Tölvumál - 01.10.2013, Side 43

Tölvumál - 01.10.2013, Side 43
43 tæknin býður upp á. Einnig verður á næstu mánuðum lögð áhersla á að taka í notkun rafrænan vörulista og pantanir til að ná fram betri stýringum í vörudreifingarferli. Fjársýslan hefur ekki gert nákvæmar mælingar á hagræðingu en hefur staðfest að tölur frá Reykjavíkurborg stemmi ágætlega við lauslega skoðun hjá ríkinu. Þessu til viðbótar má reikna með að notkun pantana og vörulista muni skila umtalsverðri hagræðinu til viðbótar við það sem áunnist hefur með notkun rafrænna reikninga. (Sjá: http://www.ut.is/ rafraen-vidskipti/innleiding/frumkvodlar/nr/4253 Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær var handhafi EDI bikarsins árið 2011. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði við það tækifæri og birti í mánudagspistli sínum 11. Febrúar 2011: „Verkefnið hófst í byrjun ársins 2010 en á þessu rúma ári hefur árangurinn verið umfram væntingar. Hafnarfjarðarbær gefur út um 200.000 reikninga á ári en um 62% þeirra eru nú á rafrænu formi. Mótteknir reikningar eru um 25.000 á ári frá um 400 þjónustuaðilum og nú þegar eru um 20% af innsendum reikningum til bæjarins á rafrænu formi. Ávinningur bæjarins af upptöku rafrænna reikninga er mikill, en um er að ræða hagkvæma og umhverfisvæna lausn þar sem allir hagnast.„ (Heimild: http://www2.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/nanar_ forsidu/?cat_id=3&ew_0_a_id=10915 SamTök aTVinnulífSinS Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins hélt ræðu á aðalfundi ICEPRO í júní 2009. Hann skaut á þann ávinning sem hægt væri að innbyrða á Íslandi öllu, með því að framreikna tölur úr skýrslu Capgemini Consulting frá haustinu 2007. Skýrslan fjallar um ávinning af upptöku rafrænna innkaupa og er hann áætlaður um 0,8% af VFL í besta falli. Niðurstaðan varð að ef sama gildir á Íslandi samsvarar það 11 milljörðum króna. (Heimild: www.sa. is/.../Aðalfundur%20Icepro%204.6%202009_1469067383.pptx e­prior João Frade-Rodrigues, PwC Consulting, vinnur að innleiðingu rafrænna reikninga fyrir e-PRIOR (electronic PRocurement Invoicing and Ordering) verkefnið í Evrópu. Það var gangsett 1. Október 2009 og góð reynsla komin í júní 2011. PWC hefur tekið saman fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar lækkun kostnaðar af rafrænum reikningum, miðað við pappírsreikninga. Kostnaðurinn er sýndur glögglega á línuritum (sjá heimildir). Móttakandi rafræns reiknings getur reiknað með 60% lækkun kostnaðar, vegna skráningar og yfirlestrar sem falla niður, en einnig vegna ódýrari skjalavistunar. Sendandi rafræns reiknings má reikna með 50% lækkun kostnaðar, því ekki þarf að senda pappírinn handvirkt og skjalavistun er ódýrari. Ástæður hagkvæmni: • Réttari gögn • Skjótari afhending • Engir týndir reikningar • Fljótari skráning • o.m.fl. (Sjá frétt: http://www.icepro.is/Pages/NewsInfo.aspx?id=133 þar sem heimilda er getið.) lokaorð Dæmi um ávinning af rafrænum viðskiptum eru fleiri. Það er athyglisvert að kynna sér árangur annarra á þessu sviði. Öll viljum við ná sem mestri hagræðingu og sjá ávinning af ákvörðunum okkar. Rafræn viðskipti byggjast á samskiptum fyrirtækja og stofnana. Það er lykilatriði að móttakandi rafrænnar pöntunar skilji innihaldið á sama hátt og sá sem sendi pöntunina. Samræmis er þörf í rafrænum viðskiptum, sem byggjast í grunninn á samskiptum tveggja aðila. En báðir þessir aðilar geta verið í samskiptum við önnur fyrirtæki og stofnanir, þannig að til verður heilt net samskipta á milli þeirra allra. Rætt hefur verið um að ná auknu samræmi í rafrænum samskiptum, að tryggja að allir notendur rafrænna skeytastaðla skilji skeytin eins. Í vetur og vor gaf FUT (Fagstaðlaráð í upplýsingatækni) út nýjar tækniforskriftir fyrir rafræna reikninga, pantanir og vörulista. Innleiðing þeirra er í þann mund að hefjast. Fyrsti liður í undirbúningi þess er vinnufundur hjá ICEPRO nú í september, en stefnt er að innleiðingunni sjálfri í október 2013.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.