Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015
Sauðfé á Íslandi taldist vera um 488 þúsund á árinu 2014:
Heldur fjölgar í sauðfjárstofninum
− Fjöldi sauðfjár í landinu er þó aðeins rúmur helmingur þess sem var 1980
Fréttir
Sauðfé taldist vera samtals
487.806 á árinu 2014 samkvæmt
tölum MAST. Það er nokkur
fjölgun frá 2013 þegar stofninn
var 471.434 skepnur.
Sauðfjárrækt er sem fyrr lang-
mest á Vesturlandi og Norðurlandi
vestra. Í því sem MAST skil-
greinir sem vesturumdæmi voru
123.170 fjár í fyrra og 120.614 í
Norðvesturumdæmi en þar undir
eru líka Vestfirðir. Í þriðja sæti
kemur Suðurumdæmi með 83.294
fjár og Austurumdæmi með 79.882
fjár. Suðvesturumdæmi var svo með
3.897 fjár.
Stofnstærðin svipuð frá síðustu
aldamótum
Fjöldi sauðfjár á Íslandi hefur hald-
ist nokkuð stöðugur frá árinu 2000
eða á bilinu 450.000 til 480.000.
Sauðfé hefur samt fækkað veru-
lega á liðnum áratugum og er það
nú aðeins um helmingur af stofn-
stærðinni árið 1980 þegar sauðfjár-
stofninn taldi 827.927 skepnur. Sú
tala var komin niður í 749.097 árið
1981 og fækkaði sauðfé mjög ört
á Íslandi frá árinu 1981 og fram
til 1992 þegar það taldist vera
487.545. Þá kom smá aukning til
1994 þegar fjöldinn var kominn í
499.335. Þá varð aftur fækkun í
stofninum til 1995 þegar hann fór í
458.367 fjár. Smá aukning varð þá
til 1999 er fjöldinn fór upp í rúm-
lega 490.000 skepnur. Síðan hefur
fjöldinn verið á nokkuð svipuðu
róli, í kringum 465 þúsund fjár að
meðaltali, en fæst varð féð þó árið
2005 þegar stofninn taldi aðeins
454.950 fjár eða 32.856 færri en
á síðasta ári.
Óvissa um horfur
Nokkur óvissa er um hvað bændur
gera í haust, vegna minni heyöflunar
víða vegna kuldatíðar. Hugsanlega
verður því heldur færra fé sett á í
vetur en áður.
Sjúkdómavarnir
Eldgos bitna jafnan hart á sauðfé,
en árstími skiptir þó verulegu máli.
Í tengslum við rannsókn á áhrif-
um eldgossins í Holuhrauni tók
Matvælastofnun grassýni á átta
bæjum á Austurlandi í samvinnu við
Landbúnaðarháskóla Íslands. Mælt
var meðal annars magn flúors og
brennisteins með það að markmiði
að kanna hvort magn þessara efna
gætu haft áhrif á heilsufar grasbíta
á svæðinu. Á fimm af þessum átta
bæjum höfðu sýni verið tekin af
túnum 2013 og við samanburð milli
ára reyndist magn brennisteins vera
töluvert hærra en árið áður en ekki
reyndist marktækur munur á flúor-
magni. Bæði gildin, ásamt magni
ýmissa steinefna, reyndust innan
viðmiðunarmarka og því var ekki
talin hætta á neikvæðum heilsufars-
legum áhrifum á búfénað sem beitt
var á túnin á viðkomandi bæjum svo
og bæjum í svipaðri fjarlægð frá
gosstöðvunum það sem eftir lifði
ársins. Áætlað er að ráðast í frekari
sýnatökur á svæðinu vorið 2015.
Rannsóknir á útbreiðslu kregðu
Á árinu hófst rannsóknarverkefni
í samstarfi við Keldur þar sem
útbreiðsla kregðu á líflambasölu-
svæðum var könnuð en sýnatök-
ur fóru fram í haustslátrun 2014.
Endanlegar niðurstöður rannsóknar-
innar liggja ekki fyrir en kregða er
þekktur sjúkdómur í sauðfé og tölu-
vert útbreitt vandamál. Kindur sem
sýkjast af kregðu geta átt á hættu
að veikjast af skæðari lungnasjúk-
dómum í kjölfarið, t.d. lungnapest.
Garnaveiki og riðuveiki
Í nóvember greindist garnaveiki
á sauðfjárbúinu Blöndubakka í
Héraðshólfi. Ekki hafði greinst
garnaveiki í Héraðshólfi síðan
fyrir fjárskipti í kringum árið 1990.
Einnig greindist tilfelli garnaveiki
á bænum Dölum í Fjarðabyggð en
síðast greindist sjúkdómurinn á
tveimur bæjum í Fjarðabyggð árið
2010.
Við reglubundna skimun fyrir
riðuveiki voru alls 4.111 sýni frá
273 bæjum send til rannsóknar á
Keldum. Þar af voru 43 línubrjót-
ar. Hefðbundin riða fannst í tveim-
ur sláturhúsasýnum frá bænum
Neðra-Vatnshorni í Vatnsneshólfi,
en síðast greindist hefðbundin riða á
landinu árið 2010. Hefðbundin riða
greindist síðast í Vatnsneshólfi árið
2000. Á undanförnum árum hefur
aukin áhersla verið lögð á að hvetja
bændur til að senda hausa af föllnu
fé til rannsóknar á Keldum en það
getur skipt sköpum fyrir baráttuna
gegn sjúkdómnum.
Sullur
Á haustmánuðum greindist vöðva-
sullur í sláturlambi. Tilfellið undir-
strikar mikilvægi ormahreinsunar
í hundum því ormurinn þarfnast
viðkomu í görnum hunda og refa
en í þeim lifa fullorðnir ormar.
Vöðvasullur er lirfustig bandorms-
ins Taenia ovis og greindist fyrst
á Íslandi árið 1983 en kindur eru
millihýslar ormsins. Sjúkdómurinn
smitast ekki yfir í menn og því er
ekki um hættu fyrir neytendur að
ræða en hann getur þó valdið sauð-
fé töluverðum óþægindum ásamt
skemmdum á kjöti að því er segir í
skýrslu MAST. /HKr.
Búfé á Íslandi á árinu 2014 var sam-
kvæmt tölum Matvælastofnunar
(MAST) samtals 657.991 fyrir
utan alifugla og eldisfisk. Með
alifuglunum er talan 1.741.291
dýr að því er fram kemur í nýrri
starfsskýrslu stofnunarinnar og
eldisfiskurinn er talinn 8.289 tonn.
Í mjög vandaðir og greinargóðri
skýrslu MAST, sem nánar er fjallað
um í blaðinu í dag, vekur athygli að
þar er að þessu sinni alveg sleppt að
telja fram fjölda hrossa í landinu.
Engar upplýsingar er lengur að finna
um fjölda hrossa í landinu sem um
árabil hafa verið talin um og yfir 70
þúsund. Vekur þetta nokkra furðu
þar sem um er að ræða tölfræði
sem hefur verið hluti af hagtölum
landsins.
Sem dæmi töldust hrossin vera
77.380 á árinu 2012, en í tölum
MAST fyrir árið 2013 voru hrossin
aðeins talin 53.021 eða 24.359 færri
en árið áður.
Erfitt var að finna skýringar á
þessu misræmi á milli ára, aðrar en
þær að framkvæmd talningar var
gjörbreytt við lagasetningu sem tók
gildi um áramótin 2013/2014. Þá tók
MAST búfjáreftirlitinu af sveitarfé-
lögunum. Um leið var hefðbundinni
vorskoðun og talningu hætt, en eins
og flestir vita eru hross að stórum
hluta ekki tekin á hús strax að hausti.
Sverrir Þ. Sverrisson, sérfræð-
ingur á stjórnsýslu- og lögfræðisviði
MAST, útskýrði þetta í fyrra m.a.
með því að við yfirfærsluna til
MAST hafi 10 til 12 ársverkum
við búfjáreftirlit verið fækkað í 6.
Það væri langt undir þeim starfs-
mannafjölda sem þurfi til að sinna
hefðbundnum skoðunum.
„Hugmynd okkar var að ráða
til viðbótar verktaka til að sinna
vorskoðunum á árinu 2014 en ekki
var fjármagni veitt til þess af hálfu
Alþingis.“
Búfjáreftirlit var alfarið flutt til
MAST í fyrra
Með breytingu á lögum um búfjár-
hald nr. 38/2013 sem tók gildi
um áramótin 2013/2014 færð-
ist búfjáreftirlit sveitarfélaga til
Matvælastofnunar. Á sama tíma
var búfjáreftirlitsmönnum, sem oft
komu úr röðum bænda sem þekktu
vel til, sagt upp. Fram að þessum
breytingum sáu búfjáreftirlitsmenn
vítt og breitt um landið um að safna
tölum um búfé og höfðu ráðunaut-
ar og starfsmenn Bændasamtaka
Íslands umsjón með að allar tölur
um búfjáreign skiluðu sér. Þar með
talið tölum um hrossaeign. Var það
gert eftir að hross höfðu verið tekin
á hús þ.e.a.s. á tímabilinu janúar–
mars. Fjöldatölur hrossa komu fram
með vorgögnum, sem ekki eru leng-
ur fyrir hendi. Eftir lagabreytinguna
er hefðbundin vorskoðun ekki áskil-
in í lögum. Því varð nauðsynlegt að
tölur um hrossaeign kæmu fram með
haustskýrslum (forðagæsluskýrsl-
um) sem umráðamönnum búfjár er
skylt að skila til Matvælastofnunar.
Vinna við gagnasöfnun um hross
hefur ekki gengið eftir
Í fyrrahaust var greint frá því á
síðum Bændablaðsins að vinna væri
í gangi milli Matvælastofnunar og
tölvudeildar Bændasamtaka Íslands
við samanburð gagna, annars
vegar skráðum upplýsingum í
upprunaættbók íslenska hestsins,
WorldFeng, og hins vegar skráðum
upplýsingum í Bústofn, tölvukerfi
Matvælastofnunar um búfjáreign í
landinu. Var þetta gert í framhaldi
af því að tölur um hrossaeign ársins
2013 viku verulega frá fjöldatölum
áranna þar á undan. Var því áhersla
lögð á að eigendur og umráðamenn
hrossa skiluðu haustskýrslum sem
gera mátti með rafrænum hætti. Eins
var talið mikilvægt að hrossaeigend-
ur yfirfæru skráningar í heimarétt
WorldFengs um afdrif og merk-
ingar hrossa sinna, en allir félagar í
Landssambandi hestamannafélaga
og Félagi hrossabænda hafa frían
aðgang að WorldFeng.
Af einhverjum óútskýrðum
ástæðum hafa áform um nýtt verk-
lag við talningu hrossa ekki gengið
eftir. Bændablaðið óskaði skýringa á
þessu frá MAST, en þær höfðu ekki
borist þegar blaðið fór í prentun.
/HKr.
Tölur Matvælastofnunar segja fjölda búfjár landsmanna 2014 hafa numið 1,7 milljónum dýra auk eldisfisks:
Yfir 70 þúsund hross ekki talin með
Þrátt fyrir að tölur skorti nú um fjölda hrossa á Íslandi, þá fer ekkert á milli mála á þessari mynd, sem tekin var um
verslunarmannahelgina, að íslenski hrossastofninn er alls ekki útdauður. Mynd / HKr.