Tölvumál - 01.10.2013, Qupperneq 37

Tölvumál - 01.10.2013, Qupperneq 37
37 eiginleikar HráefniS Hráefni til matvælavinnslu getur haft mjög mismunandi eiginleika. Þetta á sérstaklega við um fisk-, kjúklinga- og kjötiðnaðinn. Fiskur er misjafn eftir veiðisvæðum og aðferðir við eldi hafa bein áhrif á vöxt og viðgang fiska. Með góðu rekjanleikakerfi er hægt að tengja saman upplýsingar sem fást í vinnslunni við upplýsingar um uppruna og/eða eldi. Dæmi: • Með því að tengja upplýsingar frá hráefnisflokkara saman við uppruna fisks fæst stærðardreifing hans eftir veiðisvæðum. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir hafrannsóknir, sér í lagi ef þær ná mörg ár aftur í tímann. Útgerðarmenn geta einnig nýtt upplýsingarnar til að senda veiðiskip á þau svæði sem gefa fisk í réttum stærðarflokki fyrir hinar ýmsu afurðir. • Nýta má upplýsingar úr snyrti- og gæðakerfum til að forðast að senda skip á veiðisvæði þar sem fiskur er horaður eða með mikið af ormi. upplýSingar Til neyTenda Á allra síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning hjá neytendum um uppruna fæðu. Neytendur vilja í æ ríkari mæli vita hvaðan fæðan kemur og hvaða meðhöndlun hún hefur fengið. Neytandinn getur þá notað snjallsíma til að lesa QR kóða af pakkningu og fengið í símann upplýsingar um vöruna. Ef vel á að vera þarf að vera hægt að lesa alla sögu vörunnar úr einum gagnagrunni. Þetta er tiltölulega einfalt að útfæra ef allir framleiðendur hlaða lotuvenslunum (þar með talið hvernig lotur blandast) upp í miðlægan gagnagrunn. Slíkt kerfi er t.d. rekið af SIF (Sporbarhed i Fiskerisektoren) í Danmörku. Útgerðarmenn og fiskverkendur skrá upplýsingar um veiðisvæði og vinnslulotur inn í miðlægan gagnagrunn í gegnum vefþjónustu. Neytandi eða kaupandi getur svo athugað hvort fiskurinn sem hann kaupir hafi t.d. MSC vottun. upplýSingar VeiTa öryggi Almennt má segja að gott rekjanleikakerfi sem vinnur vel með öðrum upplýsingakerfum veiti framleiðendum mikið öryggi. Ef hægt er að rekja vöru í gegnum allt vinnsluferlið og fyrir liggja góðar upplýsingar um vöruna á hverju vinnslustigi þá getur það verið ómetanlegt ef kvartanir berast. Slíkt getur raunar ráðið úrslitum um bótaskyldu ef kaupandi gerir kröfu um að skila vöru. Hér getur verið um að ræða upplýsingar um hitastig í vinnslusölum og frystum, gæðaskoðanir á hráefni, millivörum og lokaafurðum, eftirlit með búnaði og húsnæði, skráning á því hvaða starfsmenn meðhöndluðu vöruna og hvort þeir höfðu til þess nægjanlega þjálfun, svo eitthvað sé nefnt. Það veitir kaupendum einnig öryggi að framleiðandi hafi traust rekjanleikakerfi. Stjórnvöld í Uruguay upprættu t.d. landlægt misferli í útflutningi á nautakjöti með því að skylda alla framleiðendur til að taka upp skráningarkerfi sem skilar upplýsingum úr sláturhúsum í miðlægan gagnagrunn þar sem þau eru yfirfarin og keyrð saman við upplýsingar frá bændum. Þetta hefur skilað sér í betri gæðaímynd og hærra verði á kjöti. Nærð þú til allra? Góð staðfæring brúar bilið Hugbúnaðarþýðingar Tækniþýðingar Almennar þýðingar Almenn og sérhæfð textaskrif Veftextaskrif og yfirlestur Allar þýðingar og vefþjónusta á einum stað Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík Sími: 530 7300 - www.skjal.is

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.