt upplýs-
ingatækninnar þegar kemur að tækniframförum og afleiddri framleiðni-
aukningu. Almenn niðurstaða þessara rannsókna er að þær þjóðir sem
hafa hvað mest stutt við upplýsingatækniiðnað og ýtt undir almenna
notkun upplýsingatækni nýta framleiðsluþætti betur, sem þýðir aftur aukna
samkeppnishæfni og meiri hagvöxt.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður hefur ekki verið mikil umræða um
upplýsingatækni í þessu samhengi hér á landi hin síðustu ár. Eftir að
netbólan sprakk um aldamótin og í ljós kom að væntingar um þróun
netverslunar myndu ekki ganga eftir, beindist athygli fólks að öðrum
atvinnugreinum. Þróunin var þó síður en svo hætt. Svo eitt dæmi sé nefnt,
þá var ein af forsendum framleiðniaukningar í fjármálageiranum hin nýja
tækni sem bauð upp á nýjungar eins og netbanka og kaup og sölu á
verðbréfum á netinu. Þegar hér var komið var upplýsingatæknin komin bak
við tjöldin og þáttur hennar ekki eins sýnilegur og þegar netbólan stóð sem
hæst.
Lítil ásókn stúlkna í tæknigreinar hérlendis
Svo virðist sem minnkandi umræða um mikilvægi upplýsingatækninnar hafi
að einhverju leyti orðið til þess að draga úr áhuga nemenda á að sækja
nám í greininni, því eftirspurn eftir menntuðu fólki á þessu sviði er svo
sannarlega til staðar. Eins og sést á myndinni hér að neðan, hefur verið
stöðug leitni til fjölgunar nemenda á háskólastigi frá árinu 1997 (hægri ás).
Þegar tölvunarfræðin er skoðuð sérstaklega má sjá gríðarlegan samdrátt í
nemendafjölda frá árinu 2000 (fyrir utan örlitla aukning á fjölda karlmanna
síðustu tvö árin, 2009-2010). Þessi skortur á áhuga á upplýsingatækni
virðist hafa átt frekar við um kvenþjóðina. Á árinu 2001 voru nær 30%
nemenda í tölvunarfræði konur en á árinu 2010 voru konur aðeins 12,5%
af heildarnemendafjölda. Þetta hlutfall hefur farið nær stöðugt minnkandi
og í einstökum árgöngum hefur það farið allt niður í 5%. Til samanburðar
var 51% í nemenda í viðskiptafræði kvenkyns á árinu 2010 og ríflega 62%
af heildarfjölda nemenda á háskólastigi.
Þórhildur Hansdóttir Jetzek,
M.Sc. Hagfræði
Út af lágu hlutfalli kvenna í stéttinni
virðist einfaldasta leiðin til að fjölga fólki
í upplýsingatækni vera að auka hlut
kvenna.
Ástand og aðgerðir erlendis
Þetta vandamál er ekki einskorðað við Ísland, en samkvæmt nýlegri
rannsókn sem var unnin fyrir European Schoolnet af Agueda
Gras-Velazquez, Alexa Joyce and Maïté Debry, eru innan við 20%
tölvunarfræðinga á Evrópusambandssvæðinu konur. Þessi staðreynd er enn
sérkennilegri í ljósi þess að höfundar telja að um 300.000 tæknimenntaða
einstaklinga hafi vantað á þessu svæði árið 2010.
Hér á eftir eru taldar upp nokkrar niðurstöður þessarar könnunar:
• Stúlkur á framhaldsskólastigi eru svipaðar strákum í getu í upplýs inga-
tæknitengdum greinum.
• Flestar stúlkur höfðu gaman af upplýsingatækni í skóla en það leiddi
ekki til að þær kysu nám eða starf í greininni.
• Kvenkyns fyrirmyndir höfðu mikil áhrif á stúlkur þegar þær völdu
áframhaldandi nám/starfsvettvang.
• Þær fyrirmyndir sem stelpur nefndu voru nær aldrei úr tæknigreinum.
Þó voru flestar mæður jákvæðar gagnvart upplýsingatækni.