Tölvumál - 01.10.2012, Síða 14

Tölvumál - 01.10.2012, Síða 14
14 Unglingar er sá hópur sem eyðir mestum tíma á dag í tölvunni. Hluti af þeim tíma fer að einhverju leyti í lærdóm, að skrifa ritgerðir, vinna í Office-forritum eða skoða skráningar- og samskiptakerfið Mentor. Hins vegar fer aðeins lítið hlutfall af þeim tíma sem unglingar eyða í tölvunni í fyrrgreinda þætti. Mætti túlka það svo að unglingar eða stór hluti af þeim séu háðir tölvunni af einhverjum ástæðum og finni þörf eða löngun til að fara í tölvuna á nánast hverjum degi? En hver er ástæðan? Mikil afþreying er í boði og flestir unglingar finna sér eitthvað áhugavert að gera í tölvunni. En þá er vert að spyrja, hefur þessi fíkn eða löngun unglinga í tölvuna einhverjar afleiðingar? Er þeim hollt að eyða svo miklum tíma í tölvunni eða verður þeim meint af? Getur verið að of mikil tölvunotkun valdi vanrækslu á líkama eða sál? Markmið rannsóknarinnar var að kanna tölvufíkn á meðal unglinga og áhrif mikillar tölvunotkunar á heilbrigði unglinga og námsárangur. Þá voru rannsökuð áhrif tölvunnar á svefnvenjur unglinga ásamt áhrifum tölvunotkunar á námsárangur. Við veltum fyrir okkur eftirfarandi spurningum: • Eru unglingar á Íslandi haldnir tölvufíkn? • Hvaða áhrif hefur of mikil tölvunotkun á heilbrigði og námsárangur unglinga? • Er einhver munur á kynjum að þessu leyti? Rannsóknargagna var aflað með megindlegum rannsóknar- aðferðum en spurningalisti var lagður fyrir 119 unglinga á aldrinum 14–16 ára; 60 stráka og 59 stelpur. Þróun tölvunotkunar á Íslandi hefur verið mjög hröð og hefur þessi öra þróun tölvunotkunar og útbreiðsla tölvunnar á Íslandi valdið byltingu í lífi ungmenna. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem misnota netið glíma við ýmis geðræn vandamál, svo sem kvíða, þunglyndi eða önnur merki um andlega vanlíðan. Þegar ofnotkun á sér stað getur viðkomandi einstaklingur einangrast og þá dregið úr samskiptahæfni og félagsfærni. Hina ýmsu líkamlegu kvilla má draga til tölvunotkunar svo sem verki í öxlum og handleggjum sem og bak- og hálsverki og hafa rannóknir sýnt samhliða því sem tölvunotkun unglinga eykst hafa kvartanir unglinga vegna bak- og höfuðverkja aukist. Sýnt hefur verið framá að rekja megi ofþyngd til aukinnar tölvunotkunar meðal barna og unglinga þar sem dregið hefur úr ýmiss konar afþreyingu sem felur í sér hreyfingu og að tölvunotkun svo og ónægur eða óreglulegur svefn getur haft neikvæð áhrif á námsárangur sem og dregið úr heimanámi. Með tilkomu háhraðatenginga fór að bera miklu meira en áður á hugtakinu tölvufíkn eða netfíkn og á undanförnum árum hefur verið mikil umræða um mikla tölvu- og netnotkun unglinga. Í rannsókn okkar kom í ljós að flestir unglingar telja sig eyða um 1–3 klst. á dag í tölvunni, eða 56 einstaklingar af þeim 119 þátttakendum sem tóku þátt í könnuninni. Hins vegar telja um 39% unglinga sig eyða meira en 3 klst. á dag í tölvunni sem er að okkar mati varhugavert. Ef unglingar eyða meira en 3 klst. á dag í tölvunotkun þá er hægt að líta svo á að tölvan sé farin að taka tíma frá öðrum áhugamálum, svo sem ýmsum tómstundastörfum, útiveru, íþróttum eða námskeiðum. Okkur þykir athyglisvert að 16 strákar í könnuninni töldu sig eyða mestum tíma í fjölnotendaleiki, á móti engum stelpum, en því tölvuR og unglingaR: tölvuFíkn og ÁHRiF oF mikillaR tölvunotkunaR Á HeilbRigði og nÁmsÁRanguR unglinga Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson, grunnskólakennari Reynir Hólm Gunnarsson, grunnskólakennari

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.