Tölvumál - 01.10.2012, Síða 38

Tölvumál - 01.10.2012, Síða 38
38 eF Haldið væRi Rétt Á spöðunum Með því að efla tæknimenntun á grunn- og framhaldsskólastigi munum við styrkja stoðir íslensks atvinnulífs og draga úr líkum á því að íslensk fyrirtæki þurfi að flytjast úr landi sökum skorts á tæknimenntuðu starfsfólki. Í dag skiptast þjóðartekjur milli fjögurra þátta; sjávarútvegs, stóriðju, ferðaiðnaðar og annað. Undir þetta “annað” fellur hugverkið sem er ekki bundið við auðlindir og getur stækkað svo lengi sem mannafli og þekkingin er til staðar. Það er akkúrat þarna sem við getum komið Íslandi á kortið sem frumkvöðli í tækni, tæknimenntun og rannsóknum. Í skýrslu Porter, Delgado- Garcia, Ketels og Stern (2008) um samkeppnisstuðul er fjallað um mikilvægi þekkingar og að þekking sé einn stærsti lykilþátturinn í framleiðini og þar af leiðandi hagvexti þjóða. Endalaus niðurskurður í menntakerfinu er ekki lausnin. Það væri mun gáfulegra að byggja upp menntakerfið og auka þannig hagvöxt í þjóðfélaginu til framtíðar. FRamlag skema Skema ehf. er eins árs sprotafyrirtæki sem stofnað var í framhaldinu af því að hugmyndin „Börnin í Undralandi Tölvuleikjanna“ hlaut nýsköpunarverðlaunin Fræ ársins 2011. Skema vinnur að því að byggja upp menntun í takt við tækniþróun og hefur fyrirtækið verið að móta aðferðafræði byggða á rannsóknum í sálfræði, kennslu- fræði og tæknifræði til að kenna ungu fólki frá sex ára aldri að forrita. Til að ná fram vitundarvakningu og að koma til móts við þarfir nútímabarna þá stendur Skema fyrir námskeiðum fyrir yngri kynslóðina í leikjaforritun. Á námskeiðunum frá þátttakendur kennslu og innsýn inn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Kennslan byggir á leikjaforritun auk þess sem fléttað er inn í kennsluna hugarkortum og flæðiritum. Unnið er að því að innleiða kennslu í forritun í grunnskóla landsins auk þess sem fyrirtækið stendur fyrir rannsóknum á þeim áhrifum sem kennsla í forritun hefur á hugrænan þroska, líðan, sjálfsmat og getu í öðrum námsgreinum. Eftir frumrannsókn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Vífilsskóla Hjallastefnunnar fengust vísbendingar þess efnis að kennsla í forritun með aðferðafræði Skema hefði jákvæð áhrif á getu níu ára drengja í stærðfræði og jákvæð áhrif á getu beggja kynja í íslensku. Auk þessa hefur athugun starfsfólks Skema og eftirfarandi ummæli foreldra gefið vísbendingar um uppbyggingu sjálfsmats og líðan og þá sérstaklega hjá börnum með greiningar líkt og ADHD, asperger, einhverfu og lesblindu. „Victor er búinn að vera í skýjunum með þetta námskeið, þvílík ánægja hjá honum. Hann fann í gær drauma starfið, sagði með bros á vör á leiðinni heim „þegar ég verð stór ætla ég að vinna hjá CCP“. Takk fyrir að halda svona skemmtilegt og fróðlegt námskeið. Kveðja, Kristín“ „Sonur minn, sem er 10 ára hress einhverfur strákur, tók því fagnandi þegar ég bauð honum að fara á tölvunámskeið í sumar. Ég hafði lengi leitað að tölvunámskeiðum fyrir börn því tölvur eru aðaláhugamál sonar míns og hans helsti styrkleiki. Sonur minn hafði verið á alls konar íþrótta­og leikjarnámskeiðum á sumrin en fannst þau bæði löng og leiðinleg. Þegar ég náði í hann eftir fyrsta tímann á tölvunámskeiðinu þá sagði hann við mig „þetta var bara eins og einn klukkutími, ég hefði sko viljað vera lengur“. Honum fannst námskeiðið virkilega skemmtilegt og áhugavert. Það frábærasta við námskeiðið var að hann hafði frumkvæði að því sjálfur að æfa sig á kvöldin og síðan tók hann það upp hjá sjálfum sér að bjóða öfum sínum og ömmum í kaffiboð til þess að sýna hvað hann hefði gert á námskeiðinu. Það er mjög sjaldgæft að börn á einhverfurófinu sýni frumkvæði þannig að það jók enn frekar á gleði okkar foreldrana með námskeiðið. Nú bíðum við bara eftir framhaldsnámskeiði svo sköpunargleði sonar okkar geti haldið áfram að njóta sín. Kveðja – Helga” Til að mæta þörfum atvinnulífsins fljótt og vel, er nauðsynlegt að vinna með framhalds- og háskólum samhliða grunnskólunum. Til að svara sem fyrst þessari miklu eftirspurn á markaði eftir tölvu- og tæknimenntuðu fólki var sett af stað samstarfsverkefnið „Forskot til Framtíðar“. Það er samstarfsverkefni Skema, Háskólans í Reykjavík og Fjölbrautarskólans í Breiðholti (FB) og stutt af Tækniþróunarsjóð Rannís. Fyrsta skrefið er að breyta aðferðafræði við undirbúning í forritun fyrir nýja nemendur sem eru að hefja nám í tæknigreinum við HR samhliða því að hefja kennslu í forritun í FB. Rannsóknir hafa sýnt að þegar nemendur byrja í tölvunarfræði finnst þeim oft erfitt að ná tökum á forritun. Af því leiðir að mikið er um að nemendur gefist upp á fyrsta ári í námi í tölvunarfræðum (Ásrún Matthiasdóttir og Hrafn J. Geirsson, 2011, Dunican, 2002; Jenkins, 2002; McCracken o.fl., 2001; Proulx, 2000). Jenkins (2002) telur vera nokkrar ástæður fyrir þessu brottfalli og þessum erfiðleikum sem nemendur lenda í. Í fyrsta lagi þá telur hann að Mynd 1

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.