Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Side 55

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Side 55
Manntalið 1920 53 Af þeim 4 583 manns, sem töldust hafa aukaatvinnu, voru 4 014 karlar eða 13.8°/o af öllum körlum, sem voru framfærendur, og 569 konur eða 4.3°/o af öllum kvenframfærendum. Af öllum framfærendum í bæjum og sveit töldust menn með auka- atvinnu svo sem hjer segir: í Reykjavík .... 4.2 °/o f verslunarstöðum 17.0 % - kaupstöðum ... 9.3 — - sveitum...... 12.2 — Langmest er um það í verslunarstöðunum, að menn hafi tilgreint aukaatvinnu, en minst í Reykjavík og er það að vonum, þar sem verka- skifting er orðin þar meiri og fastari en annarsstaðar á landinu. Eftirfarandi tölur sýna, hve mikill hluti framfærenda í hverjum at- vinnuflokki hafði jafnframt aðra atvinnu til styrktar. Ólíkamleg atvinna......... 13.8 % Landbúnaður ................... 11.7 — Fiskveiðar o. fl.......... 18.2 — Handverk og iðnaður ........... 10.7 — Verslun og samgöngur...... 7.9 — Heimilishjú o. fl......... 0.4 — Eftirlauna- og eignamenn .... 15.2 — Styrkþegar af almannafje .... 13.9 — Af þessu sjest, að það er tiltölulega ííðast, að þeir sem fiskveiðar stunda, hafi aðra atvinnu að auki. I öllum aðalatvinnuflokkunum er það töluvert tíðara, að sjálfstæðir atvinnurekendur hafi aukaatvinnu, heldur en aðstoðar- og verkafólk, svo sem eftirfarandi tölur sýna. Af atvinnu- rekendum höfðu aukaatvinnu: Landbúnaður ............... 15.2 % Fiskveiðar o. fl........... 26.2 — Handverk og iðnaður ....... 15.3 — Verslun og samgöngur...... 14.í — Nál. 4/5 af öllum, sem tilgreindu fleiri en eina atvinnu, höfðu land- búnað að aðalatvinnu, en aðeins >/5 tilgreindi landbúnað sem aukaatvinnu. Aftur á móti voru fiskveiðar oftast tilfærðar sem aukaatvinna (af rúml. V3). En eins og áður er sagt, getur oft verið álitamál, hvort telja beri landbúnað eða fiskveiðar aðalatvinnuna, þegar hvorttveggja fer saman. í töflu XXVI (bls. 148—150) eru einnig tilfærðar nokkrar ein- stakar atvinnugreinar, sem hafa oftast verið tilgreindar aðalatvinna eða aukaatvinna.

x

Hagskýrslur um manntöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.