Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 9
9 Python, C++) annars vegar og gagnagrunnurinn (T-SQL) hins vegar en til viðbótar eru margs konar vefþjónustur (mestmegnis C#), eins og Community Website, Wiki, Forums, Character Portal/ Gate, API, Voice, Search, Patching Service og Image Server, sem sumar eru notaðar af leikjaforritinu og -þjóninum. Sumar eru þjónustur fyrir spilara tengdar leiknum sem eru hluti af upplifuninni af því að spila EVE og vera meðlimur í EVE samfélaginu. Leikjaforritið (biðlari, e. client) er sá hluti sem snýr beint að notandanum og sýnir umhverfi leiksins, tekur við skipunum frá notandanum og sendir til leikjaþjónsins (miðlari, e. server) og er aðalgáttin inn í EVE Online heiminn. Á leikjaþjóninum fer fram keyrsla á hermunarlíkaninu sem er sýndarheimurinn, meðhöndlun á gögnum frá öllum leikjaforritunum sem tengd eru, meðhöndlun á gögnum frá vefsvæðum EVE Online, aðgangsstýringar notenda og fleira. Þriðji hluti kerfisins er svo vefhlutinn sem er skrifaður til að bjóða uppá spjallsvæði fyrir EVE Online, EVE Gate sem er samfélagssíða fyrir leikmenn, API tengingu sem veitir aðgang að hrágögnum úr EVE sem að spilurum er svo frjálst að byggja tól fyrir (svo sem fyrir farsíma), EVE Wiki síðu og margt fleira. Það kann að hljóma sem undarleg ákvörðun að skrifa tölvuleik í Python, því Python er túlkað mál og hægvirkara en þýdd mál og grafískur tölvuleikur gerir töluvert miklar performance kröfur, en á móti kemur að mun auðveldara er að skrifa hugbúnað í Python og þurfa ekki að hafa áhyggjur af mörgum atriðum sem þarf að huga að í C++, eða mun minni áhyggjur, eins og minnismeðhöndlun. Python er notuð fyrir þá vinnslu sem þarf ekki að vera hröð (þ.e. má gerast á tímabili sem mælist í hundruðum millisekúndna) en C++ er notað fyrir þá vinnslu sem þarf að vera mjög hröð (þ.e. gerist á millisekúndum eða tugum millisekúndum). T.d. er grafíkvélin og hermunin skrifuð í C++ en almenn leikjavirkni í Python. miðlaRatölvan (e. seRveR) Leikjaþjónninn sem keyrir EVE Online heiminn er engin smásmíði. Í rauninni er rangt að tala um eina tölvu, heldur eru það nærri 230 hnúður (e. nodes) sem sjá um alla vinnsluna. Þessar 230 hnúður skiptast í 20 hnúður sem gera ekkert annað en að beina netumferðinni á leikjaþjóninum á rétta staði og 210 hnúður sem keyra hermun fyrir hin mismunandi sólkerfi og allar þjónustur sem leikurinn þarf (aðrar en vefþjónustur). Líkt og með aðrar þjónustur á internetinu, eru öflug varnarkerfi sem aðskilja sjálft internetið frá EVE Online heiminum. Þessi varnarkerfi hafa oft sannað sig á liðnum árum þegar óprúttnir aðilar hafa reynt, án mikils árangurs, að raska þjónustu CCP með ýmsum aðferðum. Tölvurnar (nánar tiltekið blöðin (e. blades)) sem CCP notar eru annars vegar með tvo 2ja kjarna 3,33 GHz örgjörva hver og 32 GB minni (hermun og þjónustur) og hins vegar með tvo 4ra kjarna 3,6 GHz örgjörva hver og 24 GB minni (beinar), sem allir eru á sama staðarneti. Einnig er vél fyrir sérstaka atburði, eins og stóra flotabardaga spilara, með tveimur 4.4 GHz örgjörvum og 65 GB minni. Hvert blað keyrir 4-5 hnúður. Gagnagrunnur EVE Online er keyrður á tveimur tölvum (e. active/ passive MSSQL cluster), hvor þeirra með tvo 8 kjarna örgjörva (samtals 32 sýndar örgjörvar með hyper-threading) og 512 GB minni. Diskastæðan er með 1,8 TB SSD (e. solid state drive) harða diska og 3,5 TB SAS diska. Þessar vélar eru svo tengdar hvor annarri með ljósleiðara til að tryggja hámarks gagnaflutning. samantekt Hönnun og gerð tölvuleikja hefur tekið miklum framförum á síðustu áratugum. Ekki hefur einungis stærð og flækjustig þeirra aukist heldur hefur tölvuleikjagerð færst með ýmsu móti í átt frá vöru- hugsun yfir í þjónustu-hugsun, þ.e.a.s. fæstir nútíma tölvuleikir eru gefnir út eins og venjulega vara, heldur er þeim fylgt eftir með viðbótum og viðhaldi. Fjölspilunarleikir eru hannaðir með margra ára notkun í huga og einstaklings- og hópleikir eru í auknu mæli að færast þangað líka. Þessi þróun kallar á annan hugsunarhátt í sambandi við tölvuleiki, bæði hjá fyrirtækjum sem framleiða þá og hjá notendum þeirra. Með fjölgun tækja sem geta tengst Internetinu hefur tölvuleikjaiðnaðurinn meiri möguleika á að veita notendum sínum aðgang að vörum og þjónustu sinni, stækkað markhópa sína og rutt sér til rúms á sviðum sem hingað til hafa ekki þótt henta. Þess má til gamans geta í lokin að iðnaðurinn í kringum tölvuleiki hefur vaxið gríðarlega og er nú orðinn stærri en kvikmynda- iðnaðurinn eða tónlistariðnaðurinn (í sitt hvoru lagi) og er því spáð að hann verði stærri en þeir tveir til samans áður en langt um líður. EVE er ekki eitt forrit heldur stórt kerfi, sem samanstendur af mörgum forritum og þjónustum, sem að mestu leyti eru skrifuð í CCP Stackless Python (sérútgáfa CCP af Stackless Python sem aftur er útgáfa af Python með míkróþráðum), T-SQL, C++ og C#.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.