Tölvumál - 01.11.2011, Page 29

Tölvumál - 01.11.2011, Page 29
T Ö LV U M Á L | 2 9 Settar voru upp frjálsar hugbúnaðarlausnir fyrir umsjón sýndarvéla, miðlæga auðkenningu, stillingar útstöðva, prentun, heimasvæði og afritun. Tölvur starfsmanna, vélar í kennslustofum og í tölvuverum voru uppfærðar í frjálst stýrikerfi byggt á Ubuntu. Frelsið var nýtt til að sníða það nákvæmlega að þörfum skólans og útkoman varð kunnuglegt viðmót sem býður meðal annars upp á nýlegan vafra, ritvinnslu, töflureikna og glærukynningakerfi. Þegar starfsmenn komu úr sumarfríi hófst fræðsluátak. Haldin voru stutt kynningarnámskeið fyrir alla starfsmenn skólans, þar sem farið var yfir notkun kerfisins, auk þess að kynna hugmyndafræðina og samfélagið bak við frjálsan hugbúnað. Sérstaklega var farið yfir hvernig væri best að færa kennslugögn úr Microsoft skjölum yfir í opin snið frjálsa hugbúnaðarins, útskýrt var hvað gæti farið úrskeiðis og hvernig mætti leysa algengustu vandamálin. Námskeiðin voru vel sótt og þóttu ómissandi þáttur í innleiðingunni. Fyrstu skóladagarnir Fyrstu skóladagarnir gengu vel fyrir sig. Nemendur kipptu sér ekkert upp við breytt tölvuumhverfi, hugsanlega af því að Facebook og YouTube eru eins, sama hvaða stýrikerfi er! Væntingar um hraðvirkara og léttara umhverfi stóðust og það gekk stóráfallalaust að færa gögn milli kerfa. Flest vandræði sem komu upp leystust samdægurs. Boðið var upp á þjónustuborð þar sem starfsmenn gátu fengið aðstoð símleiðis og fyrstu dagana var tæknimaður yfirleitt á svæðinu, en það hlýtur að teljast góðs viti að hann hafði nánast ekkert fyrir stafni. Annað tilefni til bjartsýni var þegar fulltrúar nemendafélagsins óskuðu eftir að fá „Linux“ á sínar vélar líka. Þeim varð að sjálfsögðu að ósk sinni. Framtíðin Þó að innleiðingin sé nú að mestu yfirstaðin, er vinnunni ekki lokið og verður það kannski aldrei enda er MR lifandi umhverfi þar sem þarfir koma til með að breytast. Bregðast þarf við uppákomum, hvort sem eru bilanir eða hrekkir fjörugra nemenda. Hugbúnaðurinn stendur ekki í stað og skólinn mun þurfa að taka afstöðu til þess hve oft og hve ört skal uppfæra. Enn á eftir að koma reynsla á kerfið og samstarf þeirra sem að því standa, og það á eftir að koma í ljós hver sparnaðurinn verður þegar allt er talið. Kanna þarf hug nemenda til breytinganna og hugsanlega verður hægt að virkja þá og vekja athygli þeirra á frjálsum hugbúnaði. Vinnan heldur því áfram. Loks á ein afurð verkefnisins eftir að líta dagsins ljós, en stefnt er að því gefa frjáls bæði kerfishönnun og stillingar á heimasíðu þess http://opinn. mr.is/. Vonandi mun það nýtast öðrum skólum í framtíðinni. Þriðji fjárhagslegi ávinningurinn frjáls hugbúnaðar í MR lýtur að nemendum og aðstandendum þeirra, en miklu munar ef þessi stóri hópur þarf ekki að kaupa hugbúnað vegna námsins. Til lengri tíma eru líkur á að þetta leiði til sparnaðar enn víðar, þegar þekking á frjálsum hugbúnaði berst með nýstúdentum út í atvinnulífið. Gæði kennslunnar En snýst þetta þá bara um peninga? Önnur spurning sem vaknaði fljótt var hvort gæði námsins hlytu skaða af breytingunni, var nokkuð verið að skerða námið með því að taka upp „ódýrt, annars flokks“ tölvukerfi? Fyrir nokkrum árum hefði það hugsanlega verið tilfellið, en frjáls hug bún- aður hefur þroskast mjög og sannað sig á mörgum vígstöðvum. Veraldarvefurinn er einmitt eitt sterkasta vígi frjáls hugbúnaðar og margir vinsælustu vefirnir og vafrarnir í dag byggja á frjálsum hugbúnaði. Þetta skipti skólann máli, því hann var þegar búinn að skipta yfir í veflægar lausnir fyrir tölvupóst, nemendaskrá og ýmis önnur stoðtæki kennslunnar. Á þeim sviðum voru því engar hindranir í vegi innleiðingarinnar. Önnur mikilvæg þróun sem gerði innleiðinguna mögulega, var að viðmót frjáls hugbúnaðar hefur þróast í þá átt að verða keimlíkt því sem menn hafa vanist úr heimum Microsoft og Apple. Yfirfærsla reynslu og þekkingar milli þessara kerfa hefur því einfaldast til muna, en þetta var ein mikilvægasta forsenda innleiðingarinnar því nauðsynlegt er að nemendur verði færir um að bjarga sér í öðrum tölvukerfum þegar þeir útskrifast. Auk þess að standast þessar grunnkröfur, var það mat manna að frjáls hugbúnaður hefði ýmislegt sérstakt fram að færa. Allir nemendur gætu fengið afrit af öllum hugbúnaði sem kennt væri á og að auðveldara yrði að sameinast með atvinnulífinu eða öðrum stofnunum um að lagfæra eða þýða á íslensku forrit sem í dag henta ekki aðstæðum skólans. Jafnvel mætti búa til námskeið í kringum slík verkefni og vinna með nemendum. Loks var það talinn kostur að við það að kynnast frjálsum hugbúnaði í skólanum, yrðu nemendur tölvulæsari og meðvitaðri um að til séu valkostir við lokaðan hugbúnað. Unga fólkið öðlast þar með aukið val og mun búa að því að geta nýtt sér frjálsan hugbúnað þar sem það á við. Undirbúningur og innleiðing Þegar tekin hafði verið ákvörðun um innleiðinguna hófst mikið starf. Velja þurfti hugbúnað, setja kerfin upp og huga að fræðslu og rekstri til lengri tíma. Hvað reksturinn varðar var talið nauðsynlegt að skólinn gæti kallað eftir þjónustu fagaðila þegar innleiðingunni lauk, en enginn þeirra sem unnu við verkefnið er fastráðinn við skólann. Því var snemma leitað eftir ráðgjöf og aðstoð með ýmsa þætti, til að tryggja að sem flestir hefðu þekkingu á nýja kerfinu og menn kæmu ekki af fjöllum þegar skólinn kallaði eftir aðstoð seinna. Veraldarvefurinn er einmitt eitt sterkasta vígi frjáls hugbúnaðar og margir vinsælustu vefirnir og vafrarnir í dag byggja á frjálsum hugbúnaði.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.