Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Blaðsíða 35

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Blaðsíða 35
Mannlalið 1920 33 G. Fatlaðir. Anormaux. Við manntalið 1920 var eins og að undanförnu spurt um hverjir væru blindir, daufdumbir, fábjánar eða geðveikir. Við 4 síðustu mann- tölin hefur tala þessara manna verið þessi: _____1920 1890 1901 1910 Alls Á 1000 manns Blindir ........ 273 255 305 387 4.1 Daufdumbir . . 67 66 68 81 0.9 Fábjánar........ 91 84 86 101 l.i Geðveikir .... 126 133 182 183 1.9 Hvar þessir menn voru á landinu við manntalið 1920 sjest á töflu XVIII (bls. 66), en fyrir skiftingu þeirra eftir aldri, kynferði og hjúskap- arstjett er gerð nákvæm grein í töflu XIX (bls. 67—68). Samdráttur úr þeirri töflu er í 12. yfirliti (bls. 34*) og er þar einnig skýrt frá atvinnu þessara manna. Blindiv menn töldast alls 387 við manntalið 1920 eða 4.1 af hverju þúsundi landsmanna. Er það tiltölulega mjög há tala borið saman við önnur Norðurlönd. Arið 1920 töldust blindir menn í Færeyjum 1.9 af hverju þús. íbúanna, í Noregi 1.0 og í Danmörk og Svíþjóð aðeins 0.5 af þúsundi. Annars ber þess að gæta, að vafi getur leikið á, hvar setja skuli takmörkin milli blindra manna og sjáandi. A manntalseyðublaðinu var gefin sú regla, að telja skyldi þá blinda, sem ekki sæu svo mikið framundan sjer, að þeir gætu farið ferða sinna á ókunnum stað. Líklegt er að þeir, sem sjálfir telja sig blinda eða taldir eru það af sínum nán- ustu, hafi verið skrifaðir blindir á manntalsskýrsluna. Miklu fleiri karlar eru blindir hjer heldur en konur, 5.0 af þús. karla, en 3.3 af þús. kvenna. Allur meginþorri blindra manna er yfir sextugsaldur. Um 5°/o af öllum körlum yfir sextugt og nál. 2V20/0 af öllum konum yfir sextugt voru blind. Tiltölulega margir blindir menn eru ekkjumenn og ekkjur, enda er við því að búast, þar sem flestir blindir eru gamalt fólk. Við atvinnu- störf fengust 27 blindir menn, 24 karlar og 3 konur, þar af 16 við land- búnað og 6 við iðnað. Daufdumbir voru 43 karlar og 38 konur eða alis 81. Koma þá 0.9 á hvert þúsund landsmanna. Þeir voru flestallir ógiftir. Þó voru 2 karlar og 2 konur gift og 2 karlar og 1 kona áður gift. Tiltölulega margir af þeim fást við atvinnustörf, 37 alls (27 karlar og 10 konur), þar af 16 við landbúnað, 10 við iðnað og 9 innanhúshjú. Fábjánar eru þeir taldir, sem frá fæðingu eða barnæsku hafa verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.