Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.10.2012, Blaðsíða 18
18 Námsleikjavefurinn paxel123.com með leikjum fyrir leik- og grunnskólabörn hefur verið á internetinu í rúmlega eitt ár. Leikirnir eru flestir byggðir á reynslu minni í starfi mínu sem leikskólakennari og síðar leikskólastjóri í leikskólanum Nóaborg í Reykjavík. Leikskólinn Nóaborg hefur frá árinu 1999 haft stærðfræði og sýnilegt ritmál að leiðarljósi í starfinu með börnunum. Veturinn 1999-2000 og 2001-2002 vann ég þróunarverkefni sem tengdust þessum leiðarljósum auk þess að gefa út hugmyndabanka með verkefnum og viðfangsefnum sem þeim tengdust. Þann tíma sem ég vann þessi þróunarverkefni útbjó ég fjöldann allan af borðspilum, leikjum og öðrum viðfangsefnum sem öll höfðu það að markmiði að örva læsi barnanna í stærðfræði og móðurmáli. Sum þessara viðfangsefna slógu í gegn hjá börnunum og núna árið 2012 eru þau enn í notkun og vinsæl. Þegar ég varð þess vör að enn væri verið að leika með efni sem var búið til fyrir meira en áratug síðan fór ég að hugleiða hvernig önnur börn gætu notið þessara viðfangsefna. Ég hugsaði málið fram og til baka og fékk margar misgóðar hugmyndir. Að endingu datt mér í hug að gaman væri að útbúa tölvuleiki úr þessum verkefnum, það gæfi möguleika á meiri fjölbreytni. Þegar ég var komin að þeirri niðurstöðu að tölvuleikir væru málið þá tók við hugmyndavinna að finna út úr því hvernig það yrði útfært. Það var hægt að gefa út leikjadisk, hægt að setja á netið og selja aðgang, setja á netið og hafa auglýsingar, gera Apps leiki o.s.frv. Að endingu datt ég niður á það að gera námsleikjasíðu sem væri ókeypis, með engum auglýsingum og engum upplýsingum yrði safnað um notendur því mér finnst mikilvægt að börn geti leikið og lært á netinu í öruggu umhverfi. Þessi síða var hugsuð þannig að hún yrði lifandi og smátt og smátt myndu bætast við leikir. Markmiðið væri að örva læsi barna í móðurmáli og stærðfræði í gegnum tölvuleiki. Í upphafi var hugsunin um að gera þessa síðu eingöngu fyrir íslensk leik- og grunnskólabörn og því var byrjað á því að sækja um styrk hjá Þróunarsjóði námsgagna sem er sjóður hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu en ekki hefur fengist styrkur þar. Áfram var sótt í aðra sjóð s.s. Nordplus-Nordiske sprog en Nordplus hefur umsjón með Menntaáætlun Nordplus auk þess að veita ráðgjöf og aðstoð um önnur verkefni á sviði menntamála er varða Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Í lok árs 2010 fékkst styrkur þaðan til að gera paxel123.com á sænsku fyrir sænskumælandi börn. Kennarasamband Íslands, Barnavinafélagið sumargjöf og Menntamálaráðuneytið styrktu svo verkefnið þannig að vefurinn varð líka á ensku og íslensku. Á meðan síðan var í þróun fékk ég til liðs við mig kennara í nokkrum leik- og grunnskólum víðsvegar á Íslandi og í Svíþjóð. Þeirra hlutverk var að prófa leikina á meðan þeir voru í þróun með sínum nemendum og koma með athugasemdir og ábendingar um hvað var að virka og hvað ekki. Það var skemmtilegt samstarf og hjálplegt. Sérstaklega var skemmtilegt að fá athugasemdir frá krökkunum sjálfum sem sumir hverjir tóku hlutverk sitt í verkefninu mjög alvarlega. Vorið 2011 var námsleikjavefurinn paxel123.com formlega opnaður með þremur leikjum á þremur fyrrgreindum tungumálum. Sumarið og haustið 2011 voru gerðar ýmsar endurbætur á vefnum, leikirnir þýddir á fleiri tungumál og fleiri leikjum bætt við enda hafði Nordplus veitt verkefninu styrk öðru sinni. Þegar þetta er ritað er síðan á sjö tungumálum og leikirnir eru sjö. Nýverið veitti Nordplus paxel123.com þriðja styrkinn og í haust og vetur munu bætast við þrír nýir leikir, leikirnir verða þýddir á finnsku og hljóð verða sett á nokkra leiki þannig að hægt verður að hlusta á ýmis orð á íslensku, norsku, dönsku og sænsku. Leikirnir á paxel123.com henta vel elstu börnum leikskólans og yngri börnum grunnskólans auk þess sem þeir geta nýst vel við sérkennslu þ.m.t. við kennslu tvítyngdra barna. Flestir leikirnir eru í þremur mismunandi erfiðleikastigum og því hægt að spila þá í ýmsum útgáfum. Einfaldleiki og litagleði einkennir leikina og tónlistarstefin sem heyrast með leikjunum eru sérstaklega samin fyrir paxel123.com af atvinnutónlistarmönnum. Börn verða sífellt yngri þegar þau fara að nota tölvur til að leika og læra og þau eru fljótt að tileinka sér internetið. Þrátt fyrir að internetið opni fyrir þeim nýjan og áður óþekktan heim þá eru þar ýmsar freistingar og hættur sem ber að varast. Gylliboð og oft á tíðum óviðeigandi auglýsingar birtast fyrirvaralaust á skjánum og það er freistandi að smella á eitthvað fallegt sem blikkar. Hlutverk okkar fullorðna fólksins er að kenna börnunum að nota internetið á eins öruggan hátt og hægt er og við eigum að leiðbeina þeim inn á leikjasíður sem eru eins öruggar og kostur er. SAFT á Íslandi er vakningarátak um örugga netnotkun og er hluti af áætlun ESB um örugga netnotkun. Þar sem paxel123.com fellur vel að reglum ESB um netöryggi hefur verið samstarf á milli SAFT og paxel123. com frá upphafi og systursamtök SAFT í Svíþjóð og Finnlandi eru formlegir samstarfsaðilar við síðasta Nordplus styrk. SAFT hefur kynnt paxel123.com á fundum og ráðstefnum víða um Evrópu og hefur síðan fengið góð viðbrögð. Einn leikur á paxel123.com er unninn í samvinnu við SAFT og gengur sá leikur út á það að sýna börnunum rétta hegðun á internetinu í gegnum myndræn skilaboð. Markviss kynning hefur ekki farið fram á paxel123.com þar sem ekki er fjármagn til auglýsinga. Þó hefur vefurinn fengið smá kynningu í Danmörku og hefur sú kynning skilað því að Danir eru boRðspil og önnuR viðFangseFni veRða að tölvuleikjasíðu FyRiR böRn Anna Margrét Ólafsdóttir. leikskólastjóri

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.