Tölvumál - 01.11.2011, Qupperneq 10

Tölvumál - 01.11.2011, Qupperneq 10
1 0 | T Ö LV U M Á L Nýlega voru birtar nýjar tölur um samkeppnishæfni Íslands meðal 142 þjóðríkja en slík úttekt er gerð árlega á vegum Alþjóðaefnahagsráðsins (e.World Economic Forum). Á hverju ári er veruleg eftirvænting að sjá hver staða Íslands er í hvert sinn þegar þessar niðurstöður eru birtar, en ráðið hefur unnið slíkar úttektir allt frá árinu 1979. Viðsnúningur frá árinu 2010 Ísland mældist í 30. sæti í ár í samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins en mælikvarðinn á að segja til um samkeppnishæfni þjóða fyrir tímabilið 2011 og 2012. Um er að ræða vísitölu fjölmargra mælikvarða sem falla undir 12 stoðir sem eru; stofnanir, innviðir, efnahagslegt umhverfi, heilsa og grunnmenntun, framhaldsnám og þjálfun, virkni markaða, sveigjanleiki vinnumarkaðar, þróun fjármálamarkaðar, tæknilegur viðbúnaður, markaðs- stærð, þróun viðskipta og nýsköpun. Þar sem um er að ræða vísitölu þá er þetta hlutfallslegur mælikvarði þannig að verulegar umbætur í einu landi færir það ekki endilega upp listann ef umfang umbóta er sambærilegt eða meira í viðmiðunarlöndunum. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtamöguleika. Viðsnúningurinn í ár er eitt sæti þar sem Ísland var í 31. sæti áður. Hins vegar féll landið niður um sex sæti árið 2010. Sviss er efst á lista yfir samkeppnishæfni þjóða, Singapúr í öðru sæti og nágrannaþjóð okkar, Svíþjóð, vermir þriðja sætið. Svíþjóð og Singapúr skipta um sæti á milli ára en Svíþjóð var í öðru sæti í fyrra og Singapúr í því þriðja. Finnland er hástökkvari ársins en landið er nú komið í fjórða sæti úr því sjöunda. Athygli vekur að Bandaríkin láta enn undan og eru núna í fimmta sæti listans. Þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins og fjármálamarkaður dregur úr samkeppnishæfni Íslands Í umsögn Alþjóðefnahagsráðsins um stöðu Íslands segir að eftir að landið hafi fallið um ellefu sæti síðastliðin tvö ár blasi nú við viðsnúningur þar sem landið færist upp um eitt sæti. Þrátt fyrir erfiðleika að undanförnu nýtur landið góðs af nokkrum sterkum samkeppnisþáttum. Hér er um að ræða þætti eins og menntun á öllum stigum (í 5. sæti og 9. sæti varðandi heilbrigðismál, grunn- og framhaldsmenntun og fagþjálfun), nýsköpunardrifið viðskiptalíf (19. sæti) og aðlögunarhæfni að tækninýjungum sem auka framleiðslugetu (3. sæti). Það hversu sveigjanlegur vinnumarkaðurinn er hefur einnig mikil áhrif (10. sæti). Það sem dregur úr samkeppnishæfni landsins er þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins (131. sæti) og veikur fjármálamarkaður (108. sæti). Þýskaland er leiðandi í samkeppni ríkja innan evrusvæðisins Evrópulönd eru ríkjandi í tíu efstu sætum listans um samkeppnishæfni. Eins og fyrr segir er Sviss í fyrsta sæti, Svíþjóð í öðru, Finnland í fjórða. Þýskaland í sjötta og Holland i sjöunda sæti. Þar á eftir kemur Danmörk í áttunda sæti og Bretlandi í því tíunda. Japan fellur um þrjú sæti milli ára en heldur stöðu sinni sem samkeppnishæfasta þjóðríkið í Asíu. Kínverska alþýðulýðveldið heldur áfram að klífa upp listann, nú um eitt sæti og sjá má greinilegar framfarir í mörgum öðrum ríkjum í Asíu. Um fall Bandaríkjanna segja skýrsluhöfundar að við ójafnvægi í efnahagskerfinu hafi bæði opinberar stofnanir og stofnanir í einkageiranum veikst í Bandaríkjunum, auk þess sem menn hafa haft viðvarandi áhyggjur af ástandi fjármálamarkaðanna. Einnig hefur vantraust fólks á þróun stjórnmála og skilvirkni hins opinbera aukist. Þýskaland er leiðandi í samkeppni ríkja innan evrusvæðisins, þrátt fyrir að falla um eitt sæti milli ára. Holland fer upp um eitt sæti (7.sæti), Frakklandi fellur um þrjú sæti í það átjánda og Grikkland heldur áfram að falla og er komið í 90. sæti. Þróun viðskipta og nýsköpun Í mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins flokkast Ísland sem nýsköpunardrifin þjóð en þjóðum er skipt í þrjá flokka; framleiðnidrifin-, skilvirknidrifin- og nýsköpunardrifin hagkerfi. Tafla 1 sýnir þetta nánar og hvert vægi einstakra stoða innan vísitölurnar er eftir mismunandi tegundum hagkerfa. Flokkun þjóða fer mikið eftir grunnstoðum samfélagsins bæði opinberum og rekstri fyrirtækja, stöðu menntunar og heilbrigðismála svo fátt eitt sé nefnt. Tafla 1. Vægi helstu flokka eftir tegund hagkerfa (í %) Undirflokkar Framleiðnidrifin þróun Skilvirknidrifin þróun Nýsköpunardrifin þróun Grunnþarfir 60 40 20 Skilvirkni 35 50 50 Nýsköpun og þróun viðskipta 5 10 30 Þegar litið er til þriggja stoða af tólf sem áhugavert er að rýna í frekar með hliðsjón af nýsköpun og stöðu upplýsingatækni hér á landi kemur fram að staða landsins er ágæt þó svo við ættum ekki að láta okkur nægja annað en 1. sæti í allfestum flokkum. Töflur 2 og 3 segja til um stöðu nokkurra megin atriða undir flokknum þróun viðskipta og svo nýsköpun. Til samanburðar er sýnd staða Sviss sem er í fyrsta sæti og Danmörk sem þykir alltaf raunhæft til samanburðar. Samkeppnishæfni Íslands og upplýsingatæknigeirans Karl Friðriksson,framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðsstofu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.