Tölvumál - 01.10.2013, Qupperneq 20
20
Bitcoin (skammstafað BTC) er rafrænn gjaldmiðill sem fyrst var byrjað
að nota í janúar 2009. Bitcoin byggir á opnum staðli þar sem jafningjanet
sér um flutning á greiðslum. Sem gjaldmiðill hefur Bitcoin ýmsa eiginleika
sem hefðbundnir gjaldmiðlar hafa ekki. Þannig er ekkert miðstýrt vald
yfir gjaldmiðlinum líkt og seðlabankar hafa yfir hefðbundnum
gjaldmiðlum. Bitcoin peningar eru tengdir nafnlausum auðkennum sem
ekki er auðvelt að tengja við raunverulega einstaklinga. Allar greiðslur
sem gerðar hafa verið með Bitcoin eru sýnilegar öllum (þ.e. niður á
nafnlaus auðkenni). Bitcoin greiðslur eru fluttar yfir internetið og því erfitt
að stöðva flæði þeirra.
biTcoin í grófum dráTTum
Frá bæjardyrum notanda er Bitcoin fyrirbæri þar sem hver sem er getur
búið til sitt auðkenni, tekið á móti greiðslum inn á þetta auðkenni og
greitt öðrum sem hafa slík auðkenni, allt í gegnum internetið. Ekki er
sérstaklega þörf á að skrá auðkennið hjá einhverjum aðila til að nota
það og því er auðkenni ekki tengt neinum einstaklingi (nema viðkomandi
kjósi að gefa það upp). Það eru engin takmörk á því hversu mörg slík
auðkenni einstaklingur getur búið til.
Allar greiðslur í heiminum sem gerðar eru með Bitcoin eru skráðar og
hver sem er getur flett þeim upp. Það er raunar alltaf gert fyrir hverja
greiðslu til að sannreyna að sama pening sé ekki eytt tvisvar. Hver sem
er getur því séð frá hvaða auðkenni var greitt og auðkenni móttakandans.
Þess vegna er hægt að rekja allar greiðslur heims alveg til þess tíma
sem Bitcoin peningurinn varð til.
En vel á minnst, hvernig verða Bitcoin peningar til? Jú, hver sem er
hefur möguleika á að búa til Bitcoin peninga með því að leggja á sig
ákveðna vinnu. Þessi vinna er kölluð bita-nám (e. bit-mining) og
tilgangur hennar er að sannreyna aðrar greiðslur og miðla þeim áfram.
Vinnan byggist á því að leysa stærðfræðilega „erfið„ dæmi og sýna fram
á það hafi verið gert. Geta þá allir búið til þá peninga sem þeir vilja í
þessu kerfi? Nei, ekki alveg enda væri notagildi Bitcoin afar takmarkað
ef sú væri raunin.
Í stuttu máli er Bitcoin hannað þannig að heildarfjöldi nýrra Bitcoin
peninga sem búnir eru til er takmarkaður. Magn peninga sem búnir eru
til í kerfinu er þannig mikið í upphafi en minnkar með tímanum. Í dag
verða til 25 BTC á ca. tíu mínútna fresti en gert er ráð fyrir að árið 2017
minnki þetta magn niður í 12,5 BTC. Fjórum árum síðar helmingast
þetta aftur niður í 6,25 BTC og svo áfram koll af kolli. Þessi stjórn á
peninga magni er fyrirfram ákveðin af staðlinum sem BTC byggir á.
Þannig þarf enga aðkomu „yfirvalds„ til að stýra peningamagninu í
umferð.
Þessi sjálfvirka, fyrirfram-ákveðna stýring á peningamagni er þannig
gjörólík stjórn hefðbundinna gjaldmiðla. Þar ræður seðlabanki
peningamagni í umferð með aðgerðum sínum auk bankana sem búa til
peninga með útlánum.
biTcoinqT forriTið
Eitt vinsælt bitcoin-client forrit er Bitcoin-qt (hægt að sækja það á
http://bit.ly/18SKCJa ). Forritið er til í útgáfum fyrir Windows, Mac og
Linux. Með því býr notandinn til veski sem geta innihaldið mörg
auðkenni. Hvert auðkenni byrjar á 1 eða 3 og samanstendur af 27-34
tölum og bókstöfum t.d. 1Kzb48SYRXNUcRu9 qJat VKcwaRa9EH57au.
Enginn kostnaður fylgir því að búa til þannig auðkenni og hægt er að
hafa ótakmarkaðan fjölda af þeim í veski. Á bak við hvert auðkenni er
almenningslykla-par sem notað er til rafrænnar undirskriftar á öllum
greiðslum með því auðkenni.
Þessi auðkenni eru síðan notuð af greiðendum og móttakendum fyrir
greiðslur. Til þess að taka við greiðslum þarf móttakandinn að gefa
greiðandanum upp það auðkenni sem greiða á upphæðina inn á. Sá
sem vill greiða velur auðkenni móttakandans og upphæðina sem greiða
á. Upphæðir í Bitcoin greiðslum geta verið með allt að 8 aukastöfum.
Minnsta einingin, 0.00000001 hefur öðlast óformlegt nafn og er kölluð
satoshi eftir hönnuði Bitcoin staðalsins.
HVað er biTcoin?
Friðjón Guðjohnsen, tölvunarfræðingur og áhugamaður um „dulmiðla„.