Tölvumál - 01.10.2012, Síða 28

Tölvumál - 01.10.2012, Síða 28
28 Upplýsingatæknimessan var haldin í annað sinn fimmtu- daginn 9. febrúar á Grand hóteli í formi ráðstefnu fyrir fagfólk í upplýsingatækni ásamt sýningu og örkynningum sem var opinn öllum. Upplýsingatækniverðlaun Ský voru einnig veitt á UT- messunni. Daganna á undan voru nokkrir viðburðir í Háskólanum í Reykjavík sem höfðuðu til almennings eins og kynning á forritun fyrir 9-12 ára börn ásamt fyrirlestri um leikjaforritun í C++. Tilgangur UT-messunnar er að vekja athygli á mikilvægi upp lýs- inga tækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag. Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins. Einnig viljum vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs. Að UT-messunni 2012 stóð Skýrslutæknifélagið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Samtök iðnaðarins og Microsoft Íslandi. Þátttaka sýningaraðila er mikilvæg og er skemmst frá því að segja að áhuginn á sýningarplássi var framar öllum vonum og sprengdi utan af sér það mikla rými sem í boði var í Miðgarði, glerhýsinu á Grand hóteli. Það er því ljóst að huga þarf að enn stærri húsa kynnum fyrir næstu UTmessu. Sýnendur voru eftirfarandi fyrirtæki og samtök í stafrósröð: Advan ia–A IESEC-App l icon-Bas is-Be lg ingur-ELDEY hugbúnaður-Epli.is-FUT-Green Qloud-Háskóli Íslands-Háskólinn í Reykjavík-Hugsmiðjan-Inexchange-Íbúar-Íslandspóstur- Landsbankinn-Locatify-Maritech-Mentor-Microsoft á Íslandi- Nýherji-Omnis-Opin kerfi-Promennt -Reiknistofa bankanna- Samtök iðnaðarins-Skema-Skjal þýðingastofa-Ský-Stokkur Software-TM Software-Trackwell-Tölvumiðlun-Þekking- Öldungadeild Ský Ráðstefnan tókst einstaklega vel og virtust þær þrjár línur sem keyrðar voru samhliða höfða vel til ráðstefnugesta sem voru duglegir að flakka á milli ráðstefnusala. Um 400 ráðstefnugestir voru á staðnum. Þar sem sýningarsvæðið var opið öllum var gaman að sjá að fjöldi fólks í UT geiranum mættu til viðbótar yfir daginn og hitti kollega sína þar. Því miður setti veðrið aðeins strik í reikninginn í þetta sinn og ekki mættu jafnmargir utan UT geirans á sýninguna og örkynningarnar. Það verður því hugað að öðru fyrirkomulagi sem hentar almenningi á UTmessunni 2013. Undirbúningur fyrir UTmessuna 2013 er farin af stað og er það von okkar að enn fleiri taki þátt í henni en þeirri fyrstu og við getum þannig sýnt Íslendingum hve mikill hugur er í fólki í UT geiranum. utmessan 2012

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.