Tölvumál - 01.10.2012, Side 5

Tölvumál - 01.10.2012, Side 5
5 Innlendir fjárfestar mega gjarnan kynna sér þennan iðnað betur, bæði hvað varðar áhættu og tækifæri. Stjórnvöld mega sjá að þarna er á ferðinni geiri sem spinnur saman sagnahefðina, hugvit og gríðarlega þörf okkar á að skapa vel launuð störf sem stuðla að auknum gjald eyristekjum. Það er margt sem ýtir undir þá hugmynd að tölvuleikir geti orðið styrk stoð til frambúðar í íslensku atvinnulífi, á sama hátt og kvikmyndaiðnaðurinn virðist vera að gera um þessar mundir. Það er ánægjulegt að taka þátt í þessari þróun. Auðvitað munu einhver áföll verða og einhverjar tilraunir munu ekki takast en þannig er það alltaf. Það er hins vegar mikilvægt að láta það ekki stöðva þann mikla og góða árangur sem hefur þegar náðst og að öllum líkindum munu nýir sprotar spretta upp frá því sem ekki gengur. Þá verður frábært þegar landið nær þeim stalli að allt það góða fólk, sem hefur flutt út í heim, ákveður að snúa aftur og opna fyrirtæki hér eða jafnvel stuðla að því að erlend félög ákveði að hafa hér aðsetur. Hvað sem öðru líður er engum blöðum um það að fletta, að á Íslandi er í dag blómlegur tölvuleikjaiðnaður og framtíðin er björt. Þetta eru spennandi tímar. En það þarf að byggja á þeim árangri sem hefur náðst. Gæta að því að sá grunnur sem er til staðar sé nýttur með skynsamlegum hætti. Í dag skapar þessi iðnaður milljarða í gjaldeyristekjur og það er ekkert því til fyrirstöðu að þær tekjur geti vaxið margfalt. Skýrslutæknifélag Íslands, í daglegu tali nefnt Ský, er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Ský er rekið án hagnaðarmarkmiða og starfar einn starfsmaður hjá félaginu. Aðild er öllum heimil og bjóðum við ungt fólk í tölvugeiranum sérstaklega velkomið. Starfsemi félagsins er aðallega fólgin í, auk útgáfu Tölvumála, að halda fundi og ráðstefnur um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni og hlúa að því öfluga þekkingar- og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og veita þannig félagsmönnum sínum virðisauka og vegsemd. maRkmið ský eRu: • að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna • að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni • að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni • að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni Innan Ský starfa fjölmargir faghópar ásamt ritnefnd, orðanefnd og siðanefnd: • Faghópur um vefstjórnun • Faghópur um rafræna opinbera þjónustu • Faghópur um öryggismál • Faghópur um fjarskiptamál • Faghópur um hugbúnaðargerð • Faghópur um rekstur tölvukerfa • Fókus, faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu • Öldungadeild, ætluð þeim sem hafa starfað lengur en 25 ár í UT geiranum ÁvinninguR aF Félagsaðild: • Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn • Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun og upplýsingatækni • Leið að faghópastarfi innan félagsins • Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet myndi félagið aðstoða við það • Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins • Tengslanet, fræðsla, tengslanet, fræðsla, tengslanet ... Nánari upplýsingar er að finna www.sky.is og á skrifstofu Ský. viltu ganga í ský?

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.