Tölvumál - 01.11.2011, Síða 46

Tölvumál - 01.11.2011, Síða 46
Starfsemi félagsins hefur verið mjög blómleg síðustu misseri. Gífurlegt framboð er af viðburðum og margir að slást um tíma fólks og því þykir okkur sá fjöldi sem mætir á viðburði Ský sýna að við erum á réttri leið með val á efni og formi viðburða. Stjórn Ský og stjórnir faghópanna ásamt framkvæmdastjóra Ský bera hitann og þungann af skipulagningu viðburða ásamt sjálfboðaliðum sem taka þátt í undirbúningsnefndum. Við erum alltaf tilbúin að grípa góðar hugmyndir og fá fram umræður um þær og því viljum við endilega heyra í félagsmönnum lumi þeir á góðri hugmynd að viðburði eða til að bæta starfsemi Ský. Einnig vantar okkur alltaf gott fólk í undirbúningsnefndir. Hafðu endilega samband í gegnum sky@sky.is ef þú vilt vera með. Vefsíðan www.sky.is er andlit félagsins útá við og var hún einfölduð og hresst uppá útliti hennar í vor. Einnig varð vefútgáfa Tölvumála að veruleika og birtast nú vikulega nýjar greinar á forsíðu Ský um þau mál sem heitust eru í tölvugeiranum hverju sinni. Þar er hægt að skrifa ummæli um greinarnar og deila á samskiptamiðla. Ritstjórn félagsins sér um vefútgáfuna ásamt prentútgáfu Tölvumála og liggur mikil vinna að baki við að finna áhugaverðar greinar, prófarkalesa og setja upp þannig að vel fari. Allir sem áhuga hafa á tölvumálum geta sent inn greinar á ritstjóra Tölvumála á asrun@hr.is. Til að auka enn breitt viðburða var bætt við nokkrum nýjungum á árinu. Fyrst má nefna UT messuna en þar var Ský í fararbroddi með nokkrum aðilum úr UT geiranum og vildum við fyrst og fremst sýna almenningi hve mikil gróska er í UT málum á Íslandi og í leiðinni hvetja ungt fólk til að velja tæknigreinar sem framtíðarstarf. Réttur til að vita (International Right to Know Day), var haldinn þann 28. september og var það mjög fróðleg ráðstefna um rétt almennings að opinberum gögnum og gegnsærri stjórnsýslu. Ský mun að ári halda aftur uppá þennan dag með fróðlegum viðburði. Að lokum er Ský eitt af þeim félagasamtökum sem tekur þátt í Mannamóti en þar hittast félagsmenn nokkurra félaga á Íslandi og byggja upp tengslanet undir forystu ÍMARK. Það væri gaman að sjá félagsmenn Ský mæta á Mannamótin því hér erum við að auka fjölbreytni í félagsstarfinu. Að lokum hvet ég ykkur til að tengjast Ský á LinkedIn, Facebook og Twitter og taka þátt í umræðum á samskiptamiðlunum. Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský Frá skrifstofu Ský Arnheiður Guðmundsdóttir. Öflugt vefumsjónarkerfi fyrir kröfuharðan heim www.eplica.is | www.hugsmidjan.is

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.