Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 11
T Ö LV U M Á L | 1 1
Ísland mældist í 30. sæti
í ár í samkeppnisvísitölu
Alþjóðaefnahagsráðsins en mælikvarðinn
á að segja til um samkeppnishæfni þjóða
fyrir tímabilið 2011 og 2012.
Tafla 2. Þróun viðskipta. Viðmiðin vega 15% innan
vísitölunnar.
Ísland Danmörk Sviss
Magn nálægra birgja 108 37 6
Gæði nálægra birgja 29 11 1
Staða klasaþróunar 55 16 8
Tegund
samkeppnisyfirburða
37 3 2
Breidd 38 12 3
Eftirlit með alþjóðlegri
dreifingu
5 10 6
Þróunarstig framleiðslu 24 9 2
Umfang markaðsstarfsemi 28 12 5
Vilji til að dreifa ábyrgð 12 2 6
Þegar litið er til þróunar viðskipta má sjá að þar er verulegt svigrúm til
umbóta. Lega landsins skýrir að einhverju leyti stöðu okkar varðandi
viðmiðið eins og „magn nálægra birgja“. Hins vegar eru þarna augljóslega
þættir sem erfitt er að afsaka eins og „staða klasa þróunar“, „breidd
virðiskeðjunnar“ og „umfang markaðstarfsemi“.
Tafla 3. Nýsköpun. Viðmiðin vega 15% innan vísitölunnar.
Ísland Danmörk Sviss
Geta til nýsköpunar 18 9 2
Gæði rannsóknastofnana 22 14 2
Framlög fyrirtækja til r&þ 26 7 3
Samstarf fyrirtækja og
háskóla
17 15 1
Kaup stjórnvalda á háþróaðri
tækni
18 20 14
Aðgengi að vísinda- og
tæknimönnum
6 25 15
Fjöldi veittra einkaleyfa 18 12 7
Við skoðun á stoðinni nýsköpun kemur fram að staða landsins er ásættanleg
þegar á heildina er litið en þarna leynast þó þættir sem skoða þarf frekar
eins og „gæði rannsóknastofnana“, „framlög fyrirtækja til R&Þ“ og „fjöldi
veittra einkaleyfa“.
Á síðasta ári vorum við í 12. sæti
á sviði sem nefnt er tæknilegur
viðbúnaður og snýst að mestu um stöðu
upplýsingatæknigeirans.
Staða upplýsingageirans
Á síðasta ári vorum við í 12. sæti á sviði sem nefnt er tæknilegur viðbúnaður
og snýst að mestu um stöðu upplýsingatæknigeirans. Alþjóðaefnahagsráðið
gefur út árlega sérskýrslu fyrir þetta svið sem nefnist Global Information
Technology Report. Útgefnar skýrslur er hægt að nálgast á vefsíðu ráðsins
www.weforum.org.
Eins og tafla 4 sýnir þá er staða mála góð þegar litið er til flestra viðmiða í
þróun tæknilegs viðbúnaðar hér á landi. Það sem dregur hins vegar stöðuna
verulega niður er þáttur erlendra fjárfestinga. Að mörgu leyti er þetta rauður
þráður þegar litið er til flestra annarra atvinnugreina samanber skýrslu sem
nýlega var gefin út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands um samkeppnishæfni
ferðaþjónustunnar. Til samanburðar er Sviss í 27. sæti og Danmörk í 20.
sæti hvað erlenda fjárfestingu varðar í upplýsingatæknigeiranum.
Tafla 4. Þróun tæknilegs viðbúnaðar hér á landi frá 2009
til 2012.
Viðmiðunartímabil 09/10 10/11 11/12
Tæknilegt viðbúnaðarstig 1 2 4
Tækniyfirfærsla fyrirtækja 1 1 2
Erlend fjárfesting sem hvati
fyrir tækniyfirfærslu
97 82 79
Fjöldi notenda 17 1 1
Áskrift að breiðbandsnotkun 7 9
Flutningsgeta í gegnum
breiðband
6 4 2
Skýrsla Global Information Technology Report 2011 – 2012 er væntanleg
fyrstu mánuði næsta árs. Það verður fróðlegt að skoða stöðu mála
upplýsingageirans þegar skýrslan kemur út. Um er að ræða mjög ítarlega
úttekt á þessu sviði. Hægt verður að nálgast skýrsluna á heimsíðu
Alþjóðaefnahagsráðsins, www.weforum.org eða þá á heimasíðu
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www.nmi.is en þar eru jafnframt ýmis
gögn er tengjast umræðunni um samkeppnishæfni og þróun heimsmála
eins og nýútkomin skýrsla, Áhættu þættir á heimsvísu, en þar er meðal
annars fjallað um netöryggi frá ýmsum sjónarhornum