Tölvumál - 01.11.2011, Side 15

Tölvumál - 01.11.2011, Side 15
T Ö LV U M Á L | 1 5 KOMDU Í HR Á VORÖNN! Opið fyrir umsóknir www.hr.is HÁSKÓLANÁM VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK • Verkfræði • Tölvunarfræði • Tæknifræði • kerfisfræði • iðnfræði • Byggingafræði* * Ekki verður tekið við umsóknum á vorönn UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. DESEMBER Börnin í undralandi tölvuleikjanna Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni og þekkingu á henni. Í dag er þjóðfélagið háð tæknimenntuðu fólki til að nýta sér tæknina og oft á tíðum veit fólk ekki hvað er í boði. Því þarf strax að byrja að þjálfa upp næstu kynslóð og efla tölvufærni barna í þágu þverfaglegrar hæfni þeirra í framtíðinni. Börnin þurfa að að læra að vinna með tölvuna en ekki bara vinna á hana – líkt og þau þurfa að læra að skrifa jafnt sem þau læra að lesa. Saga forritunarkennslu Þegar tölvurnar komu fyrst til sögunar á árunum 1970 til 1980 var mikill áhugi að kenna börnum hvernig ætti að forrita. Þúsundir skóla byrjuðu að kenna börnum forritun í Logo eða Basic. Fljótlega skiptu skólarnir um stefnu þar sem þetta var ekki að ganga eins og vonast var til. Það sem er talið hafa ollið því að svona illa gekk eru eftirfarandi þættir; forritunarmálin voru of flókin, verkefnin sem átti að leysa voru ekki nægjanlega spennandi (gengu til dæmis út á að teikna línur eða reikna prímtölur) og oft var ekki nægilegur stuðningur og kunnátta til staðar hjá leiðbeinendum (Resnick o.fl., 2009). Rannsóknir hafa sýnt að þegar nemendur byrja í tölvunarfræði finnst þeim oft erfitt að ná tökum á forritun. Af því leiðir að mikið er um að nemendur gefist upp á fyrsta ári í námi í tölvunarfræðum (Dunican, 2002; Jenkins, 2002; McCracken o.fl., 2001; Proulx, 2000). Jenkins (2002) telur vera nokkrar ástæður fyrir þessu brottfalli og þessum erfiðleikum sem nemendur lenda í. Í fyrsta lagi þá telur hann að ekki sé hægt að læra forritun aðeins af bókum heldur verða nemendur að forrita, en margir nemendur nýkomnir í háskóla halda annað af reynslu úr öðrum fögum. Í öðru lagi er forritun yfirleitt alveg nýtt viðfangsefni fyrir nemendur. Þeir þurfa því að aðlaga sig námslega að því að læra forritun. Að lokum þá loðir við forritun að aðeins „nördar“ kunni að forrita og að það sé mjög erfitt að læra hana. Ef nemendur koma með það viðhorf í skólann getur það haft áhrif á hversu móttækilegir nemendur eru (Jenkins ,2002). Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað Laufey Dís Ragnarsdóttir, tölvunarfræðingur og sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík Rakel Sölvadóttir, tölvunarfræðingur og sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík Menntakerfið í dag Þrátt fyrir mikla tækniþróun og aukna tölvunotkun undanfarin ár og áratugi, hefur grunnskólakerfið ekki aðlagað sig að þeirri þróun. Grunnskólar kenna börnum í dag aðeins almenna tölvunotkun, þeim er kennt að nota forritin sem til eru en ekki kennt að búa til sín eigin forrit. Börn í dag geta spilað leiki, vafrað um á netinu og vita hvernig allt virkar en fá börn geta búið til sína eigin leiki eða smíðað sín eigin forrit. Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað (Wing, 2006). Hefjum kennslu í forritun strax á fyrsta stigi í grunnskóla Eitt af því sem börn gera best er að læra tungumál. Forritunarmál eru ein tegund tungumála sem bæði maður og tölva skilja. Þessi eiginleiki barna að læra tungumál fer minnkandi eftir 12 ára aldurinn. Greinarhöfundar gerðu rannsókn á getu 6 og 9 ára barna til að læra forritun, sú rannsókn gaf til kynna að börn allt niður í 6 ára hefðu bæði áhuga og getu til að læra forritun. Við vitum að ung börn eru mjög móttækileg og lærdómur á unga aldri hefur áhrif á framtíð barnsins. Rannsóknir og áhrif forritunarkennslu Lítið sem ekkert hefur verið rannsakað á þessu sviði síðan í kringum árið 1980 og þá einungis um mjög lítil úrtök að ræða. En þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa sýnt fram á að kennsla í forritun hafi jákvæð áhrif á meðal annars eftirfarandi: - Læra betur að setja sig í spor annarra. - Ná betur að endurspegla og þekkja sína eigin hugsun. - Margþættari hugsun. - Aukin geta í verkefnaúrlausn. - Aukin rýmisgreind. - Aukin rökhugsun. Með því að forrita tölvuna til að gera það sem börnin vilja þá þurfa þau að setja sig í sporin sjálf og hugsa út í hvernig þau myndu sjálf leysa verkefnið og þá endurspegla sína eigin hugsun (Papert, 1980). Þeir Gorman og

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.