Tölvumál - 01.10.2013, Page 24
UTmessan 2013
Upplýsingatæknimessan var haldin í þriðja sinn 8. og 9. febrúar
2013 í Hörpu í formi ráðstefnu og sýningar á föstudegi fyrir fagfólk í
upplýsingatækni og sýningu og örkynningum sem var opinn öllum á
laugardegi. Upplýsinga tækniverðlaun Ský voru einnig veitt á
UTmessunni.
Að UTmessunni 2013 stóð Skýrslutæknifélagið í samstarfi við
Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, og Samtök iðnaðarins með
dyggum stuðningi CCP, Nýherja, Opnum kerfum og Microsoft
Ísland.
Yfir 700 manns voru á ráðstefnu UTmessunnar föstudaginn 8.
febrúar sem tókst gífurlega vel. Yfir 50 fyrirlestrar voru í boði á 8
þemalínum ráðstefnunnar.
Yfir 5 þúsund manns mættu á opið hús laugardaginn 9. febrúar og
var stemming mjög góð. Ungir sem aldnir gengu um og fengu að sjá
nýjustu tækni og mjög vinsælt var að fá að prófa DUST 514
tölvuleikinn ásamt því að setjast niður og prófa að forrita með
leiðsögn ungra krakka. Mikið var um að vera í sýningarbásum
fyrirtækjanna sem skörtuðu sínu fegursta á messunni.
Það er óhætt að segja að UTmessan hefur stimplað sig inn hjá
Íslendingum og lítur út fyrir að viðburðinn muni vaxa og dafna enn
meira á næstu árum. Undirbúningur fyrir UT messuna 2014 er farin
af stað og er það von okkar að enn fleiri taki þátt í henni en þeirri
fyrstu og við getum þannig sýnt Íslendingum hve mikill hugur er í fólki
í UT geiranum.
24