Tölvumál - 01.10.2013, Qupperneq 9

Tölvumál - 01.10.2013, Qupperneq 9
9 að taka afstöðu til þeirra. Einnig voru tvær opnar spurningar þar sem svarendum gafst tækifæri til að setja fram eigin skoðanir á fullyrðingunum. Bakgrunnsbreytur voru aldur, kyn og starfsstaður á landinu Með könnuninn var reynt að kalla fram viðhorf heimilislækna til gagnvirkrar rafrænnar þjónustu og þess hvort slíkt fyrirkomulag myndi gagnast sjúklingum annars vegar og heilsugæslunni hins vegar. Hvaða ályktun má draga af viðhorfi heimilislækna til gagnsemi tvíhliða heilsugáttar? Í svörum læknanna um siðferðileg málefni skein í gegn áhyggjur þeirra af gagnaöryggi. Höfðu þeir meðal annars áhyggjur af því að starfsmenn í heilbrigðisstétt myndu hnýsast í sjúkraskrár einstaklinga sem ekki væru í meðferð hjá viðkomandi. Fullyrt var í könnuninn að með notkun á gagnvirkum samskiptum með tvíhliða heilsugátt myndi gæði þjónustu heilsugæslunnar batna og með rafrænum samskiptum myndi álag á starfsfólk minnka. Svarendur tóku ekki alfarið undir þá staðhæfingu. Í beinum svörum ræddu nokkrir þessa staðhæfingu og höfðu af því áhyggjur að álag við rafræn samskipti myndi bætast ofan á vinnu lækna í dag. Flestir nefndu tölvupósta í því samhengi en hugsunin með tvíhliða heilsugátt er sú að nota ekki tölvupóst því sá samskiptamáti er ekki öruggur. Með tvíhiða heilsugátt yrði innskráning með rafrænum auðkennum, til dæmis með Íslykli. Markmiðið er ekki að gagnvirk samskipti komi til viðbótar við símsvörunar- og símatíma lækna en símsvörun er stór þáttur í daglegum rekstri heilsugæslu og er oft töluvert ónæði af því. Til að ná fram því markmiði að bæta ekki við vinnuálagi á heilsugæsluna gætu símatímar lækna verið áfram á skilgreindum tíma en svörun með rafrænum hætti (Kristján Guðmundsson, munnleg heimild, mars 2013). Kostir gagnvirkra samskipta eru óendanlegir og auðvelt er að forrita notendavænt umhverfi. Markmiðið og tilgangurinn með gagnvirkri samræmdri sjúkraskrá verður að vera öllum hagsmunaaðilum ljós. Til að auðvelda innleiðingu verður að vanda til verks og hafa skýra áætlun um hvernig að henni skuli staðið. Allir hagsmunaaðilar verða að vera upplýstir um tilgang verkefnisins. Breytingunni þarf að fylgja vel eftir og til að hún nái tilgangi sínum. Megintilgangur með innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár ætti að vera að minnka vinnuálagið á heilbrigðisstarfsmenn, auka öryggi sjúklinga en umfram allt bæta þjónustu. Færa þarf þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar nær nútímanum og því þjónustustigi sem þekkist á öðrum sviðum. Sé það áhyggjuefni að vinnuálag lækna aukist með notkun heilsugáttar verður að taka tillit til þess við þarfagreiningu. Niðurstaða könnunarinnar gefur vísbendingu um hvar helstu álitamál liggja en gagnaöryggi ber þar hæst en einnig að notkun á slíkri heilsugátt muni ekkert endilega bæta gæði þjónustunnar. Mikilvægt er að Ísland standist samanburð við það besta sem völ er á í heilbrigðisþjónustu á öllum sviðum hennar en til að það markmið náist verður að eiga sér stað stefnumótun til framtíðar. Leita verður fyrirmynda hjá þeim þjóðum sem lengst eru komnar á þessu sviði. Sátt verður að ríkja um stefnu í heilbrigðisþjónustu og vanda verður til verks. Rafræn sjúkraskrá er framtíðin og innleiðing á henni verður að vera í fullri sátt og samvinnu við alla notendahópa. HelSTu koSTir rafrænnar HeilbrigðiSþjónuSTu Megineinkenni góðrar rafrænnar þjónustu, oftast nefnd „e-health“, hafa verið dregin saman í tíu atriði (Eysen bach,G.2001). 1. Skilvirkni. Eitt af meginmarkmiðum rafrænnar heilbrigðis þjónustu er að auka skilvirkni í heilsugæslu meðfram því að draga úr kostnaði. Ein þeirra leiða til að draga úr kostnaði væri að forðast tvítekningu greininga og/eða framkvæmd ónauð synlegra greininga. Bæta meðferðir og íhlutanir með því að efla samskiptamöguleika milli stofnana heilsugæslu og þátttöku sjúklinga. 2. Auka gæði þjónustu. Aukin skilvirkni felur ekki aðeins í sér að lækka kostnað heldur einnig að auka gæði. Rafræn heilbrigðis- þjónusta gæti bætt gæði heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að leyfa samanburð á milli hinna ýmsu þjónustuaðila og virkja neytendur sem einn áhrifaþátt í að tryggja öryggi og beina sjúklingum til þeirra er bestu þjónustuna veita. 3. Gagnreynd læknisþjónusta. Heilbrigðisþjónusta á að vera gagnreynd þannig að ekki sé ályktað um gagnsemi og skilvirkni heldur staðfest með ströngu vísindalegu mati. 4. Virkjun neytenda og sjúklinga. Með því að gera grunnþekkingu í læknisfræði og einkasjúkraskrá aðgengilega á rafrænu formi fyrir neytendur opnast fyrir nýjar leiðir fyrir gagnagrunn sem er sérsniðinn fyrir sjúklinga og auðveldar sjúklingum að byggja val sitt á þjónustu á gagnreyndum upplýsingum. 5. Hvatning að annars konar sambandi milli sjúklings og starfs fólks í heilbrigðisþjónustu í átt að því að vera sannarlega samstarf þar sem ákvarðanir eru teknar í samvinnu beggja aðila. 6. Menntun lækna í gegnum rafræna miðla (símenntun á sviði læknisfræði) og menntun skjólstæðinga í heilsufræði sem miðar að upplýsingum í forvarnarskyni fyrir neytendur. 7. Auðvelda hefðbundið upplýsingaflæði og samskipti milli stofnana heilbrigðisþjónustu með stöðluðum aðferðum. 8. Stækka svið heilbrigðisþjónustu út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þetta er bæði út frá landfræðilegu sjónarmiði og fræðilegu. Rafræn heilbrigðisþjónusta auðveldar neytendum að nálgast heilsutengdar upplýsingar frá breiðari hópi þjónustuaðila. Sú þjónusta getur spannað allt frá einföldum ráðleggingum til flóknari íhlutunar. 9. Siðfræðileg nálgun í rafrænni heilbrigðisþjónsutu felur í sér nýjungar í samskiptum sjúklings og læknis og setur fram nýjar áskoranir og áhættur í siðfræðilegum málefnum, s.s. rafræna læknisþjónustu, upplýst samþykki, verndun einkalífs og málefni tengt jafnræði til þjónustunnar 10. Jafnræði. Eitt af markmiðum rafrænnrar heilbrigðisþjónustu er að jafna rétt til þjónustu. Ekki er hægt að líta framhjá því að hópur fólks hefur ekki þá fjármuni sem þarf til að tölvuvæðast, né leikni eða aðgengi að tölvu og Netinu. Sá hópur getur ekki notað tölvur sér til gagns. Afleiðingin er sú að þessi ákveðni hópur sjúklinga (sem myndi í raun hagnast mest af heilsu tengdum upplýsingum) eru þeir sem eru síst líklegir að hagnast á framförum í upplýsingatækni, nema því aðeins að pólítískur vilji sé til þess að tryggja jafnt aðgengi allra.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.